Vikuuppgjör
Stopp í Lindinni til að hringja, pissa og fá smá hita í puttana. Þá er hvíldarvikan búin og ástandið á mér þokkalegt. Ég er reyndar búinn að vera með smá hausverk og pirring í hálsinum síðustu daga á kvöldin og morgnana. Þegar við Brynleifur kíktum út á Lundarskóla í körfu í morgun þá var ég líka eitthvað hálf druslulegur. En ég fór svo heim, hjólaði og tók æfingar og er bara þokkalegur. Ég fæ núna einn hvíldardag í viðbót (mánudagur) og svo tekur við síðasta alvöru vikan áður en fyrsta bikarmótið kemur. Í því sambandi er ég búinn að vera að stilla af æfingarnar og vona að það komi ekkert upp á hjá mér svo ég nái að halda plani. Vikan fyrir mót verður mest rólegt endurance og kannski smá tabata (sprettir) en þetta mót er ekki í forgangi hjá mér og því verður aðal áherslan bara að vera úthvíldur. Síðasta vika hjá mér. Hvíldarvikan hjá mér byrjaði á mjög rólegu hjóli í klukkutíma og svo teygði ég vel og gerði upphífingar, armbeygjur og planka. Næst tók ég annan hvíldardag þar sem ég var ...