Nýja hjólið- fyrstu kynni
TCR ADVANCED PRO DISC 1 AX. Við Harpa fórum niður í Útisport í gær að ná í nýja hjólið mitt og nú er ég búinn að taka á því einn snúning. Þegar ég prufaði hjólið í búðinni fann ég alveg að þetta var gott hjól, en það átti samt eftir að koma mér skemmtilega á óvart að prufa það almennilega. Þetta hjól er GEGGJAÐ!! Ég nenni ekki að fara út í djúpar tæknilegar upplýsingar um þetta enda er það ekki minn tebolli en ætla samt aðeins að velta fyrir mér hvað gerir þetta hjól svona gott. Á leið úr Jólahúsinu í gær. Maður þarf ekki að lesa marga dóma um þetta hjól til að átta sig á því að Giant hefur tekist vel til þegar þeir hönnuðu þetta stell. Þetta hjól er alveg skuggalega lipurt, létt og svínliggur. Sumir myndu flokka þetta sem klifurhjól en stellið er samt líka hannað til að lágmarka loftmótsstöðu. Það sæmir sér því vel á ráslínu í hvaða keppni sem er. Summing up the new TCR is easy – it’s simply the finest race-bred bike Giant has produced to date. And considering Giant’s track record, t...