Færslur

Sýnir færslur frá september, 2022

Út að hlaupa

Mynd
Við Leirhnjúk. Mynd David Clifford- Trail Runner Magazine Ég skellti mér út að hlaupa áðan og það var bara alveg prýðilegt. Veðrið er reyndar dýrðlegt og ég verð að viðurkenna að það var erfitt að sleppa því að hjóla. Á móti kemur að ég var mjög fljótur að þessu og hef núna nógan tíma til að dunda hérna heima.  Ég ætla að byrja þetta mjög rólega og ekki að fara að bæta við mig fyrr en ég fer að finna að lappirnar eru að venjast þessu nýja álagi. Ég hljóp núna rúmlega 2 km á 05:47 min/km og hélt púlsinum í kringum 120 sem er rólegt fyrir mig. Mótorinn þolir þetta vel en ég finn hvað lappirnar eru brothættar. Þegar ég var að hlaupa áðan fór ég að rifja upp þegar maður var í almennilegu hlaupaformi og þá mundi ég eftir grein og viðtali við mig í Trail Running Magazine - og myndum sem ég fékk sendar í kjölfarið. Það er fyndið að lesa þetta yfir og ég var greinilega stórhuga á þessum árum. Þennan dag lét ég mig ekki muna um að hlaupa frá Reykjahlíð, upp í Kröflu og svo niður í Jarð...

Tafir

Jæja þá er ég kominn aftur heim eftir vinnuferð til Reykjavíkur. Eins og mig grunaði þá frestaðist flugið á mánudaginn og ég kom með Boeing 757 í bæinn 5 klst of seint á fundinn. Í kvöld kom ég svo hálftíma of seint með annari þotu. Veit ekki alveg hvað er að frétta. En fundurinn var virkilega góður og ég vildi að ég hefði getað einbeitt mér betur. Það var stanslaust áreiti og allt á fullu á öllum vígstöðvum. Ég skil ekki hvernig ég fúnkera ennþá. Kannski vegna þess að ég reyni að passa mig að sofa alltaf vel. Talandi um það, klukkan er 21 og ég er kominn upp í rúm. Alveg búinn á því. Tók ágætis æfingu á Hotel Natura í gær og svo fórum við út að borða á Matarkjallaranum. Sá staður fær alveg toppeinkunn og allir réttirnir voru alveg geggjaðir. Ég reyndar þurfti ekki að taka upp veskið og hef því ekki hugmynd um hvað þetta kostaði. Á morgun er í nógu að snúast eins og venjulega en þar sem ég er ekki að hjóla hef ég meiri tíma í að sinna börnunum og heimilinu. Þó ég ætli út að hlaupa finn...

Óveður

Mynd
Brotnar greinar og allt á hvolfi. Það er búið að vera frekar óskemmtilegt veðrið hérna á Akureyri í nótt og í dag eins og spáð var. Vaknaði við einhver læti í nótt og lokaði glugganum en varð svo ekki var við mikið eftir það. En þegar ég koma út í morgun voru greinar og laufblöð út um allt og mér sýnist á ruv.is að það verði forvitnilegt að horfa á fréttirnar í kvöld. Ég á að fljúga suður í fyrramálið og er orðinn frekar hræddur um að þau plön fari öll í vaskinn. Ég á að byrja á alþjóðlegum fundi sem við erum búin að vera að skipuleggja klukkan 9 í fyrramálið og í ljósi sögunnar er ólíklegt að það gangi eftir. Ég var búinn að lofa mér að hvíla hjólið þegar veðrið leyfði ekki lengur útihjólreiðar og ég ætla að standa við það. Hjólið á trainer-num fær því að standa ónotað eitthvað áfram.  Ég var að hugsa um að skella mér út áðan og hlaupa en ákvað svo bara að gera slatta af æfingum inni.  Ég er búinn að vera duglegur (duglegri) við að teygja á mjöðmunum á mér og ég finn strax mu...

Brekkur

Mynd
Brekkan í Kjarnaskógi, again and again. Það er hávaðarok hérna og æfing dagsins sem átti að vera löng breyttist í klifuræfingu. Ég var búinn að ætla að hjóla rólega ca. 80 km en þegar ég var farinn að þurfa að fara upp í 250-300 w til að halda 20 km/klst við Hrafnagil, þá ákvað ég að snúa við. Maður átti fullt í fangi með að halda sér á hjólinu.  Ég hjólaði því til baka og ákvað að taka brekkuna í Kjarnaskógi í skjóli af trjánum. Ég fékk þá flugu í höfuðið að taka hana 10x og að sjálfsögðu gat ég ekki hætt fyrr en ég var búinn að því. Tók svona hæfilega mikið á því og var ekkert að sprengja mig.  Nú sýnist mér á veðurspá að maður fari bara að þrífa hjólið og koma því upp á vegg. Brjálað hvassviðri á morgun og svo kólnar og fer að rigna/slydda. Nú fer maður því að dusta rykið af hlaupaskónum og koma sér í ræktina. Ég geri upp hjólasumarið hér í ítarlegum pistli fljótlega. En vikan hjá mér var ágæt; 162 km á hjólinu, 1500 metra hækkun og ca. 6,5 klst. 

Pælingar um fjallaferð 2023

Mynd
Fyrsta plott af pælingum og mæling á vegalengd. Eftir að ég rakst á einhverja fallega mynd úr fjallaferðinni minni 2020 þá kviknaði hjá mér löngun í að fara að plott upp næstu ferð. Það var notalegt að finna löngunina um að fara á fjöll koma af fullum þunga til baka. Ég er búinn að vera á hvolfi í götuhjólapælingum og þetta hefur einhvern veginn ekki komist að. En ég er ekki hættur að vera hjólaferðalangur. Ég fer kannski minna en ég sá fyrir mér á tímabili en ég er ekkert hættur þessu og stór hluti af gleðinni við þetta er einmitt að skipuleggja og pæla. Ég hef lengi verið að velta fyrir mér Arnavatnsheiðinni og langar að fara þar yfir. Ég myndi taka strætó í Miðfjörð og leggja upp þaðan. Síðan myndi ég krækja fyrir Langjökul, fara inn á Kjalveg og koma mér norður aftur (Húnaver). Þetta eru ca. 360 km og það ætti ekki að taka svo marga daga. Ég hefði verið spenntur fyrir að finna aðra leið en Kjalveg vegna umferðarinnar um þann veg, en það má kannski bara reyna að hjóla snemma á morgn...

Sól, sumar og ofboðsleg matarlyst

Mynd
Túr dagsins  Það var skrautlegur dagur hjá mér í vinnunni og hann byrjaði með því að það var hringt í mig og mér tilkynnt að ég þyrfti að fara til Búdapest í næstu viku á fund. Sem betur fer breyttist það, enda ég búinn að vera að skipuleggja annan alþjóðlegan fund sem verður í Reykjavík á sama tíma. Það er alveg nóg púsluspil þar sem ég er með börnin í næstu viku. Og svo bara logaði skipið stafnanna á milli og ég hljóp fram og aftur reyndi að slökkva elda. Hressandi. Ég skellti mér út eftir vinnu og tók góðan túr fram í fjörð. Þegar ég var kominn á Grund nennti ég ekki að streða meira á móti vindinum, snéri við og fór til baka austanmegin (yfir hjá Hrafnagili). Fór svo upp Veigastaðabrekkun, í gegnum hverfið þar uppi og niður hjá göngunum. Ég tók kannski aðeins meira á því en ég hafði ætlað mér en var bara sprækur. FTP-gildið mitt stendur ennþá í 245 en ég hef ekki nennt að taka test og er þannig lagað alveg sama. Ég hef grun um að ég sé kominn eitthvað hærra og því sennilega nálæ...

Æfingadagbók og fitt-pælingar

Mynd
Mynd úr hjólatúr dagsins sem ég "dramaði" aðeins upp. Núna er maður kominn yfir í nokkurskonar viðhaldsfasa í æfingum. Núna hjólar maður bara sér til skemmtunar og reyni að halda þokkalegu formi. Núna er það frekar magn umfram ákefð sem gildir, þ.e. á meðan veðrið leyfir útihjólreiðar þá reynir maður bara að njóta. Í gær var t.d. 60 km samhjól sem var tekið á rólegu tempói, sem var skemmtileg tilbreyting. Síðustu 3 dagana í síðustu viku náði ég 140 km, allt frekar rólegt. Varðandi framhaldið, þá verða október og nóvember svo mest lyftingar, teygjur og hlaup og svo fer maður aðeins að henda sér á hjólið í desember. Í janúar tekur við grunnur (base), eftir þrjár þannig blokkir fer maður að fasa út lyftingarnar og fer yfir í uppbyggingarfasa (build phase) og svo kemur ein blokk af "toppun" (peak phase)- það er kirsuberið ofaná kökuna fyrir þá keppni sem maður hefur valið sem A-race. Þá fer magnið aðeins niður og ákefðin upp. Ég er ekki ennþá búinn að gera upp við mig h...

Klikkaðar hugmyndir og smá útihjól

Mynd
Laugardagstúr rétt hjá Gásum. Ég og Harpa skelltum okkur í gærmorgun í smá hjólatúr til að nýta góða veðrið. Það var reyndar ekkert voðalega hlýtt en það var kyrrt, það er fyrir öllu. Við hjóluðum að Hlíðarbæ og þaðan út á malbiksendann rétt hjá Gásum. Við héldum fínu endurance pace og ég var drullu sprækur. Ég hef verið að hjóla minna síðustu vikuna, er úthvíldur og held svei mér þá að ég hafi aldrei verið öflugri. Það er eiginlega synd að það sé ekkert mót eftir til að spreyta sig og sjá hvar maður stendur. En núna af klikkuðum hugmyndum. Í fyrravetur hafði ég samband við HÍ til að biðja þá um að senda mér yfirlit yfir námsframvinduna mína frá því ég var í meistaranámi í íþrótta og heilsufræði. Ég gerði þetta á einhverju erfiðu tímabili í vinnunni og var að detta í gömlu hugsunargildruna um að flýja erfiðleikana með að skipta bara yfir í eitthvað annað. Grasið er alltaf grænna hinumegin. Núna er ég aðeins farinn að hugsa um þetta aftur (á tíma hjá námsráðgjafa á föstudaginn) en það e...

Uppgjör úr bike-fit

Mynd
Hjólið uppsett í Retül Fit græjunum. Ég var búinn að segjast ætla að fara yfir hvað kom út úr þessu bike-fitti hjá mér og ætla að reyna að standa við það. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er ennþá svolítið ringlaður með þetta og Siggi bike-fittari var það reyndar líka. Ég var víst mjög flókinn viðskiptavinur. Siggi tók á móti okkur í bílskúrnum sínum og það var bara allt frekar chillað og huggulegt. Hann bauð upp á kaffi og var almennt hress. Veit ekki hvort hann sé allra, en við smullum alveg saman og ég hafði mjög gaman af honum. Við duttum strax í nördaspjall, hlustum á sömu podköstin og höfum gaman að því að kafa í hlutina. Fyrsta mál á dagskrá var líkamsmat. Það er skemmst frá því að segja að ég kom mjög vel út úr því með fínan styrk og ágætis hreyfanleika. Næst setti hann skynjara á fætur, skó, mjaðmir etc. á vinstri hliðina og lét mig hjóla. Út frá þeim tölum fór hann svo að breyta hnakknum (var allt of lár) og hann komst líka að því að ég þyrfti styttri stamma á stýrið (færa...

Uppgjör upphífinga, höfuðhögg ofl.

Mynd
Með risa kúlu og laskað sjálfstraust Í gær keypti ég draumaafmælisgjöfina hans Brynleifs (fyrirfram gjöf), Hann er búinn að vera duglegur að leika sér í Bragga-parkinu og Háskóla-parkinu á gamla hlaupabrettinu sínu sem var úr sér gengið. Við fórum á Glerártorg og keyptum geggjað fljótt Chilli hlaupahjól, svart með appelsínugulum dekkjum og höldum. Það var mikil spenna að fara út og prófa en eftir nokkrar mínútur hringdi hann í mig hálf öskrandi og talaði um að vera meiddur í munninum, hausnum og höndunum. Ég var á leiðinni í vinnunna en rauk til og hitti hann við Lundarskóla. Þetta fór betur heldur en á horfðist í fyrstu, en hann fékk samt stærðarinnar kúlu á ennið, var pínu vankaður og með skrámur á höndum. Þetta var þó sennilega verst fyrir stoltið, en fjöldi krakka sáu hann ætla að taka eitthvað meistarastökk í fyrstu tilraun og svo feisplantaði hann beint í malbikið. Þetta kostaði að ég gat ekki unnið í gærkvöldi og þurfti að fá afleysingu enda þorði ég ekki annað en að láta lækni ...

Bike-fit og aftur til Rvk

Mynd
Hjá Bikefit Sigga. Það er allt búið að vera á hvolfi hjá mér síðustu daga og ég hef því ekki tíma til að fara í in depth útlistingar á hvernig gekk hjá okkur í bike-fittinu hjá Sigga. Það á líka eftir að koma í ljós þegar maður fer að hjóla lengri vegalengdir hvort maður finnur mun á hnakknum ofl.   Núna er ég kominn aftur til Reykjavíkur og verð hérna í tvo daga en vona að ég get farið yfir þetta betur þegar ég kem norður aftur. Ég ætlaði að prufa hjólið í gær en það var svo leiðinlegt veður að ég hjólaði bara aðeins inni. Stillti á intensífa æfingu og kláraði hana ekki. Hef sennilega bara verið eitthvað eftir mig eftir ferðina suður.

Reykjavík, fjallið ofl.

Mynd
PR upp í skíðahótel. Sit hérna á Brikk í Hafnafirði og var að klára einhver mál í vinnunni. Ætlaði að vera alveg í fríi í dag en það kom upp einhver steypa sem ég þurfti að leysa. Harpa er í bike-fit og ég fer svo klukkan 13:00. Ég er orðinn helvíti spenntur en vona jafnframt að þetta muni ekki kosta of miklar breytingar á hjólunum, svona peningana vegna. Þegar við klárum bike-fittið ætlum við að henda okkur í sturtu og svo kíkja eitthvað út að borða og kannski í bíó. Förum svo í búðir í fyrramálið og brunum norður aftur. Erum að vona að veðrið verði sæmilegt á sunnudaginn svo maður nái einum hjólatúr fyrir lok vikunar. Í næstu viku þarf ég að vera í Reykjavík í 2 daga og er líka með börnin. Hjólið situr því á hakanum þá vikuna. Fórum á Mathöll Höfða í gær og átum kjúklingaborgara á Gastro Truck. Þeir eru alltaf góðir. Ég var að hlusta á podcast í vikunni sem fjallaði um að bæta besta tímann sinn í klifri. Þar var verið að tala um að maður ætti að spara sig í bröttustu brekkunum og rey...

Banani

Mynd
Bananaát on the road. Þessi vika er að setja öll met í brjálæði í vinnu. Var mættur rétt rúmlega 7 í morgun og á eftir að sitja hérna til klukkan 23:00 í kvöld að garfa í tæknimálum í tengslum við beina útsendingu á veiðikortafyrirlestri. Morgundagurinn er svipaður en vonandi næ ég að stinga hausnum upp úr á fimmtudaginn til að draga andann. Eftir vinnu á morgun ætla ég að hjóla upp á skíðasvæði og svo þarf ég að taka mig til fyrir ferðina til Reykjavíkur í bike fitt-ið. Ég tek bæði inni og útihjólið með mér og ætti því að vera góður fyrir veturinn og næsta sumar. Ég er búinn að hjóla yfir 1000 km á nýja hjólinu og er farinn að finna aðeins fyrir eymslum eftir hnakkinn. Það var geggjað veður hérna í gær og ég hjólaði út að malbiksenda hjá Gásum og Hlíðarbæ. Fór svo til baka og framhjá Möðruvöllum og svo aftur í bæinn. Ég var að dunda mér við þetta á meðan ég var að bíða eftir að Dagbjört kláraði í fimleikum. Þetta gekk ágætlega en ég fann aðeins fyrir ferðinni með Gulla upp á Öxnadalsh...

Langur laugardagur

Mynd
Á leið upp á Öxnadalsheiði með Gulla. Nú sit ég hérna á sófanum og er að reyna að hafa mig af stað í að gera eitthvað og reyna að koma mér austur í sveit. Ég verð hinsvegar að viðurkenna að ég er frekar lúinn. Við Gulli skelltum okkur út að hjóla í morgun og enduðum með að fara alveg upp á Öxnadalsheiði, samtals 105 km.  Það var þoka þegar við lögðum upp en þegar við komum yfir Moldhaugnahálsinn þá var bara blíða og yndislegt veður. Við tókum því rólega fyrri helminginn en á leiðinni til baka fórum við að spýta í lófana og tókum vel á því. Gulli er með góða dieselvél og ég mátti hafa mig allan við að halda í hann. Við héldum tæplega 34 km meðalhraða á leiðinni til baka og þetta var því hálfgerð threshold æfing. Við Gulli kynntumst fyrir rúmlega 25 árum í gegnum Skotfélag Akureyrar og nú erum við að endurnýja kynnin í gegnum hjólasportið. Gulli er alger öðlingur og við spjölluðum um heima og geyma, staðráðnir í því að láta verða af því að hjóla oftar saman. Þessi ferð gaf mér mikið ...