Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2019

Hjólað í gær, sennilega ekki í dag

Ég náði ágætis hring í gær. Fór fyrst hringinn í kringum vatnið um hádegisbil og hjólaði svo upp að Stangarafleggjara fyrir kvöldmatinn, samtals 51 km. Ég fann í raun ekki mikið fyrir því í fótunum sem er eins gott því þetta er ekki nema kannski rétt rúmlega hálf dagleið eins og ég hef skipulagt leiðirnar á Bikemap. Í næstu viku verð ég á Akureyri og þar sem börnin eru hjá mér mun ég væntanlega ekki ná að hjóla mikið. Það hefði verið djöfull gott að geta tekið 3-4 daga í beit og svo hvíld eftir það áður en maður leggur af stað. Kannski bið ég Þórð eitthvað að hjálpa mér svo ég komist eitthvað. Annars höfum við það gott í sveitinni. Eftir að Halldóra systir mætti á svæðið er búið að vera brjálað að gera hjá börnunum; tína blóm sem þau líma á blað og merkja með nafni, fara í Bátabyrgið að drullumallast, hellaferðir í Helgey, sund, baka kökur og ýmisslegt fleira skemmtilegt. Þó að við endum sjálfsagt ekki með því að fara í neina tjaldútilegu þá er ég viss um að þau verði sátt við suma...

Bikemap appið

Mynd
Fyrsti leggurinn í hjólaferðinni. Ég var aðeins búinn að vera að vandræðast hvort ég ætti að vera með símann minn sem leiðsagnarkerfi eða kaupa mér bara gamalt og gott landakort. Gallinn við landakortin eru, að ef þú ætlar að hafa leiðirnar mjög nákvæmar, þá þarftu sennilega fleiri en eitt kort og þá fer þetta bara að verða dýrt. Þar að auki uppfærast þannig kort að sjálfsögðu ekki ef breytingar verða á vegakerfinu. Þolli benti mér á Bikemap appið og ég endaði með að downloada því í símann og kaupa áskrift. Með þessu appi get ég skipulagt leiðirnar í tölvunni og vistað þær inn. Þær birtast svo bara tilbúnar í símanum og ég á að geta notað þetta þó ég sé offline. Gallinn við þetta er náttúrulega sá að nú fer maður að verða háðari því að komast reglulega í rafmagn. En hleðslubankinn minn á að koma mér langt. Verst hvað hann er lengi að hlaðast sjálfur. Quad Lock símafesting. Til að fitta símann á hjólið pantaði ég mér svo Quad Lock system frá einhverju fyrirtæki í Reykjavík....

Sumarfrí

Mynd
Sólin nær að skína á húsið hjá okkur til klukkan 23.00 þessa dagana. Svo hverfur hún aðeins niður fyrir Möðruvallarfjöllin áður en hún fer að rísa á ný. Nú á víst að heita svo að maður sé kominn í sumarfrí. Það er nú reyndar svo að maður er með eitthvað lítið planað og óvissan með húsnæðismálin er ekki að auðvelda manni bara að svífa út í buskann áhyggjulaus. Börnin finna reyndar ekki fyrir neinu. Þau eru bara sátt á meðan þau fá ís og geta hitt einhverja vini. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað brjálað plan. Brynleifur er að biðja um að fá að fara í golfskóla í næstu viku og aldrei að vita nema maður láti það eftir honum. Við ætlum að skella okkur í Mývatssveitina á eftir og verðum eflaust þar næstu daga. Finnum upp á einhverju sniðugu, hittum vini og förum í sund. Svo er ferðahjólið mitt þar, ég þarf að stilla gírana og venja rassinn á mér betur við hnakkinn. Ég er búinn að vera að lesa mig til um þennan Brooks C17 sem ég keypti og menn hafa mjög misjafnar skoðanir á honu...

JBL Clip 3

Mynd
JBL Clip 3 hátalari. Batteríið getur endst í allt að 16 tíma ef ekki er spilað í botni Nú fer að verða komin pressa að klára að taka sig til fyrir hjólaferðina. Í dag fór ég í útivistarbúð til að skoða eldunargræjur en tímdi ekki að kaupa þær þar. Ég hugsa að ég finni mér bara svoleiðis í Svíþjóð, ég á hvort sem er eftir að kaupa mér gas þegar þangað kemur. Það er nú ekki margt annað sem ég á eftir að redda. Það stærsta er svefnpoki og dýna. Síðan er bara að æfa sig í að pakka þessu öllu og raða. En svo fékk ég þá flugu í höfuðið að gott gæti verið að hafa hátalara með í ferðalagið. Þessi JBL sem er á myndinni er með batterí sem endist í allt að 16 klst (ef lágt er stillt, 10 á fullu blasti) og hljómurinn er mjög ásættanlegur. Hann er líka vatnsheldur og síðan er hægt að para hann við annan hátalara og þá er maður kominn með þetta í stereo. Að lokum, það er hægt að smella honum á bakpoka eða láta hann hanga utaná sér. Þetta verður góð viðbót í útilegugírinn en mig vantaði s....

Skotlandsferð Bjarna hins helga lokið

Mynd
Það var fallegur morgun í Perth þegar ég lagði upp til Glasgow í morgunsárið. Jæja þá er en einni frægðarförinni til Skotlands lokið og það má segja að hún hafi verið til fjár. Ég var að hitta í fyrsta skipti fólkið sem starfar í European Goose Management Platform (EGMP) sem er batterí sem starfar undir Agreement on the Conservation of African-Eurasian Migratory Waterbirds (AEWA) sem Íslendingar eru aðilar að. Ég var þarna með einum manni úr Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og einum frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ég var búinn að undirbúa þetta vel og það fór svo að við náðum samkomulagi við UK um frekara samstarf þegar kemur að stýringu gæsastofna. Nú eru fundir framundan á Íslandi í september og margt fleira spennandi að gerast. Gaman þegar vel gengur. Einhverra hluta vegna enda ég aftur og aftur í Skotlandi. Sama hvort það sé skemmtiferð með vinnufélögum, ferð í brúðkaup eða skírn, vinnuferð eins og þessi sem ég var í, eða eitthvað annað, þá kem ég hingað aftur og aftur. Ég...

Perth dagur 1

Mynd
Mynd frá Perth Jæja þá er maður lentur í Skotlandi og búinn að koma sér til Perth. Gisti hér á notalegu gistiheimili í útjaðri miðbæjarins. Allt hefðbundið, vinaleg eldri kona með skakkar tennur sem andar frá sér smá reykingarlykt leiddi mig í allan sannleika um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á þessu B&B. Allt hreint og strokið og vistarverurnar reyndar það stórar að maður sér ekki með góðu móti á sjónvarpsskjáinn sem er í hinum endanum á herberginu. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég var búinn að koma mér fyrir var að skoða hvort það væru ekki opnar einhverjar útivistarbúðir svo ég geti keypt mér kíki. Mig langaði svo til að horfa á sjónvarpið í kvöld. En merkilegt nokk, þá er nánast bara allt lokað í dag- á mánudegi. Flestir veitingastaðir eru reyndar opnir, en söfn og önnur afþreying, og mjög margar búðir, eru bara lokaðar! Mér finnst þetta reyndar gefa til kynna að samfélagiði hér sé ekki jafn sjúkt og heima. Jæja ég ætla að fara að koma mér af stað og finna mér eitthv...

Mývó-Akureyri-Reykjavík-Skotland

Mynd
Smá stopp fyrir Brúnarbrekkuna. Jæja, þá er maður búinn að láta verða af því að hjóla í Mývatnssveitina frá Akureyri. Lagði af stað í föstudaginn um kvöldmatarleitið. Greip með mér einn Subway og var svo vel nestaður af hnetum og Snickers. Nú þarf ég að fara að kíkja á markmiðin mín og sjá hvað ég á eftir að gera það sem eftir lifir sumars. Ferðin gekk ágætlega. Ég hélt rúmlega 15 km meðalhraða sem ég held að sé ágætt þegar maður er svona klifjaður og þarf að fara yfir 3 fjallvegi. Lappirnar voru í góðu standi mest alla leiðina en nýji Brooks hnakkurinn er ekki alveg að gera sig ennþá- ég var helaumur í rassinum. Ég verð að ná nokkrum löngum ferðum í viðbót fyrir Svíþjóðarferðina til að sjá hvort hann venjist ekki. Annars verð ég að skipta honum út. Nú er ég kominn aftur til Akureyrar og er að setja í tösku fyrir utanlandsferðina. Kominn með þetta venjulega og órökrétta ferðastress. Þetta hefur alltaf verið regla hjá mér þegar ég er að fara út þó ég sé vel sjóaður í þessu. Ég...

Mývó

Mynd
Búinn að setja 3 af 5 töskum á hjólið. Það verður nóg í þessa ferð. Er að spá í að hjóla í Mývó á morgun. Það má deila um hvort það sé sniðugt því ég hef ekki hjólað lengra en 40 km í beit í allt sumar. Í þokkabót verður þetta líka nokkuð mikið þyngri burður en ég er vanur, og það með Víkurskarðinu, Fljótsheiðinni og Mývatnsheiðinni. En ég ætla svo sem að gefa mér góðan tíma í þetta og reyna að hvíla mig reglulega. Stefni að því að leggja af stað um kvöldmat og ætli ég verði þá ekki kominn á leiðarenda um kl. 01.00 ef allt gengur að óskum. Á eftir að græja eitthvað smotterí, kaupa slöngu og tína saman ferðaverkfæri, hleðslutæki, hlífðarfatnað og eitthvað svoleiðis. Svo ætla ég að kaupa gott nesti og hlusta á podcast á leiðinni. Þetta verður æði.

Allt að gerast

Mynd
Trek 520 - 2019 módel með Brooks Roller töskum. Já og svo setti ég Brooks Cambium C17 hnakk. Jæja þá kom blessað hjólið loksins. Fór á pósthús í gær og náði í gripinn og þurfti ekki að borga krónu í sendingarkostnað. Hef heldur ekkert heyrt frá Erninum varðandi greiðslu fyrir hjólið. Þeir ætla kannski bara að gefa mér það? Tók smá testrúnt á því í gær og finnst gott að krúsa á því. Létt fjallahjól væri sennilega þægilegra innanbæjar en maður fær ekki allt í einu hjóli. Held að þetta hafi verið sniðug kaup og ég er mjög sáttur. Þegar maður var komin á smá siglingu á medium efforti í gær hafði maður á tilfinningunni að maður ætti eftir að geta tekið langar dagleiðir án þess að drepast í skrokknum. Annars skellti ég mér með Kristni einn götuhjólatúr í gær. Fórum frábæra leið; út úr bænum og á móti vindinum að Svalbarðseyri. Síðan á fullu með vindinn í bakið og tókum skemmtilega leið í gegnum Vaðlaheiðarbyggðina. Þetta er mjög skemmtileg leið og ég á eftir að fara hana miklu oftar...

Góð helgi, smá stress en skýrist allt

Fór með börnin í sveitina um helgina og við áttum notalega stund eins og lög gera ráð fyrir. Veðrið var nú reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir í upphafi, en svo brast á með blíðu í gær (annan í Hvítasunnu), og þá skelltum við okkur í lónið. Það var ekkert að gera þar þrátt fyrir algera steik. Þetta var dásamlegt. Daginn áður slapp veðrið s.s. fyrir horn og þá nýtti ég tækifærið og hjólaði hringinn þar sem ég var nú með hjólið með mér. Var 1:22 mínútur að hjóla hringinn þrátt fyrir að hafa verið með blástur í fangið meira og minna að Garðsgrundunum, þannig ég held að það sé bara ágætt. Annars er maður búinn að æfa þokkalega vel og maður sér og finnur alltaf smá mun á sér með tímanum. Segi það en og aftur; maður er að komast að því betur og betur hvað þetta er mikið langhlaup. Og maturinn.... tja, ét nú í heildina sæmilega hollt en hef ekki nennt að vera á Ketó. Ég er þó nokkuð harður á 16:8 föstu og finnst það mjög gott. Nú eru börnin farin til Guðrúnar og ég verð því einn það...

Draumar

Ég er búinn að vera að horfa á Sopranos upp á síðkastið og hef haft gaman að. Ævisaga Carl Jung og eitthvað sálfræðigrúsk gefur þáttunum aukna vídd, því eins og margir muna eflaust eftir, þá hittir Tony reglulega sálgreininn Dr. Melfi sem af veikum mætti reynir að koma honum í tengsl við tilfinningar sínar með von um að hjálpa honum eitthvað. Í þessum tímum koma fram ýmis kunnulega stef, draumráðningar og upprifjun atvika úr barnæsku. Til hliðar við þetta hef ég haldið áfram að reyna að spóla mig í gegnum ævisögu Jung en það gengur s.s. ekki hratt hjá mér. Þungir kaflar um undirmeðvitundina, frumgerðir, táknmyndir og drauma eru margir illskiljanlegir. Ég er annsi hræddur um að það væri margra ára vinna að ná einhverjum botni í það sem maðurinn var að fara. En maður nær alltaf smám saman tenginum og heildarmyndin skýrist eitthvað. Eitt af því sem ég hef tekið eftir er að þegar ég hef verið að lesa kafla um drauma sem urðu mjög þýðingamiklir fyrir Jung, þá hefur það gjörbreytt hjá mé...

Druslur

Ég var að kíkja inn á FÍB heimasíðuna til að skoða kostnað við rekstur bifreiðar. Miðað við bíl upp á 2,8 milljónir og 15.000 km akstur á ári er kostnaður 97 þúsund krónur á mánuði þegar tekið er tillit til vaxtakostnaðar og verðrýrnunar. Þetta eru því 1.166.000 krónur á ári. Ég prófaði að fara yfir þetta og reikna með því að maður keypti druslu á 200 þúsund og sleppti þá vaxtakostnaði og verðrýrnun. Þá er maður í ca. 47-50 þúsund á mánuði ef maður lendir ekki í neinum stóráföllum. Kostnaður á ári gæti því numið 500 til 600 þúsund krónum. Ég er að bíða eftir niðurstöðum úr greiðslumati hjá lífeyrissjóð og þar reikna ég með að vera áfram bíllaus. Ég er í þeirri stöðu að ég hef ekki efni á því að bæði reka bíl og borga af fasteign. Að sleppa bíldruslunni er í raun eins og að fá ríflega kauphækkun, þó því fylgi aukið flækjustig. Ég skilaði bílnum í gær sem við vorum með á vetrarleigu. Ég var búinn að kvíða því aðeins en maður er fljótur að skipta um "mindset" og ég fann ek...

Skítakuldi og leiðindi.

Ég leyfi mér að efast um að það þjóni almennt miklum tilgangi að þusa yfir veðrinu. Það er allavega andstætt öllum straumum í núvitundarfræðum sem nú tröllnauðga öllu. En veðrið er ömurlegt, bara svo það sé sagt. Og samkvæmt spánni, þá er það ekkert að fara að breytast. Ég spái köldu sumri. Reyndar eiginlega ekki sumri, heldur meira svona léttum vetri á vitlausum árstíma. Honum fylgja almenn leiðindi, einn horaður ísbjörn með gyllinæð kemur á land á Skaga og mikið þunglyndi verður norðan heiða. Þetta verður rothöggið fyrir ferðaþjónustuna sem nú þegar á undir högg að sækja. Ferðamenn flýja til sinna heima eftir kalt frí og segja "Farið aldrei til þessa hræðilega lands- við erum langt komin með ævisparnaðinn eftir vistina þarna, kalin á líkama og sál". Við sem þjóð reynum í örvæntingu að leita aftur í gömlu góðu grunnatvinnuvegina en loðnan er dauð, þorskurinn helskjúkur af laxalús og enginn vill borga almennilegt verð fyrir kindakjöt þar sem allir eru orðnir vegan. Þá...

Jebb

Mynd
Út um gluggann á Hobby-do. Það hefur s.s. ekki margt á daga mína drifið um helgina. Eftir þessa allsherjar tiltekt fannst mér ég hafa löggilta afsökun til þess að gera mest lítið. Búinn að rúlla í gegnum einhverja Soprano þætti, éta nammi, éta ís og borða ágætis mat. Í gær skellti ég mér líka í langan göngutúr út í Kjarnaskóg sem var ágætt. Já og í morgun skellti ég mér í crossfit og ákvað svo að fara heim og reyna að halda áfram að éta úr skápunum og frystinum til að spara pening. Náði að skrapa saman í dýrindis linsubaunasúpu með kóríander, hunangi og hvítlauk. Síðan fór ég í frystinn og fann frosna leggi og folaldagúllas til að gefa börnunum á morgun. Lífið er matur. Síðan ætlaði ég að reyna að fara í gegnum einhverja kassa af skissum og málverkum og grisja úr versta ruslið svo ég þurfi ekki að flytja þetta allt milli staða. Ég hafði séð fyrir mér að þetta væri 80% eitthvað sem mætti missa sín en ég gafst fljótega upp og henti engu. Kannski var þetta ekki eins slæmt og mig min...

Drasl

Ligg upp í rúmi og finnst ég þurfi að kvitta hér áður en ég geng út í daginn. Umferðin fyrir utan gefur til kynna að hlutirnir séu farnir að gerast og mér finnst ég þurfi að standa á lappir og hefjast handa. Við eitthvað. Það er kalt úti, 3°C en frekar kyrrt. Var að spá í að hjóla í dag eða fara í ræktina en hugsa að ég bara taki mér alveg frí. Það er fljótur að fara sjarminn af götuhjólreiðum þegar það er skíta kuldi. Svo hefur maður líka gott af því að hvíla sig stundum. Í gær tók ég húsið í nefið þegar ég var búinn í vinnunni. Skúraði, þurrkaði af og þvoði þvott. Eftir það byrjaði ég að fara í gegnum dót og henda. Flýta fyrir mér ef við náum nú að selja. Þetta var í rauninni nokkuð furðuleg lífsreynsla. Ég hafði ekkert kviðið þessu neitt sérstaklega en þetta var samt frekar sárt. Allskyns hlutir kveiktu upp minningar; allt frá kökuskrauti í eldhúsinu til einhverra hluta sem tengdust brúðkaupinu okkar. Það er skrítið hvernig minningar geta hlaðið tilfinningum í hlutina. Á mað...