Út að hlaupa
Við Leirhnjúk. Mynd David Clifford- Trail Runner Magazine Ég skellti mér út að hlaupa áðan og það var bara alveg prýðilegt. Veðrið er reyndar dýrðlegt og ég verð að viðurkenna að það var erfitt að sleppa því að hjóla. Á móti kemur að ég var mjög fljótur að þessu og hef núna nógan tíma til að dunda hérna heima. Ég ætla að byrja þetta mjög rólega og ekki að fara að bæta við mig fyrr en ég fer að finna að lappirnar eru að venjast þessu nýja álagi. Ég hljóp núna rúmlega 2 km á 05:47 min/km og hélt púlsinum í kringum 120 sem er rólegt fyrir mig. Mótorinn þolir þetta vel en ég finn hvað lappirnar eru brothættar. Þegar ég var að hlaupa áðan fór ég að rifja upp þegar maður var í almennilegu hlaupaformi og þá mundi ég eftir grein og viðtali við mig í Trail Running Magazine - og myndum sem ég fékk sendar í kjölfarið. Það er fyndið að lesa þetta yfir og ég var greinilega stórhuga á þessum árum. Þennan dag lét ég mig ekki muna um að hlaupa frá Reykjahlíð, upp í Kröflu og svo niður í Jarð...