Hjólað í gær, sennilega ekki í dag
Ég náði ágætis hring í gær. Fór fyrst hringinn í kringum vatnið um hádegisbil og hjólaði svo upp að Stangarafleggjara fyrir kvöldmatinn, samtals 51 km. Ég fann í raun ekki mikið fyrir því í fótunum sem er eins gott því þetta er ekki nema kannski rétt rúmlega hálf dagleið eins og ég hef skipulagt leiðirnar á Bikemap. Í næstu viku verð ég á Akureyri og þar sem börnin eru hjá mér mun ég væntanlega ekki ná að hjóla mikið. Það hefði verið djöfull gott að geta tekið 3-4 daga í beit og svo hvíld eftir það áður en maður leggur af stað. Kannski bið ég Þórð eitthvað að hjálpa mér svo ég komist eitthvað. Annars höfum við það gott í sveitinni. Eftir að Halldóra systir mætti á svæðið er búið að vera brjálað að gera hjá börnunum; tína blóm sem þau líma á blað og merkja með nafni, fara í Bátabyrgið að drullumallast, hellaferðir í Helgey, sund, baka kökur og ýmisslegt fleira skemmtilegt. Þó að við endum sjálfsagt ekki með því að fara í neina tjaldútilegu þá er ég viss um að þau verði sátt við suma...