Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2022

Nýja hjólið- fyrstu kynni

Mynd
TCR ADVANCED PRO DISC 1 AX. Við Harpa fórum niður í Útisport í gær að ná í nýja hjólið mitt og nú er ég búinn að taka á því einn snúning. Þegar ég prufaði hjólið í búðinni fann ég alveg að þetta var gott hjól, en það átti samt eftir að koma mér skemmtilega á óvart að prufa það almennilega. Þetta hjól er GEGGJAÐ!! Ég nenni ekki að fara út í djúpar tæknilegar upplýsingar um þetta enda er það ekki minn tebolli en ætla samt aðeins að velta fyrir mér hvað gerir þetta hjól svona gott. Á leið úr Jólahúsinu í gær. Maður þarf ekki að lesa marga dóma um þetta hjól til að átta sig á því að Giant hefur tekist vel til þegar þeir hönnuðu þetta stell. Þetta hjól er alveg skuggalega lipurt, létt og svínliggur. Sumir myndu flokka þetta sem klifurhjól en stellið er samt líka hannað til að lágmarka loftmótsstöðu. Það sæmir sér því vel á ráslínu í hvaða keppni sem er. Summing up the new TCR is easy – it’s simply the finest race-bred bike Giant has produced to date. And considering Giant’s track record, t...

Dagur #57 (New Bike Day)

Mynd
Tók þessa mynd þegar ég féll kylliflatur fyrir þessu hjóli. Í fyrradag rakst ég á auglýsingu á FB um að það væru útsöludagar í Útisport. Ég átti eftir að endurnýja hjálminn eftir slysið og ákvað því að fara og kanna málin. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég kom inn í búðina var hinsvegar Giant TCR Advanced Pro 1 Disc-AXS - í minni stærð. Ég er búinn að liggja yfir þessu hjóli á netinu í heilt ár og láta mig dreyma. En þarna stóð það s.s. og mændi á mig augunum eins og móðurlaus hvolpur í dýraathvarfi. Eftir að ég rak augun í það ákvað ég að gera það heimskulegasta í stöðunni; að prufa það og spyrja hvort það væri að fara á útsölu. Ég dröslaði hjólinu út og skellti mér einn á hring á því. Þó hnakkurinn hafi verið of lár fyrir mig og ég nennti ekki að láta breyta honum, þá féll ég strax fyrir þessu hjóli og fann hvað það er skuggalega gott að hjóla á því. Einn stærsti munurinn á þessu hjóli og mínu er að ég sit "á" gamla hjólinu mínu en ég sit "Í" þessu hjóli. Mér l...

Dagur #53 og #54

Mynd
Á Mývatnsheiði með Hörpu. Þá er alveg geggjaðri helgi lokið og ekki laust við að maður sé sæll og kannski pínu þreyttur. Við Harpa skelltum okkur með börnin í Mývatnssveit á föstudaginn og helgin var því blanda af slökun, ofáti og hjóleríi. Í gær hjóluðum við niður Hólasand, Presthvamma og upp dali heim- og í dag hjóluðum við upp í Víti og kláruðum svo Mývatnshringinn. Ég var býsna sprækur miðað við að hafa ekki hjólað mikið upp á síðkastið en verð að viðurkenna að ég var kominn með nóg þegar við komum í hús í hádeginu. Fyrri dagurinn var 80 km og dagurinn í dag var 67 km með nokkrum krefjandi brekkum. Við stoppuðum í Dalakofanum í gær og fengum okkur smá orku. Veðrið var fínt á okkur í gær en í dag var frekar svalt og lítið um blessaða sólina. En það rifjaðist upp fyrir manni á þessum þvælingi afhverju maður er í þessu. Það er svo hrikalega gaman að þvælast svona um á hjóli, sérstaklega þegar veðrið er gott og maður getur stoppað einhversstaðar og keypt sér kaffi og eitthvað sætabrauð...

Dagur #52

Mynd
Úr ævintýraferð gærdagsins. Í gær var ég kominn með svo mikið samviskubit yfir að hafa börnin í lausagöngu allan daginn að ég ákvað að sleppa því að taka æfingu og gera eitthvað með börnunum. Ég henti því sunddóti í poka og hengdi hjólatösku á ferðahjólið fyrir innkaupaferð. Við fórum í Bónus og versluðum helstu nauðsynjar og fórum svo þaðan í sund. Það var fínt að komast í sund og langt síðan við fórum síðast. Það var nóg um að vera í sundi þrátt fyrir að veðrið væri ekkert frábært og mikið um ferðamenn.  Eins og ég var búinn að koma inn á í fyrri póstum þá er ég hættur að æfa eftir ákveðnu plani í bili. Núna er ég bara að hjóla til að njóta, fer út þegar veðrið er gott og mig langar til. Það er mjög frelsandi og miklu skemmtilegra. Það þýðir samt ekki að ég sé ekki að ég sé bara í einhverju dútli. Ég held áfram að keyra á brekkur og taka erfiðar æfingar þegar þannig liggur á en reyni líka að passa mig á því að vera stundum bara rólegur.  Ég er búinn að hjóla alla daga í þess...

Nutrient Density

Mynd
Næringargildi/hitaeiningu Ég man ekki hvort það var frekar bókin "In defense of food" eða bókin "Food rules" (báðar eftir Michael Pollan) sem breyttu alveg hvernig ég lít á mat og næringarfræði. Fyrirbærið næringafræði er svo hrikalega flókið að það þýðir eiginlega ekki neitt annað en að reyna bara að horfa á stóru myndina.  Og hver er stóra myndin? Jú, að borða fjölbreytt, helst sem mest grænt, helst ferskt, sleppa unnum matvælum og viðbættum sykri og borða hóflega. Þessi klisja er stóra myndin. Það hafa allir heyrt þetta en kannski færri sem fara eftir þessu. Nutrient density mætti þýða sem næringarþéttleiki, eða næringarmassi. Næringarþéttleiki er í rauninni bara mælikvarði á hversu mikið af næringarefnum við fáum per hitaeiningu matar. Því hærri næringarþéttleiki, því betra (sérstaklega upp á að viðhalda heilbrigðri þyngd). Þetta er því ekki það sama og energy density (orkuþéttleiki), sem er í rauninni mælieining á hversu margar hitaeiningar við fáum per gram af...

Dagur #49

Mynd
Við Harpa að taka einn klassískan Eyjó. Ég lét verða af því að skella mér út aftur að hjóla- og það var betra en gott. Það skemmdi heldur ekki að veðrið lék við okkur þrátt fyrir smá mótvind á leiðinni heim. Sól í heiði og 17°C. Við byrjuðum þetta rólega og mér fannst eins og ég hefði varla sleppt úr degi að hjóla. Ég var búinn að velta fyrir mér hvort ég yrði eitthvað óöruggur á hjólinu- en fann ekki fyrir því. Ég ætla ekki að hjóla eftir neinu plani á næstunni heldur bara fara út að hjóla við hvert einasta tækifæri. Bara njóta þess að hjóla og reyna að muna afhverju ég er að þessu. Svo stefni ég að því að keppa í Orminum 13. ágúst. Þegar ég hjóla finn ég ekki fyrir neinum verkjum í öxlinni. Undantekningin á því er þegar ég þarf að kippa upp stýrinu þegar ég fer yfir ójöfnur eða upp á gangstéttar. Dags daglega finn ég verk við svipað átak eða þegar ég reyni að lyfta upp þyngri hlut í axlarhæð. Verkurinn er þá ekki í sjálfu brotinu heldur í beininu nær hálsinum. Ég hef grun um að þetta...

Dagur #47

Mynd
Við Þolli í skóginum. Jæja þá er þetta ferðalag að fylla 2 vikurnar og við börnin höldum af stað heim til Akureyrar eftir rúman klukkutíma. Pabbi ætlar að skutla okkur yfir og það minnkar aðeins stressið. Lestarkerfið hér í Svíþjóð er búið að vera í hálfgerðu rugli síðustu mánuði og mikil traffík. Það verður því voðalega notalegt að láta bara droppa sér beint út í flugstöðinni, sérstaklega þar sem maður er með börnin. Litlu hásetarnir mínir. Ferðin okkar til Västerås var alveg frábær og fullt af ævintýrum fyrir börnin. Kanóferð við Björnö mun örugglega lifa lengi í minningunni og svo gátum við farið þrisvar að baða í vatninu þrátt fyrir að veðrið væri nú ekkert frábært allan tíman. Við Þolli náðum líka að fá okkar tíma til að ræða lífið og tilveruna. Við lendum á Akureyri um kaffileitið í dag og Harpa kemur og sækir okkur á völlinn. Það verður í nógu að snúast þegar maður kemur heim en mig dreymir um að henda mér út að hjóla þar sem ég er ekki búinn að taka æfingu í 2 daga. Tæknilega s...

Dagur #44

Mynd
Á Björnöen með börnunum Það er óhætt að segja að við höfum það fínt í Västerås hjá Þolla. Veðrið hefur leikið við okkur það sem af er en nú er spáin reyndar ekkert sérstök. Dagurinn í dag á að vera fínn og ég ætla að skella mér með börnunum á Björnöen og athuga hvort við getum farið í zip-line og leigt okkur kanó. Við ætlum að grípa með nesti og vera þar þangað til Þolli er búinn að vinna. Fyrsta kvöldið okkar hérna var alveg geggjað. Þá skelltum við okkur líka á Björnöen og sulluðum í heitu vatninu fram eftir kvöldi. Ég hljóp tæpa 6 km í skóginum og henti mér svo út í með börnunum. Blanka logn, 26°C hiti og lífið alveg dásamlegt. Ég gæti alveg vanist þessu. Hlaupið gekk ekki alveg nægilega vel þar sem ég stífnaði upp í hægri kálfanum. Ég veit ekki alveg hvað þetta er en sennilega gott að fara ekki langt næst. Ég er búinn að finna mér fína brekku hérna rétt hjá og ætla að skella mér í smá brekkuspretti á fjallahjólinu hans Þolla seinnipartinn. Við ætluðum til Stokkhólms á morgun en les...

Dagur #40 🇸🇪

Mynd
Brynleifur fékk hjólaföt. Ég vaknaði klukkan 07:30 í morgun, laumaði mér fram og hellti á könnuna. Pabbi, Hafrún og börnin sofa ennþá og ég fæ því mína morgunstund í friði eins og mér finnst alltaf best. Það voru gestir hérna í gærkvöldi og því skrall á þeim gömlu. Stefnan í dag er að fara í bíltúr og við ætlum að henda okkur sjóinn ef veðrið leyfir. Veðrið hefur reyndar ekki verið skemmtilegt á okkur, eilífur vindur, skýjað og sjaldan farið yfir 20°C. Planið var að fara ekki seinna af stað en klukkan 11:00 en ég á eftir að sjá það gerast.  Í gærmorgun skellti ég mér aftur út að hlaupa. Stefnan var að lengja aðeins en ég vissi s.s. ekki hvernig lappirnar myndu bregðast við þessu nýja áreiti. Ég var smá stirður þegar ég hljóp af stað og með smá strengi í nárunum. Ég komst fljótlega yfir þetta og endaði með því að hlaupa 5 km á 5:45/km (pace) sem ég held að sé þokkalega skynsamleg nálgun á þetta. Ég finn allavega lítið fyrir þessu í dag. Kannski við þetta að bæta, þá hef ég aðeins ve...

Dagur #38 🇸🇪🐗

Mynd
Á leið á villisvínaveiðar. Á þeim árum, eða öllu heldur áratugum (já ég er að verða gamall), sem ég hef veitt í Svíþjóð, þá hef ég aldrei fengið almennilegt færi á villisvíni. Ég hef skotið rádýr, héra, gæs og dúfur. Villisvín og elgur hafa alltaf verið á listanum en þar sem ég er farinn að veiða svo lítið átti ég ekki endilega von á því að það myndi rætast. Allavega ekki í bráð. En í gærkvöldi skelltum við feðgar okkur í skóginn og settumst í turn. Við vorum mættir um kl. 22:15 og það var mikið líf í skóginum. Fyrst fengum við greifingja inn og svo kom duvhjort (veit ekki hvað það heitir á íslensku). Klukkan 01:30 kviknuðu svo ljósin yfir fóðurmataranum og stóð þá ekki þar stór og pattarlegur villigöltur. Hann fékk í sig eina 308W og steinlá á staðnum. Gölturinn þegar verið var að sækja hann. Við tókum innan úr honum á staðnum en höfðum svo ekki burði til að drösla honum út úr skóginum. Við hefðum kannski reynt það ef ég hefði haft báðar hendur en það er nú bara eins og það er. Eftir ...

Dagur #37 🇸🇪

Mynd
Á leiðinn í pottinn hjá pabba og Hafrúnu. Jæja þá erum við komin yfir til Svíþjóðar og lífið leikur við okkur. Í gær var bara slökun heimavið og eins og lög gera ráð fyrir var gert vel við okkur í mat og drykk. Upp úr stendur grillaður kjúklingur á teini sem pabbi reykti á útigrillinunu með airfry-er frönskum og heimagerðu coleslaw. Veðrið var fínt og eftir matinn skelltum við börnin okkur í pottinn. Í gær tók ég hörku æfingu á þrekhjólinu í hótelinu í DK og það var geggjað.  Í morgun ætlaði ég út að hjóla en það var rigning svo ég setti það á hold. Er að hugsa um að henda mér út seinnipartinn eða bíða með það til morguns. Öxlin er alltaf að verða betri og betri og ég er eiginlega hættur að finna nokkuð fyrir þessu ef ég fer varlega. Núna er ég kominn með þá flugu í höfuðið að fá fjallahjólið hjá Þolla lánað þegar ég kem upp til Västerås og finna mér einhverja brekku til að taka smá puð æfingu. Það hlýtur að vera í lagi ef ég passa mig á að fara ekki hratt.

Dagur 34# 🇩🇰

Mynd
Í siglingu í Nyhavn.  Datt í hug að henda í eina færslu þar sem maður greip nú með sér tölvuna. Við höfum það að sjálfsögðu mjög gott hérna í Köben og erum búin að bralla ýmisslegt. Það kvartar enginn, nema kannski veskið mitt. Mér líður eins og ég standi í ofsaroki með fangið fullt af seðlum sem bara fjúka í burtu. En við hugsum um það seinna. Í gær fórum við í Tivoli og í dag í Den blåa planet og siglingu á kanölunum (mæli með). Síðan höfum við bara verið að þvælast í bænum og þá hafa börnin að sjálfsögðu mest gaman að því að þvælast í búðir. Trekk í trekk er ég búinn að segja að það sé ekki í boði að kaupa neitt, en svo gef ég alltaf eftir.  Þegar við vorum í Tivoli í gær voru sírenur vælandi fram og aftur allan tímann. Þegar við komum út var bærinn morandi í lögreglumönnum með vélbyssur og hjálma og búið að loka einhverjum götum. Ég fékk svo skilaboð frá mömmu um að kíkja á netið og þá frétti ég fyrst að þessari hörmulegu skotárás. Ég sagði börnunum ekki neitt og þau veltu...

Dagur #31

Veðrið er gott, peningamál eru ágæt, börnin eru frísk og ég kominn í sumarfrí. Ég sæki börnin á morgun í Hóla og við fljúgum svo beint frá Akureyri á sunnudagsmorgun. Ég er eiginlega ekki neitt búinn að taka okkur til og ekki skipuleggja neitt í hvaða röð við gerum hvað í Kaupmannahöfn. Eigum við ekki bara að láta þetta flæða? Ég er að fara að henda mér í bað og svo ætlum við Harpa út að borða á Greifanum. Tók eina 5x5 mínútna æfingu á 220W áðan og það gekk bara vel. Var orðinn ágætlega þreyttur í lokin en hefði getað tekið meira. Núna er bara að reyna að halda sér eitthvað gangandi þarna úti svo maður missi ekki allt niður. Ég er farinn að þyngjast aftur og er það besta mál þar sem ég var kominn undir 61 kg!!! Á morgun er 1,5 klst endurance æfing og svo frí frá hjólinu nema ég láti vaða á þrekhjólunum á hótelinu. Ég reikna ekki með að blogga mikið á meðan ég er úti þar sem ég nenni ekki að taka með tölvu.... eða ég held ekki. Skoða þetta kannski aðeins. Einhverra hluta vegna er alltaf...