Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2023

Vikuuppgjör

Mynd
Stopp í Lindinni til að hringja, pissa og fá smá hita í puttana. Þá er hvíldarvikan búin og ástandið á mér þokkalegt. Ég er reyndar búinn að vera með smá hausverk og pirring í hálsinum síðustu daga á kvöldin og morgnana. Þegar við Brynleifur kíktum út á Lundarskóla í körfu í morgun þá var ég líka eitthvað hálf druslulegur. En ég fór svo heim, hjólaði og tók æfingar og er bara þokkalegur. Ég fæ núna einn hvíldardag í viðbót (mánudagur) og svo tekur við síðasta alvöru vikan áður en fyrsta bikarmótið kemur. Í því sambandi er ég búinn að vera að stilla af æfingarnar og vona að það komi ekkert upp á hjá mér svo ég nái að halda plani. Vikan fyrir mót verður mest rólegt endurance og kannski smá tabata (sprettir) en þetta mót er ekki í forgangi hjá mér og því verður aðal áherslan bara að vera úthvíldur. Síðasta vika hjá mér. Hvíldarvikan hjá mér byrjaði á mjög rólegu hjóli í klukkutíma og svo teygði ég vel og gerði upphífingar, armbeygjur og planka. Næst tók ég annan hvíldardag þar sem ég var ...

Brekkur

Mynd
Skautasvellsbrekkan, eitt af markmiðunum mínum fyrir sumarið tengist henni. Ég var búinn að ætla að hjóla inni í gær en eins og stundum áður síðustu vikur þá var veðrið ekki eins slæmt og ég hafði búist við. Ég ákvað að taka rúll um bæinn og spýtast upp einhverjar random brekkur og láta lappirnar aðeins finna fyrir því. Ég hef ekki verið nægilega duglegur að taka alvöru spretti og ég elska svona "æfingar". Ég byrjaði að fara tvisvar bröttu brekkunni á leiðinni upp í Súlur (Malbikunarstöð) en lét það svo gott heita þar sem mér fannst ég eitthvað hálf krumpaðu. Þaðan fór ég svo niður í skautasvellsbrekku og tók eina ferð upp. Ég byrjaði frekar rólega þar sem ég ætlaði s.s. ekkert að reyna að bæta tímann minn en endaði svo á því að taka vel á því. Kannski aðeins of vel. Ég tók 14 sekúndur af besta tímanum mínum þarna upp en ég held að hafi í bjartsýni sett mér markmið um bætingu upp á 30 sekúndur í sumar, sem myndi skila mér KOM (King Of the Mountain). Ég reyndar held að það sé ...

Vika í sól

Mynd
Harpa á ferðinni við Gásir. Það lítur út fyrir að það verði einhver bið á frekara útihjóli. Sæmilegt veður á miðvikudaginn eftir viku samkvæmt Norsurunum. Hjá mér er hvíldarvika í fullum gangi eftir þrjár frekar krefjandi vikur. Ég slappaði alveg af á mánudaginn en í gær hjólaði ég klukkutíma inni mjög rólega og gerði svo æfingar og teygjur í 40 mínútur. Ég var ekki alveg upp á mitt besta en það er líka eðlilegt þegar líkaminn hættir að framleiða sín "náttúrulegu verkjalyf" og fer að endurbyggja vefi og lagfæra sig. Það er ekkert óvenjulegt að vera frekar druslulegur fyrstu dagana í hvíldarviku en svo kemur maður tvíefldur til baka ef allt er eins og það á að vera. Framundan þessa vikuna eru frekar rólegar æfingar með smá sprettum, meiri teygjur og svo bara almenn afslöppun. Ég er ekki búinn að gera upp við mig hvort ég taki annan hvíldardag í dag eða hendi mér aðeins á hjólið núna á eftir. Spáin síðustu daga og fram í næstu viku hefur ekki verið góð en það rætist nú oft úr þ...

Kalt en sól ☀️

Mynd
Ég og Harpa á Hjalteyri í dag. Spáin leit ekki vel út fyrir helgina og maður var búinn að búast við að  þurfa að hjóla inni. Það rættist þó úr þessu og við skelltum okkur út bæði í gær og í dag. Í gær skellti ég mér upp í fjall og tók 3x16 mínútna threshold æfingu og í dag hjóluðum við Harpa út á Hjalteyri. Það var ekki mikill lofthiti en sólin skein og það bærðist ekki hár á höfði. Að öðru leiti var þessi helgi bara alveg dásamleg. Í gær var smá kaffiboð hjá Hörpu og í dag komu Hanna Kata, Davíð og stelpurnar í vöfflukaffi. Við kíktum líka öll út á körfuboltavöll og fórum í asna og stinger.  Síðan erum við Brynleifur búnir að vera að spila NBA í Playstation, horfa á hápunkta úr úrslitakeppninni og svo horfðum við á Space Jam 2 með Lebron James. Við keyptum líka nýjan körfubolta og Brynleifur er búinn að hanga úti velli meira og minna. Hann er orðinn körfuboltasjúkur og við erum alveg að bonda í þessu. Frábært að finna eitthvað sem við getum gert saman. Í gær fórum við á Glerá...

Brekkur og munurinn á inni- og útiæfingum.

Mynd
Ein af mörgum ferðum upp í skíðahótel. Hin fullkomna brekka fyrir threshold æfingar. Við búum svo vel að því hérna norðan heiða að hafa fullt af góðum brekkum til að æfa okkur í. Ef maður er að taka erfiðar æfingar úti getur verið mjög erfitt að taka þær á flatlendi. Ef maður þarf t.d. að halda 250-300 vöttum lengi þá er maður kominn á yfir 40 km/klst og lítið má bregða út af svo maður truflist ekki. Umferð, beygjur, stuttar brekkur, umferðaljós og annað gera það að verkum að maður þarf að hægja, skipta um gír eða jafnvel stoppa. Þær 4 brekkur sem ég nota mest til að taka æfingar hérna á Akureyri. Ég á nokkrar uppáhaldsbrekkur sem ég fer reglulega í til að taka æfingar: Víkurskarðið er sennilega uppáhalds brekkan mín. Þar er maður kominn út úr mestu umferðinni, leiðin er falleg og vegurinn góður (ennþá). Gallinn er náttúrulega að maður þarf að hjóla 22 km til að komast þangað. Að vestan er klifrið 4,75 km, hækkun 291 m og meðalhalli 6,2%. Upp að austan er minni hækkun, 3,21 km og 5,7% ...

Hressilegur sunnudagur

Mynd
Langa endurance æfing vikunnar var 03:21 klst og 231 TSS. Ég átti langa endurance æfingu í dag og þar sem dagurinn var frekar þétt planaður þá vaknaði ég fyrir átta í morgun og fór að hafa mig til. Ég lagði af stað að heiman klukkan 08:30 og fór í gegnum Naustahverfi, Kjarnaskóg, Hrafnagil og hjólaði út að malbiksenda að vestan sem er nokkuð sunnan við Smámunasafnið, 35 km frá Akueyri. Síðan fór ég til baka, yfir brúnna hjá Hrafnagili og út að malbiskenda að austan líka. Þaðan fór ég svo til baka með smá viðbót til að ná í 100 km.  Það var frekar kalt og smá þokuslæðingur þegar ég lagði upp en svo fór heldur að birta til þó sólin hafi aldrei farið að skína. Mér var svolítið kalt á höndunum og á táslunum öðrumegin en það var s.s. ekkert að drepa mig. Það var lítil umferð og því notalegt að bruna um sveitirnar. Fuglalífið er að taka við sér, gæsir í túnum og orðið býsna vorlegt. Þó ég hafi verið snemma á ferðinni þá sá ég samt nokkra hjólara. Tók framúr einum gömlum á rafmagnshjóli s...

Fimleikafjör

Mynd
Dagbjört tók þátt í Akureyrarfjöri í fimleikum í gær. Þetta er kallað mót en ekki valið í sæti, allir fá verðlaun, allir eru sigurvegarar og gleðin er ósvikin.  Dagbjört Lóa er nú á öðru árinu sínu í fimleikum og þetta hefur gengið ótrúlega vel. Eftir að hún byrjaði hefur hún aldrei beðið um að prufa einhverja aðra íþrótt, aldrei beðið um að hætta eða fá að sleppa við æfingar. Ég hafði heyrt misjafnar sögur af fimleikum fyrir börn en FIMAK gerir þetta ótrúlega vel. Þetta snýst ekki um árangur og afrek (ekki ennþá allavega), engin pressa varðandi búning eða annað. Þetta er fyrst og fremst leikur og gleði. Samt sem áður er regla, agi og farið fram á snyrtimennsku og kurteysi. Að lokum er þetta náttúrulega ótrúlega góðar æfingar fyrir líkamlegan styrk og liðleika. Nóg um það. Nú er ég á kafi í laugardagsrútínunni með bolla af kaffi uppi í rúmi að hlusta á Reki með KK. Þegar ég vaknaði klukkan 07:30 í morgun var hitinn rétt um 3°C en nú sýnist mér hann vera kominn upp í 7°C og það ætti...

Gangurinn í þessu

Mynd
Brúin við Hrafnagil, séð í norður.   Eftir frekar krumpaða byrjun á vikunni sem útskýrðist af líkamlegri þreytu og andlegri bugun á því að vera aftur mættur til vinnu eftir 10 daga frí (Post-Vacation Depression is a thing) þá er þetta held ég allt á réttri leið. Það er mun léttara yfir mér í dag og mér finnst ég vera aðeins að ná utanum hlutina. Eftir að hafa skitið á mig á VO2 max æfingunni á mánudaginn var ég ekki alveg viss um hvernig mér gengi að jafna mig og halda dampi út vikuna. Ég var farinn að óttast að ég hefði farið allavega með aðra löppina fram af brúninni. En ég virðist hafa náð að bjarga í horn með því að breyta plönum og taka recovery æfingu í staðinn (hefði líka geta hvílt alveg).  Eftir vinnu í gær tók ég örlítið minni útgáfu af VO2 max æfingunni og kláraði hana fínt í þetta skiptið. Púlsinn var reyndar aðeins lægri en síðast þegar ég tók hana sem gæti bent til uppsafnaðrar þreytu.  En heildarplön vikunnar breytast örlítið frá upprunalegri áætlun. Ég fæk...

Erfið vika ruglar þá næstu

Mynd
Hin heilaga þrenning í Lindinni á laugardaginn. Ég lokaði vikunni í gær með liðkunaræfingum, upphífingum, magaæfingum og einhverju fleira. Ég var reyndar að velta því fyrir mér hvort ég ætti bara að vera alveg slakur en það var bara orðið óþarflega langt síðan ég gerði eitthvað annað en að hjóla. Við Harpa fórum svo í Mývatnssveit seinnipartinn í gær og borðuðum páskamat með mömmu og co. Á laugardaginn tók ég 3 klukkustunda endurance æfingu úti og það var alveg ógeðslega næst. Ég reyndi að halda mér í kringum 150 vött og leið mjög vel allan tíman. Ég fór rétt tæpa 90 km og passaði mig að troða vel í mig af orku á leiðinni. Hápunkturinn var að stoppa í Lindinni og troða í sig pylsu, Snickers og Powerrade. Það er svo margfalt auðveldara að taka svona langar æfingar úti og ég krossa fingur að veðurfarið verði þokkalegt í vor. Síðasta vika var feit og miðað við veðurspá næ ég varla að fylgja henni eftir. Í dag ætlaði ég svo að starta vikunni með 6x3 mín VO2 max æfingu en fann það í fyrsta ...

Meira útihjól

Mynd
Páskaeggjaát með frjálsri aðferð austanmegin við Víkurskarð. Ég var búinn að ætla að taka æfingu inni í dag en veðrið var mun skárra en ég hafði reiknað með. Ég ákvað því að fara austur fyrir Víkurskarð og taka threshold yfir skarðið. Það var smá vindsperringur og mér var aðeins kalt á puttunum en þetta slapp samt alveg. Ég hélt rétt rúmlega 250 vöttum upp að vestan í 19 mínútur og svo 265 í tæpar 14 mínútur upp hinumegin. Á leiðinni heim var mótvindur lengst af og þetta endaði því sem massíf æfing með TSS upp á 189. Garmin segir að ég þurfi að hvíla í 60 klst en mér líður vel og þarf að taka rólegar 3,5 klst á morgun. Það verður allt í góðu. Vikan mín á Training Peaks. Gulu æfingarnar eru þær sem ég tók úti og fór hressilega fram úr því sem var á planinu. Það stefnir í að þetta verði býsna erfið vika hjá mér og þar munar mestu um þessar tvær æfingar sem ég hef verið úti. Þær voru lengri en til stóð og svo er ég að skila hærri vöttum úti eins og ég kom inn á í pistlinum á undan. Eftir ...

Blómabras og tiltekt

Mynd
Monsteran komin í mold. Ég var búinn að lofa mér því fyrir Páska að taka allavega einn dag frá í að sortera dót, setja föt í rauðakrossinn og helst henda slatta af dóti. Ég átti einnig eftir að umpotta nokkrum blómum og koma monsteru afleggjaranum mínum sem Steinar gaf mér í mold.  Harpa var að fara að vinna seinnipartinn og ég ákvað því að þetta væri hentugur tími. Núna er klukkan að verða átta að kvöldi og ég er nánast búinn að vera að í allan dag. Hluta af tímanum fannst mér ég samt bara vera að snúast í hringi og ekkert vita hvað ég var að gera.  Það er með ólíkindum hvað maður sankar að sér miklu drasli. Fötum og dóti sem maður notar nánast aldrei en á einhvern óskiljanlegan hátt tímir samt ekki losa sig við. Maður er tilfinningalega tengdur allskyns dóti og fötum. Fann t.d. lopapeysum sem ég hélt ég væri búinn að henda fyrir lifandi löngu en endaði á að setja hana aftur upp í skáp. Áður en börnin fóru til mömmu sinnar hjálpuðu þau mér við að taka afleggjara sem eru að sp...

Test og æfingar

Mynd
Klassískt 20 mínútna FTP-test. Vött á vinstri ás (bleik lína) og hjartsláttur á hægri ás (rauð lína). Í fyrradag tók ég FTP test og í gær tók ég rúmlega 2 klst. útihjól sem endaði með 2x14 mínútna threshold í brekkunum upp að skíðahóteli. Í dag var tveggja klukkkustunda endurance æfing þar sem ég reyndi að halda púlsinum rétt undir tempo, þ.e. ofarlega í Zone 2. Hjá mér er hjartsláttur í Z2 á bilinu 120-130 bpm. Eins og ég kom inn á gær þá var testið vonbrigði. Sérstaklega þar sem ég áttaði mig ekki á því á meðan testinu stóð að það átti eftir að draga 5% af meðaltalstölunni sem birtist á skjánum á meðan á testinu stendur. Í staðinn fyrir að enda í ca. 250 vöttum var lokaniðurstaðan 237 sem er bara bæting upp á 2 frá því ég tók test síðast (sem var reyndar Ramp Test).  FTP stendur fyrir Functional Threshold Power og er hæsta mögulega afl sem maður nær að halda í eina klukkustund. Fæstir leggja í að taka þannig test í heilan klukkutíma og því er yfirleitt notuð styttri útgáfa þar se...

Fyrsti í útihjóli🥳

Mynd
Á brúnni við Hrafnagil. Nú er svo komið að ég gleymi oftar og oftar blogginu svo dögum skiptir. Ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt? Sennilega bara hef ég nóg annað að gera.  Nú er maður dottinn í páskafrí og ég og börnin áttum ljómandi fína ferð til Reykjavíkur um síðustu helgi. Dagbjört var reyndar veik svo við gerðum kannski ekki alveg jafn mikið og til stóð. Brynleifi gekk fínt í boltanum og það var mjög notarlegt að vera með Helgu og Geira eins og alltaf. Við Harpa hentum okkur í fyrsta útihjólatúr ársins (á Íslandi) núna áðan. Við fórum Eyjafjararhringinn og svo tók ég threshold æfingu 2 x langleiðina upp í skíðahótel á eftir. Það var bölvaður vindur austanmegin í fyrðinum en lagaðist svo nokkuð þegar maður var kominn í bæinn. Þetta var hrikalega gott eins og alltaf.  Tók FTP test í gær sem voru hálfgerð vonbrigði ef frá eru taldar síðustu 5 mínúturnar þar sem ég gróf dýpra en ég bjóst við að geta gert. Skrifa kannski meira um það síðar ef ég nenni...