Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2023

Fimmtudagur til gleði

Ég man þegar ég lá yfir fréttum, pólitískum argaþrasþáttum og var hreint ekki sama um stöðuna í heiminum. Skráði mig í stjórnmálaflokka, náttúruverndar- og menningarfélög. Skrifaði lærða pistla á Facebook þar sem ég reyndi að sá fræjum sannleikans eða svara póstum og röngum fullyrðingum hálvita. Reyndi að snúa þeim. Allt án árangurs. En síðan ákvað ég bara að leggja árar í bát og hætta að pína mig á þessu. Núna finn ég allt sem ég þarf að vita inni á Smartland.  Núna kýs ég bara á 4 ára fresti og það er mitt innlegg í að bæta heiminn. Það versta er að ég er löngu búinn að átta mig á því að það skiptir engu máli hvað maður kýs. Einu sinni trúði ég að VG myndi bjarga heiminum ef þeir kæmust að kjötkötlunum. Verum áhorfendur af öllu ruglinu, gefum upp væntingar okkar til mannkynsins og látum okkur vera drullu sama um útkomuna. Það er svo frelsandi. https://www.youtube.com/watch?v=kAQS7BzRW_k Kveðja, Bjarni

PB í fjallið og geggjað samhjól á sunnudegi ☀️

Mynd
Frábær hópur á Fosshóli. Myndin er "screen shot" af Strava og því í lélegum gæðum. Ég byrja á öfugum enda- í samhjóli sem var í gær, sunnudag. Við fórum frá Hofi 26 manna hópur og hjóluðum í Fosshól þar sem við fengum súpu, kaffi og kökur. Við Harpa héldum okkur í fremsta hópi mest allan tímann og það var þokkaleg keyrsla. Ég notaði líka tækifærið og tók ágætlega á því upp Víkurskarðið í báðar áttir. Ég var ekkert að klára mig en bætti samt bestu tímana mína þarna upp sem var alveg gaman. En þetta var að öllu leiti frábær ferð, félagsskapurinn góður og það rættist ótrúlega úr veðrinu. En ég verð líka að viðurkenna að ég var þreyttur eftir þetta í gær og eins og haugur í vinnunni í dag. Ferðirnar mínar frá Hlíðarbraut upp í Skíðahótel síðan 2017. Það er alveg stígandi í þessu. Á föstudaginn gerði ég atlögu að fjallinu eins og ég kom inn á í síðasta pistli. Ég talaði um að ég yrði sáttur við 19:00 mínútur (alla leiðina) en ég náði því ekki alveg. Þessi tilraun kom mér samt á al...

Tvær flugur í einu höggi.

Mynd
Segment dagsins- frá Hlíðarbraut upp í Skíðahótel (blátt). Topp 10 listi ársins en ekki "All Time". Vaknaði eldsnemma í morgun, fékk mér staðgóðan morgunverð og hlammaði mér svo hér í sófann til að setja smá á blað um verkefni dagsins. Eftir vinnu ætla ég að taka PB tilraun upp í fjall- með smá tvisti. Upprunalega ætlaði ég að bæta tímann minn  Glerá - Skíðahótel um eina og hálfa mínútu í sumar og fara úr 17:00 niður í 15:30 og þar með fara á topp 20 lista yfir hröðustu tíma frá upphafi þar upp.  Glerá - Skíðahótel, þarna sést að segmentið (blátt) byrjar mun seinna en hitt. Málið er hinsvegar að flestir sem eru að horfa á bestu tímana  upp í fjall eru að horfa á lengra segment, þ.e. alveg frá Hlíðarbraut og upp. Ég ætla því að freista þess að gera eins vel og ég get alla leið upp á sama tíma og ég reyni að ná tímanum mínum Glerá - Skíðahótel niður um 1,5 mínútur í leiðinni. Ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvernig þetta mun ganga. Eins og ég set þetta upp þá ætla ég að ta...

Staðan

Mynd
Á meðan ég var enn á lífi. Nú er rykið aðeins farið að setjast eftir Orminn og ég er hættur að fá þessi þrálátu endurlit af mómentinu sem ég áttaði mig á því að ég væri í djúpum skít og hefði leikið af mér. En maður veit ekkert hvað hefði gerst og óþarfi að pína sig of mikið. Ef og hefði..... En kannski er það góðs viti að mér sé ekki alveg sama og sé ennþá staðráðinn í að bæta mig og gefast ekki upp. Ég er byrjaður að taka saman uppgjör fyrir árið en birti það sennilega ekki fyrr en ég hef gert atlögur að PB fyrir Skautasvellsbrekkuna og Hlíðarfjall. Síðan er ég að gæla við hvort ég reyni að ná kórónunni fyrir brekkuna upp í gegnum Kjarnaskóg. Ég er búinn að hjóla rúmlega 80 km síðsutu 2 daga og kannski óþarflega hart ef ég ætla að reyna að fara í einhverjar PB bætingar. En ég var s.s. búinn að ákveða að hjóla eins mikið og mig langaði ef veður væri gott. Ég er búinn að hjóla að meðaltali 32 km/dag þennan mánuðinn og það er mjög svipað og ég hef verið að gera í sumar. Mánðurinn mun en...

Ormurinn 2023 - uppgjör.

Mynd
Startið- það mætti halda að ég sé eitthvað bugaður, en svo var nú ekki. Mér finnst eitthvað við þessa mynd sem Wiktor Stankowiak tók. Jæja þá er síðasta mót ársins og ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið svekktari eftir mót. Þetta var í þriðja skiptið sem ég keppi í Orminum og eins og margoft hefur komið fram hérna á blogginu þá er þetta uppáhalds keppnin mín og brautin hentar mér vel. Þetta mót var í efsta forgangi hjá mér í sumar og markmið að vera á palli. Meira um það hér á eftir. Kort og "hæðarprófíll af brautinni. Farinn er rangsælis hringur um Löginn. Brautin Ræst er rétt sunnan við N1 á Egillstöðum og stefnt í norður yfir brúnna að Fellabæ. Þar er beygt í vestur í gegnum Fellabæinn og farið inn á Upphéraðsveg (F931) og hjólaði upp með fljótinu. Þegar komið er að Fljótsdalsbrúnni er farið yfir og svo liggur leiðin aftur til baka í gegnum Hallormsstaðaskóg. Brautin er 68 km löng og með ca. 660 metra hækkun. Hækkanirnar eru hinsvegar mest styttri brekkur og margar þei...

Held ég hafi sloppið fyrir horn....

Mynd
Haribo Eggin  Ég var aðeins að skrifa eitthvað um nammihlaup hérna um daginn sem ég hef aðeins verið að taka með mér á hjólið. Ég bar saman kolvetnainnihaldið í því við orkugelin sem maður hefur verið að kaupa og reiknast til að úr einum pakka af spæleggjum, sem kostar um 300 kr., fái maður sama magn af kolvetnum og úr fimm SiS gelum. SiS gel kostar minnir mig um 250 kall og þetta er því næstum 5 sinnum ódýrara.  Gelin hafa samt kosti umfram nammið. Þau skila sér hraðar út í meltinguna, innihalda meiri vökva og "réttara" hlutfall af mismuandi sykrum (frúktósi, glúkósi, súkrósi, maltodextrin). Þau innihalda líka oftast sölt sem er mikilvægt þegar maður er að svitna mikið. Eggin koma aldrei í stað orkugels þegar maður er að keppa en eru frábær kostur til að spara pening þegar maður nennir ekki að taka með sér alvöru mat. Maður þarf bara að passa að taka með allavega einn brúsa með söltum líka þegar maður er að fara mjög langt. Í síðasta pistli var ég að hafa áhyggjur af því að ...

Mu Mu

Mynd
Við malbiksendann austan megin í Eyjafirði hjá Rútsstöðum og Lækjargili - póstkassinn er til fyrirmyndar. Var að klára fundi í Reykjavík og er þurrausinn. Kapút. Var að spá í að halda áfram að vinna fram að flugi en held að ég komi mér bara eitthvað út. Veit reyndar ekkert hvað ég á af mér að gera? Dettur ekki neinn í hug sem verðskuldar heimsókn frá mér og allir eru alltaf svo uppteknir hvort sem er. Ætli ég endi ekki bara á því eins og alltaf að fara í hjólabúð og kaupa ekki neitt og labba svo 2 hringi í Kringlunni og kaupa ekki neitt. Rosalega sorglegt. Eftir frekar erfiða æfingu á laugardaginn þar sem ég tók brekkuspretti og fór upp í Skíðahótel, þá var ég úti að skíta á æfingunni í gær. Við Harpa fórum í rólegan túr fram í fjörð og ég var eitthvað voðalega þreyttur og púlsinn fór ekki upp. Þar að auki hef ég verið óvenjulega lítið spenntur fyrir því að fara út að hjóla. Þetta eru allt viðvörunarljós um að maður hafi verið á óþarflega miklu álagi og þurfi hvíld.  Ég á frekar er...

Æfingar fram að móti - "tapering", matur ofl

Mynd
Síðustu tvær vikurnar fyrir Orminn.  Mig langaði bara að henda hérna inn smá pælingum varðandi æfingar síðustu tvær vikurnar fyrir Orminn. Tour de Ormurinn er 100% uppáhalds keppnin mín og því er ég að leggja mig allan fram um að æfa eins vel og skynsamlega og ég get fyrir þessa keppni. Það er svolítið erfitt að vera mótíveraður í þetta núna svona seint á tímabilinu því ég væri alveg eins til í að vera bara að hjóla eins mikið og ég get (veðrið hefur verið fínt) og reyna að bæta bestu tímana mína upp einhverjar brekkur. Það er ekki til neitt gott orð yfir „tapering“ á íslensku svo ég viti en það getur þýtt að skerpa. Þetta er ferlið sem ég er í núna. Tapering tímabil er þegar maður skrúfar niður í æfingamagninu en eykur aðeins við ákefðina til að auka/viðhalda snerpunni en jafna sig á álaginu  á móti (hvíld). Hlaði maður vel upp álagi í aðdragandanum og geri þetta rétt, þá toppar maður í kjölfarið. Og það er list að gera það á réttan hátt og á réttum tíma. Eitthvað sem ég er b...

Matarpælingar

Mynd
Kvöldmaturinn í kvöld var bæði hugsaður út til að vara hollur og til að spara. Ávextir, egg og hafragrautur með hnetusmjöri og rúsínum. Prótein, fita, kolvetni, trefjar og fullt af vítamínum. Mataræðið hefur verið skánandi hjá mér upp á síðkastið eftir heldur mikið sukk í sumarfríinu. Ég hef verið að léttast hægt og rólega en ég er líka búinn að bæta jafnt og þétt í æfingar sem gæti haft sín áhrif. Ég hef sem fyrr einbeitt mér að því að borða "í kringum" æfingarnar. Fara vel kolvetnahlaðinn af stað og passað mig á því að fá mér alltaf að borða þegar ég kem heim. Þetta minnkar líkurnar á því að maður missi sig í eitthvað rugl á kvöldinn og gefur manni orku til að klára æfingarnar skammlaust.  Ég borða sem fyrr alltaf eitthvað hollt alla daga og passa að ég fái kolvetni, fitu og prótein. En síðan hefur maður aðeins verið að missa upp í sig nammidrasl og snakk, sérstaklega þegar maður hefur tekið erfiða æfingu. Þá segir maður við sjálfan sig að maður hafi hvort sem er brennt svo...

Vikan dauðrotuð með Gran Fondo

Mynd
Fámennt samhjól en góðmennt, fv. Sóley Svans, Garðar Kári, Silja, Unnsteinn og Anna Lilja. Ég var búinn að ákveða að hjóla langt í dag ef veður leyfði og það gerði það svo sannarlega. Ég ákvað að tékka á samhjóli HFA en hafði s.s. grun um að mætingin yrði ekkert rosaleg. En það var góðmennt. Við tókum þetta frekar rólega, veðrið var frábært, við róteruðum fram og aftur og maður náði góðu spjalli við alla. Það var sérstaklega gaman að tala við Silju um ferðina hennar á heimsmeistaramótið um næstu helgi. Ég veit ekki alveg hvernig mér liði ef ég væri að fara að keppa við Remco Evenepole, Mathieu van der Poel og Tadje Pogacar. Það er erfitt að ná utan um þetta en þarna fær hún að keppa við allar stjörnunar sem hún lítur upp til. Geggjað. Eftir samhjólið ákvað ég svo að halda áfram, fór fram fjörð austanmegin, yfir hjá Hrafnagili og svo heim. Þetta voru 101 km sem ég fór og mér leið s.s. ágætlega en var aðeins farinn að dala eftir 70 km. Þá henti ég í mig restinni af því sem ég var með að ...

Of fáir svona túrar

Mynd
Ég, Jóhann og Þórunn Erla frænka mín. Það er ein regla sem er mikilvægt að fylgja og það er að taka frídagana á hjólinu heilaga. Stundum er gott að liggja bara sem mest fyrir allan daginn en það er líka alveg í lagi að hjóla smá ef maður er dauðrólegur. Fer eftir því hvað maður er grillaður. Einn kosturinn við að taka stuttan og auðveldan túr er að manni líður oft betur andlega og er ferskari daginn eftir. Veðrið í dag var svo gott að ég ákvað að hjóla í rólegheitum út í Hrafnagil. Ég hjólaði svo rólega að eldri hjón á rafhjólum tóku fram úr mér. Það var pínu erfitt að sitja á sér en ég náði að hemja mig. Mér leið ótrúlega vel og naut þess bara að horfa í kringum mig og hlusta á podcast. Einbeitti mér að stöðunni á hjólinu og andardtrættinum. Hjartsláttur og vött voru í sóni 1 allan tímann og það er langt síðan mér hefur tekist að taka hreinræktað recovery ride. Ég ákvað svo að fá mér kaffi í Jólahúsinu og þar hitti ég Þórunni frænku og Jóhann. Við áttum notalegt spjall og það var gama...

Frábært veður í gær og fín æfing

Mynd
Kýrin hennar Beate komin upp við Saurbæ. Stórkostlegt listaverk. Í gær ætlaði ég taka 2 tíma rólegt endurance en endaði á því að keyra hraðann óþarflega mikið upp. Ástæðan var annarsvegar sú að veðrið var alveg frábært og því auðvelt að halda hraða og svo leið mér bara fjandi vel. Ég fór fram að malbiksenda og á leiðinni til baka var ég staðráðinn í að lengja upp í 100 km og stoppaði á Smámunasafninu til að kaupa smá aukaorku (marsipansúkkulaði). En þegar ég fór að nálgast Grund fann ég að ég var aðeins að dala og ákvað að fara bara beint heim og eiga eitthvað á tanknum. Þetta endaði sem rétt rúmlega 70 km, 1700 kgcal, 125 TSS og meðalhraði 31,6 km/klst. Vikan á Training Peaks. Ég er að fara töluvert langt fram úr áætlun þessa dagana en á eftir 2 vikur til að skrúfa niður og jafna mig. Ég var búinn að ákveða að hvíla í dag (laugardag) en ef veðrið verður svona ljúft og gott er ég að spá í að taka mjög rólegt recovery út í Hrafnagil seinnipartinn. Á morgun stefni ég svo á 3-4 klst. róle...

Tvær ágætar æfingar

Mynd
2 x 20 mínútna threshold upp í Skíðahótel í dag. Alltaf gaman að negla vöttin svona nákvæmlega. Ég er búinn að taka tvær æfingar síðan ég fór í styrktarsamhjólið og ég er bara nokkuð ánægður með þær miðað við hvað ég var eitthvað flatur og þreyttur þegar ég fór af stað. Í gær tók ég einn Eyjó og endaði á að taka 5 x 1mín spretti á 400 - 480 w í brekkunni upp að Leifsstöðum. Ég var að drulla á mig alveg fram að sprettunum en lét á þetta reyna og var bara nokkuð ánægður. Æfingin var 38 km í heildina, 951 cal og 110 TSS. Ég er búinn að skipta út orkugeli á erfiðum æfingum fyrir nammi-gúmmí. Þetta er að virka ágætlega en það fer ægilega í taugarnar á mér hvað maður er lengi að japla á þessu og koma þessu niður. Maður þarf helst að stoppa og vont að gera þetta undir álagi. Þetta er miklu ódýrara og gerir það sama, en ég veit ekki alveg hvort ég nenni þessu. Í dag ákvað ég svo að taka 2 x 20 mínútna threshold á ca. 250 w upp í Skíðahótel. Það var eins í dag eins og í gær, ég var þreyttur þeg...

Vikan og næstu orustur

Mynd
Harpa að hjóla á Hlíðardal, Námafjall í baksýn. Við Harpa og börnin áttum fínustu daga í Mývatnssveit um helgina, hæfileg blanda af slökun og hjóleríi. Við fengum eiginlega alveg ótrúlega gott veður en það var s.s. ekki úr háum söðli að detta. Á laugardaginn var stafalogn um morguninn og hiti á bilinu 12- 14°C. Við hjóluðum upp í Kröflu og til baka. Harpa var að taka tempó-æfingu en ég fylgdi bara á eftir og reyndi að halda mér frekar róelgum. Við fórum svo í sund á laugum seinnipartinn og svo elduðum við 3 heila kjúklinga ofaní mannskapinn um kvöldið. Túristi í eigin landi. Á sunnudaginn tókum við svo hringinn í kringum vatnið með viðkomu í Dimmuborgum. Stafalogn annan daginn í röð og ekki svo mikið af flugu. Umferðin var frekar róleg og svo mikil tilbreyting að geta léttilega haldið +30km/klst án þess að vera að mænuslíta sig. Í gær (mánudag) var styrktarsamhjól Akureyrardætra og við hjóluðum með hópnum fram að Hrísum þar sem við borðuðum grillaðar pylsur, smt. 65 km. Það var meðvind...