Áfram gakk...
Mitt annað heimili þessa dagana. Ætla ekki að kafa djúpt í einstaka æfingar en ég fékk rosalega jákvæð viðbrögð frá Ingvari þegar við gerðum upp síðustu viku. Ég var búinn að dansa á brúninni á veikindalínunni nokkuð lengi en náði að halda mér réttu megin og klára allar æfingar. Og ég kláraði þær ekki bara, heldur negldi ég þær allar nokkurnveginn fullkomlega. Þetta er gaman þegar gengur vel og ég vonandi held áfram að bæta mig. Það er hrikalega þægilegt að setja traust sitt á einhvern annan og hætta að þurfa að hugsa um hvað maður gerir. Bara kíkir á Training Peaks, gerir það sem manni er sagt og treystir að það muni virka. Vikan sem er að byrja er örlítið auðveldari en sú síðasta en ég bæti kannski klukkutíma við á sunnudaginn ef þannig verður gallinn á mér. Ég fór í ræktina í gær (mánudag) og er með strengi eftir að hafa tekið hnébeygjur. Ég fann aðeins fyrir því í dag en vona að ég verði búinn að jafna mig á morgun því það er keppnisæfing þá. Skammturinn minn fyrir tveggja tíma hjó...