Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2022

Pre-race stress?

Mynd
Harpa að máta hjólin á bílinn. Ég var alveg punkteraður í dag og ákvað að sleppa æfingu. Ég var að skíta á mig bara við að hjóla niður í bæ til að kaupa mér hádegismat og svo úr vinnunni og heim. Ég er þreyttari í löppunum en ég bjóst við og sennilega bara gáfulegast að hvíla 2 daga fyrir mótið. Sumir vilja alltaf taka smá "openers" síðustu 2 dagana fyrir mót en það hentar mér ágætlega að hvíla bara. Og eins og venjulega þegar ég er orðinn svona þreyttur þá ét ég alveg óhemju mikið. Ég læt það bara eftir mér og held að þetta sé bara líkaminn að láta vita að eitthvað vantar. Bara reyni að hemja mig í nammi og sukki. Það er búið að vera mikið batterí að taka sig til og listinn af hjóladóti og matvælum sem ég fór með yfir til Hörpu í dag var langur. Ég fer í flug suður á eftir og verð að vinna þar á morgun. Harpa kemur svo og hittir mig seinnipartinn á morgun og við sækjum keppnisgögn og keyrum svo suður með sjó að skoða brautina. Hringurinn sem ég tek 5x á laugardaginn. Ég er b...

Flækjustig og stress

Mynd
Í nýjum símaklefa í vinnunni Ég er búinn að vera svo stressaður þessa vikuna að ég veit varla hvort ég er að koma eða fara. Í vinnunni þeytist ég bara úr einu í annað og finnst ég ekki koma neinu í verk. Þegar verkefnin verða svona mörg er rosalega erfitt að halda fókus og maður getur aldrei sökkt sér djúpt niður í neitt. Og til hliðar við þetta er ég náttúrulega að reyna að sinna börnunum, taka æfingar og skipuleggja mig fyrir vinnuferð til Reykjavíkur og mótið á laugardaginn í Sandgerði. Það styttist einnig í hjólaferðina með börnunum og visa-reikningurinn hefur ekki verið svona ógeðslegur síðan jólin 2020. Get ég ekki fundið eitthvað meira til að grenja yfir? En ég reyni að minna mig á það að ég sé í forréttindastöðu og mjög margir væru alveg til í að skipta við mig á vandamálum. Ég er heilsuhraustur, á heilbrigð börn, er kominn í samband með frábærri manneskju, hef fastar tekjur og þak yfir höfuðið. Fæ hollan og góðan mat á hverjum degi og á frábæra fjölskyldu og vini. Þarf maður e...

Over/Under

Mynd
Við Harpa á leiðinni út að Víkurskarði. Það var over/under æfing hjá mér í dag og þar sem veðrið heldur áfram að leika við okkur þá var ekki annað hægt en að taka hana úti. Harpa var líka með sprettæfingu og því ákváðum við að fara í Víkurskarðir. Það er mjög erfitt að taka svona æfingar þar sem eru beygjur, umferð og gatnamót. Og maður þarf helst að vera í brekku til að ná vöttunum upp án þess að vera kominn á mígandi siglingu og farinn snúa pedölunum á milljón. Æfingin sem ég var að taka myndi kallast Yfir/Undir á íslensku og hefur alveg sérstakan tilgang: Over-under intervals improve your ability to shuttle and buffer lactate near the boundaries of your threshold power. Improving these capabilities will increase your anaerobic capabilities allowing you to output higher power values with greater efficiency and less mental fatigue. - Trainerroad Ég hef verið að gera þessa æfingu á inniriðlinum og var ekki alveg viss hvernig myndi ganga að gera þetta úti en það gekk bara djöfulli vel. ...

Sumar 🌞

Mynd
Djúpt inní Eyjafarðardal Þessi dagur er búinn að vera svo geggjaður að það hálfa væri nóg. Mikið sem það getur glatt mann að fá gott veður og það skemmir ekki fyrir að það hitti á sumardaginn fyrsta. Ég vaknaði kl. 07:00 í morgun og svolgraði í mig hafragraut með eggi og tók svo lögbundinn fréttahring á netinu og drakk rótsterkt kaffi. Hitti svo Hörpu rétt fyrir klukkan 09:00 og við brunuðum niður í Hof. Þar söfnuðust ca. 30 hjólarar saman sem við hjóluðum svo með fram að Grund. Þar var myndataka og svo héldu flestir áfram inn að Smámunasafni. Við vorum svo nokkur sem kláruðum alveg út að malbiksenda áður en við héldum aftur í bæinn. Þegar við komum í bæinn var svo grill-party heima hjá Stebba og Sigrúnu og meirihlutinn af fólkinu mætti þangað, át pylsur og baðaði sig í sólinni. Ég er nú ekkert voðalega fær í því að mingla við fólk en náði alveg að kynnast nýju fólki núna og spjalla sem var mjög gefandi og gaman. Eftir það fór ég svo heim í bað, fékk mér að éta og fór í vinnuna að reyn...

Aftur komið frí.

Mynd
Yrja og Þórður kíktu í mat í kvöld. Jæja það er víst aftur komið frí og ég var í stresskasti í vinnunni í dag að reyna að slökkva einhverja elda. Náði reyndar tímabundinni lendingu í einu máli sem var að drepa mig úr stressi, þannig ég var orðinn aðeins rólegri þegar ég fór heim. Mér finnst gaman að hafa nóg að gera í vinnunni en það er óþægilegt þegar maður er kominn í svo mörg verkefni að maður hendist bara á billi en finnst maður ekki ná að klára neitt.  Ég ætla samt að reyna að sofa rólegur og njóta morgundagsins. Ég ætla að njóta morgundagsins en samt fara í vinnuna. Við Harpa ætluð reyndar að kíkja í samhjól í fyrramálið með hópi af góðu fólki sem endar svo í pylsupartýi. Síðan er stefnan að fara heim í bað og svo reyna að vinna eitthvað. Það er skemmtilegt verkefni sem ég er að fara í á morgun og það er ágætt að vera einn á skrifstofunni, dunda sér og drekka kaffi. Í kvöld skráði ég mig á byssusalan.is og ætlaði að dæla þar inn einhverjum byssum. Buddan er frekar létt þessa ...

Afmælis- og páskagleði

Mynd
Það voru fínir páskar í sveitinni. Það er ekki annað hægt að segja en að páskarnir hafi verið drullu-fínir bara. Ég tók bara einn dag í ofáti og gat varla staðið í fæturnar allan páskadag- ef frá er skilinn tíminn sem ég var á hjólinu. Ég hjólaði tvo hringi í kringum vatnið og aðstæðurnar voru bara helvíti góðar þó það hafi verið mótvindur frá Grímsstöðum og í Garð. Ég var mjög sprækur en verð að viðurkenna að ég fann aðeins fyrir þessu um kvöldið. Smá þreyta í löppunum.  Það er svo mikill munur á því að hjóla inni og úti. Mér finnst ég ekki vera að erfiða jafn mikið en púlsinn er hærri heldur en á sambærilegum vöttum inni. Kannski er þetta bara sálrænt. Síðasta vika var því bara fín hjá mér á hjólinu þó ég hafi þurft að slaufa einni inniæfingu vegna þreytu (á laugardaginn). Það var svekkjandi en ég bara sýndi merki um þreytu, með of háan púls og hélt ekki uppi vöttum. Þá er betra að draga bara í land. Dagbjört Lóa átti afmæli á páskadag og það var mikið fjör í Brekku. Allt skreytt...

Blessuð blómin

Mynd
Það er orðið nokkuð blómlegt á skenknum hjá mér. Ég var búinn að vanrækja blómin hjá mér síðustu mánuðina og það var alveg farið að sjást. Þau voru orðin vesældarleg og lafandi slöpp. Þegar ég tala um að vanrækja þá er ég ekki að meina að ég hafi ekki vökvað þau. Ég bara var hættur að veita þeim athygli, snúa pottunum, taka dauð blöð, úða á þau vatni osfv. Ég er búinn að komast að því að til að halda blómum lifandi þarf maður að vera í samskiptum við þau og veita þeim eftirtekt. Það er reyndar svolítið fyndið að blómin mín eru aldrei hamingjusamari en þegar ég er í góðu jafnvægi og líður vel. Þegar líf mitt er í rútinu, heimilið hreint og röð og relga á öllu, þá eru allir kátir, blómin líka. Ekki það að mér hafi ekki liðið þokkalega vel upp á síðkastið, en það er búið að vera rosalega mikið að gera í vinnunni og ég látið hjólaæfingarnar ganga fyrir flestu. Það hefur verið óvenju draslaralegt á minn standard og ég reyndar oftast hjá Hörpu ef börnin eru ekki heima. Fyrir 2 vikum tók ég m...

Drottinn blessi góða veðrið.

Mynd
Harpa í essinu sínu. Það brast á með blíðu eins og spáð var og ég er búinn að nýta mér það í botn. Við Harpa hjóluðum 40 km í gær og svo 60 núna í morgun. Skv. plani átti þetta að vera rólegt en það er erfiðara að stilla það af úti þegar það er vindur og svo brekkur. Ég var að spá í hvort ég ætti að hvíla á morgun til að vera frískur fyrir erfiða æfingu á laugardaginn en ég vil frekar láta það ganga fyrir að komast út að hjóla. Til hvers er maður annars að þessu? Ég er búinn að vera að reyna að stilla wattamælinn af og það er búið að vera eitthvað smá bras með það. Hann var að mæla rétt í gær en datt aðeins út í dag. Ég lagðist eitthvað yfir þetta áðan og held að þetta sé loksins komið.

Ok það er kominn 9°C hiti úti!

Mynd
Gráni mættur á gula vegginn. Ok, nú er komið drullu ásættanlegt veður hérna á Akureyri. Nú er ég búinn að rífa hjólið af inniriðlinum og er að fara að taka mig til fyrir einn Eyjafjarðarhring á eftir. Guðrún fékk börnin lánuð næstu 2 daga og ég því ekki með nein önnur plön en að hjóla úti. Spáin er dýrðleg og ég ætla að njóta þess í botn að komast út. Á laugardaginn fer ég svo austur í sveit með börnin og við ætlum að eiga notalega stund með fólkinu þar og halda upp á afmælið hennar Dagbjartar Lóu. Daman er að að fylla 7 árin. Braut og hæðarkort af Reykjanesmótinu. Nú er búið að auglýsa fyrsta bikarmótið sem fer fram á Reykjanesi 30. apríl. Ræst verður í Sandgerði og hjólað að Sandvík, og svo til baka. Þetta verða 69 km. og hækkun í heildina ekki nema 308 metrar. Svona marflatar brautir henta léttum stubbum eins og mér afskaplega illa en ég mun gera mitt besta. Hækkunin í stærri brekkunni er ekki nema um 40 metrar og því verður hún valla mikil fyrirstaða fyrir stærri og þyngri hjólara....

Ferð til Reykjavíkur og fleira

Mynd
Að leggja upp í 4 klst. ferðalag- ekki þó til Reykjavíkur. Þá er dottinn á sunnudagur og hringurinn að hefjast á ný. Það er víst komið páskafrí í skólanum og ég var náttúrulega ekki búinn að gera ráð fyrir því frekar en venjulega. Þessi frí koma ævinlega aftan að mér og ég sit uppi með að þurfa að finna út hvað ég á að gera við börnin á meðan ég er í vinnunni. Það er sem betur fer eitthvað fimleikafjör hjá Dagbjörtu milli kl. 9 og 12 á morgun og hinn og það hjálpar eitthvað. Annars er vikan líka pökkuð af æfingum og þar sem það eru bara 18 dagar í fyrsta mót, þá vill maður halda sjó. Það eru búnar að vera bláar tölur í veðurspánni eins langt og augað eygir en það varð breyting á því í gær og nú lítur út fyrir að maður fari að komast út. Ég ætla að taka hjólið með mér austur um páskana og vonandi næ ég góðum túr á Páskadag. Ef þokkalega viðrar, þá er ég að spá í að hjóla niður í Reykjadal, upp Presthvammana og Hólasandinn heim. Þetta er nokkurnveginn sama leið og verður farin á Íslandsm...

Allskonar

Mynd
Dekk, verkfæri, nýjir skór og hjartsláttarmælir. Þessi vika átti að vera svo róleg en ég hef varla haft tíma til að anda. Brjálað að gera í vinnunni og svo hef ég verið að brasa heima við að undirbúa umpottun og koma saman hjólinu, þ.e. setja á það watta-pedala, setja klíta á skónna og umfelga svo ég verði tilbúinn út í sumarið. Keypti mér líka Giant hjartsláttarmæli sem svínvirkar. Ég er búinn að tengja watta-pedalana við Garmin hjólatölvuna og prufa að samkeyra þá með trainer-num. Pedalarnir sýna gjarnan á bilinu 10-30 wöttum minna en trainerinn og ég er aðeins að klóra mér í skallanum yfir þessu. Þeir taka mælingu á 3 sekúndna fresti og ég þarf að skoða hvernig trainer-inn er stilltur. Þetta gæti haft nokkur áhrif þegar ég fer að æfa úti. Í dag tók ég risaákvörðun og afbókaði ferðina með Icelandair og keypti með Niceair sem flýgur frá Akureyri. Ég var með Flex-miða og fæ þetta endurgreitt að fullu. Flugið með hjólin og 3x20kg af farangri er ca. 35 þúsund krónum dýrara með Niceair- e...

Sólríki apríl

Mynd
Hafragrautur með eggi og sýrópi er sleggja! Síðustu ár höfum við hér á Akureyri yfirleitt fengið bongóblíðu í apríl. Þetta hefur nú ekki alltaf staðið lengi yfir en verið kærkominn sumarauki. Eitt árið í Dalsgerðinu man ég eftir að við lágum í sólbaði í 2-3 daga í röð og hitinn nálgaðist 20°C. Í fyrra brast á með blíðu í apríl (man ekki fjölda daga) en svo var maí reyndar frekar hryssingslegur og kaldur. En sumarið var náttúrulega engu líkt og maður var fljótur að gleyma því.  Hjólatúrinn í fyrradag kveikti aðeins í manni og maður er orðinn alveg gíraður í að komast meira út. Hitinn slefaði í 10°C og smá gola, ég bið ekki um meira. Það er því frekar þunglyndislegt að skoða spánna næstu vikuna (frost, hríð, slydda og vibbi). Ekkert útihjól í bili sýnist mér. Veðrið í dag bauð ekki upp á að hjóla úti og ég kláraði því vikuna inni á trainer-num í gær. Ég hjólaði 100 km og það tók mig 2 klst og 52 mínútur. Ég var bara sprækur og þetta gekk vel, en ég verð að viðurkenna að ég fann aðein...

Fyrsti í útihjóli 🚴‍♂️ 🚴‍♀️

Mynd
Ég og Harpa hjóluðum í dag❤️ Í dag átti ég tveggja tíma æfingu og þar sem veðrið var frábært ákváðum við Harpa að skella okkur út að hjóla. Við hjóluðum fram á Grund og svo til baka- yfir Eyjafjararðánna við Hrafnagil og þá leiðina aftur til Akureyrar, samtals 47 km.  Ég var s.s. búinn að reikna með að þetta yrði gaman en guð minn almáttugur hvað var hrikalega gott að komast út og ekki verra að hafa með sér æfingafélaga. Ég get varla hugsað mér að taka æfingu inni á morgun. Spáin er reyndar ekkert svo slæm þannig kannski getum við skellt okkur aftur. Vona það besta. d

Góð helgi framundan....

Mynd
Monton vetrarbuxur og Monton Skull base layer frá pedal.is. Jæja þá er þessi vika liðin og þá má kannski segja loksins. Ég lenti í frekar miklu stressi og nokkrum leiðindamálum í vinnunni. Fyrir tilfinningaaverur eins og mig, sem aldrei vilja gera flugu mein, fyrir einhvern sem tekur allt inn á sig, þá er það ekki alltaf auðvelt. En ég held að ég sé að færast nær því að geta lokað á þetta og gert skil á milli vinnu og einkalífs. Vera bara meira sama þó einhver sé ósáttur. Á meðan maður vinnur eftir bestu samvisku og reynir að gera sitt besta, þá er maður örugglega á réttri leið. En í gær kom ég heim úr vinnunni algerlega búinn á því. Það var frídagur á hjólinu og ég fór bara eitthvað að stússast, versla og undirbúa kvöldmatinn. Ég var útúrtaugaður og það var ekki fyrr en ég var búinn að leggjast í bað fyrir kvöldmatinn sem þetta fór að líða úr mér. Harpa kom svo í mat til okkar og þetta endaði á að vera dásamlegt kvöld. Dagurinn í dag í vinnunni var betri og eitthvað af þessum málum se...