Fyrsti í útihjóli 🚴‍♂️ 🚴‍♀️

Ég og Harpa hjóluðum í dag❤️

Í dag átti ég tveggja tíma æfingu og þar sem veðrið var frábært ákváðum við Harpa að skella okkur út að hjóla. Við hjóluðum fram á Grund og svo til baka- yfir Eyjafjararðánna við Hrafnagil og þá leiðina aftur til Akureyrar, samtals 47 km. 

Ég var s.s. búinn að reikna með að þetta yrði gaman en guð minn almáttugur hvað var hrikalega gott að komast út og ekki verra að hafa með sér æfingafélaga. Ég get varla hugsað mér að taka æfingu inni á morgun. Spáin er reyndar ekkert svo slæm þannig kannski getum við skellt okkur aftur. Vona það besta.

d

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði