Pre-race stress?
Harpa að máta hjólin á bílinn. Ég var alveg punkteraður í dag og ákvað að sleppa æfingu. Ég var að skíta á mig bara við að hjóla niður í bæ til að kaupa mér hádegismat og svo úr vinnunni og heim. Ég er þreyttari í löppunum en ég bjóst við og sennilega bara gáfulegast að hvíla 2 daga fyrir mótið. Sumir vilja alltaf taka smá "openers" síðustu 2 dagana fyrir mót en það hentar mér ágætlega að hvíla bara. Og eins og venjulega þegar ég er orðinn svona þreyttur þá ét ég alveg óhemju mikið. Ég læt það bara eftir mér og held að þetta sé bara líkaminn að láta vita að eitthvað vantar. Bara reyni að hemja mig í nammi og sukki. Það er búið að vera mikið batterí að taka sig til og listinn af hjóladóti og matvælum sem ég fór með yfir til Hörpu í dag var langur. Ég fer í flug suður á eftir og verð að vinna þar á morgun. Harpa kemur svo og hittir mig seinnipartinn á morgun og við sækjum keppnisgögn og keyrum svo suður með sjó að skoða brautina. Hringurinn sem ég tek 5x á laugardaginn. Ég er b...