Fimmtudagur til gleði
Ég man þegar ég lá yfir fréttum, pólitískum argaþrasþáttum og var hreint ekki sama um stöðuna í heiminum. Skráði mig í stjórnmálaflokka, náttúruverndar- og menningarfélög. Skrifaði lærða pistla á Facebook þar sem ég reyndi að sá fræjum sannleikans eða svara póstum og röngum fullyrðingum hálvita. Reyndi að snúa þeim. Allt án árangurs. En síðan ákvað ég bara að leggja árar í bát og hætta að pína mig á þessu. Núna finn ég allt sem ég þarf að vita inni á Smartland. Núna kýs ég bara á 4 ára fresti og það er mitt innlegg í að bæta heiminn. Það versta er að ég er löngu búinn að átta mig á því að það skiptir engu máli hvað maður kýs. Einu sinni trúði ég að VG myndi bjarga heiminum ef þeir kæmust að kjötkötlunum. Verum áhorfendur af öllu ruglinu, gefum upp væntingar okkar til mannkynsins og látum okkur vera drullu sama um útkomuna. Það er svo frelsandi. https://www.youtube.com/watch?v=kAQS7BzRW_k Kveðja, Bjarni