Sit í sófanum á meltunni. Át allt of mikið. Þórður kíkti við en er farinn í norðurljósaferð. Í dag tæmdi ég skúrinn úti í garði og þreif hann. Kláraði að ganga frá fötum og er búinn með slatta úr eldhúsinu. Saddur, þreyttur, nokkuð glaður, bjartsýnni en stundum áður. Fór í crossfit tíma í hádeginu og það var s.s. alveg greinilegt að það er svolítið síðan maður fór síðast. Ætla að fara aftur á föstudaginn. Maður verður að láta sig hafa það þó maður standi í þessum flutningum. En jæja nú ætla ég að kíkja eina ferð í Kringlumýrina með föt og eldhúsdótt. Skoða mig um, kíkja í bílskúrinn og aðeins skipuleggja þetta ævintýri. 买买 Mǎi mǎi
Færslur
Sýnir færslur frá febrúar, 2020
Þetta mokast eitthvað áfram
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Úr Norðurgötunni- gamalt mótíf. Það er s.s. ekki margt af manni að frétta. Flutningarnir mokast eitthvað áfram og það þýðir lítið að velta sér upp úr því hvað er mikið eftir. Ég er reyndar ekkert sérstaklega vel stemmdur andlega og maður er eitthvað voðalega búinn á því. Þetta tekur á. Ég held að það tengist reyndar bara því að maður er að fara í gegnum fullt af gömlu dóti sem tengist mér og Guðrúnu. Í aðdraganda flutninganna var maður kominn á nokkuð gott ról en nú hefur maður tekið nokkur skref aftur á bak. Það er skrítinn á manni hausinn. En það er bara að halda áfram skref fyrir skref og muna að þetta tekur senn enda. Ég tók smá skurk þegar ég kom heim úr vinnunni en núna sit ég og horfi á Liverpool vs. Westham. Ég held maður eigi það alveg skilið að slappa aðeins af. Helst langar mig að mála eftir leikinn en veit ekki hvort ég nái að einbeita mér. Málaði reyndar eina mynd í gær sem ég læt fylgja hér með. Ég fór í Sportver í dag og mátaði Brooks hlaupaskó. Ég er að stefna ...
Vælið búið í bili
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Þarna var ég rétt byrjaður að bera af neðri hæðinni- núna er stofan næstum full. Eftir síðasta vælupistil drullaðist ég upp úr sófanum, dró uppþvottavélina fram, tæmdi af henni vatnið, tengdi hana aftur og gerði eina tilraun í viðbót til að ná henni af stað. Þetta CPR dugði ekki og ég er búinn að dæma dæluna í henni ónýta. Nú er bara spurning hvað það kostar að skipta um dælu, hvort það borgi sig? Annars hélt ég bara dampi og nú er ég búinn að tæma 3 svefnherbergi og geymsluna og þrífa gólf og veggi. Það munar nú um það. Nú fer að verða minna og minna sem ég get gert án þess að redda mér bíl. Ég þarf að komast í Húsasmiðjuna, fara á gámasvæði, tæma skúrinn og keyra með kassa og léttara dót. Ég hef ekki farið í ræktina í 3 daga. Crossfit Hamar hefur verið að flytja stöðina sína og eru ekki almennilega búnir að opna. Ekkert rafmagn á fyrstu æfingunni og svo verður vatnið ekki tengt fyrr en á miðvikudaginn. Ég er að spá í hvort ég hvíli bara fram á miðvikudag eða þar til ég er bú...
Uppþvottavéladauði - E6
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Gæti verið svolítið gaman að reyna að mála þessa sem "value study". Ég er búinn að vera ágætlega duglegur í dag og í gærkvöldi við að tæma barnaherbergin og bera kassa og dót upp í stofu. Geymslan niðri er líka að verða tóm. Nú þyrfti ég eiginlega að fara að redda mér bíl svo ég geti fariðnokkrar ferðir og þannig flýtt fyrir mér í næstu viku. Þetta hefur s.s. allt gengið vel og ég var líka svo helvíti ánægður að hafa komist fyrir þessi stífluvandræði og vera kominn með uppþvottavélina í lag. Ekkert sérstakt til að hafa áhyggjur af nema bara að tæma og þrífa. Eða það hélt ég allavega. Áðan var ég svo að þrífa í eldhúsinu og fyllti uppþvottavélina- sem ég er búinn að nota í nokkur skipti síðan ég fékk hana úr viðgerð. En nú fer hún s.s. ekki af stað heldur birtist kóði "E6" sem þýðir að hún dælir ekki af sér vatninu. Nú þarf ég væntanlega að draga hana fram, tæma úr henni vatnið, aftengja hana og koma henni í viðgerð aftur. Ég get alveg viðurkennt að það þy...
Loftlaust slytti
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Málaði þessa litlu mynd úr Þingvallastræti í gær. Það er ýmisslegt búið að ganga á þessa viku. Þegar ég var nýbúinn að koma uppþvottavélinni í gang stíflaðist affallið af húsinu. Affallið af ofnunum komst ekki lengur út og ég þurfti að taka hitann af húsinu. Eftir mikið vesen þurfti ég að hringja á aðstoð og þetta tók rúma 2 daga. Sem betur fer var ekkert alvarlegt að og nú á þetta allt að vera komið í lag. En þetta var mikið stress og bull og núna er ég alveg gjörsamlega búinn á því. Börnin eru sofnuð og þetta er síðasta nóttin þeirra í Dalsgerði 2a. Á morgun fara í þau í Mývatnssveit með ömmu sinni og afa og ég ætla að nýta helgina og alla næstu viku í að pakka og byrja að þrífa. Tæmi húsið á föstudaginn eftir viku og við mamma ætlum að þrífa á laugardeginum. Ég þarf eiginlega að fara að setjast niður og skipuleggja þetta almenninlega. Það hafa orðið smá vendingar hjá mér varðandi hjólaferðir í sumar. Ég var að tala við Þolla í gær og við stefnum að því að taka túr í Svíþjóð...
Frost
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Það finnst engni loðna, ferðamönnum fækkar, kostnaður fer ört hækkandi hjá fyrirtækjum, uppsagnir í öllum geirum, atvinnuleysi eykst hratt, álfyrirtæki væla undan rafmagnsverði, grænmetisbændur væla yfir því sama, Ísland er dýrasta land í heimi, bændur geta ekki lifað, það er ekki hægt að reka hér samkeppnishæf sprota- eða hátæknifyrirtæki.... og ástandið fer ört versnandi. Við stefnum inn í aðra kreppu. Djöfull er ég ánægður með að vera búinn að selja Dalsgerðið. Mikið djöfull er ég ánægður með að vera kominn í gegnum greiðslumat og búinn að festa mér kaup á nýrri íbúð. Mikið djöfull er ég feginn að vera að vinna hjá ríkinu. "Ég vinn hjá ríkinu"- besta pick up línan í dag eins og oft áður.
Magamál
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Það er að verða mjög vel vísindalega staðfest að dýr sem fá óheftan aðgang að fæðu lifa skemur en dýrum sem er skammtaður matur. Þetta á bæði við um tíðni og skammtastærðir. Þegar maður les sig til um þetta meikar þetta allt frekar mikinn sens. Eitt sem maður getur gert er það sem kallað er "restrictive feeding". Fólk ruglast oft á þessu og kallar þetta föstu. Eins og ég hef oft komið inn á hér á blogginu þá fylgi ég því sem gjarnan er kallað 16:8- það er restrictive feeding (borða bara innan 8 tíma glugga). Mér dettur ekkert gott orð í hug yfir þetta á íslensku. En annað sem er væntanlega mikilvægt er líka að reyna að takmarka skammtastærðina. Það er eitthvað sem ég á alveg hrikalega erfitt með. Nú ligg ég hér í sófanum alveg görsamlega afvelta eftir kvöldmatinn. Þetta byrjaði ágætlega; ég borðaði 2 grófar brauðsneiðar með spældum eggjum, lifrakæfum og súrsuðu grænmeti. Mér leið vel eftir það en svo bætti ég á mig jarðaberjasúrmjólk með múslí og cheerios. Nú er að vella út...
Tækling
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Úr nærumhverfinu. Í gær ákvað ég að mála eftir ljósmynd sem ég fann í fórum mínum, eða í tölvunni öllu heldur. Þetta er ein af þessum myndum sem ég tók á leiðinni í búðina eða á einhverjum öðrum þvælingi. Sjálfsagt hef ég tekið hana með það fyrir augum að mála eftir henni síðar meir. Það sem mig langaði að fanga var sterkt ljós og sól sem skein í gegnum aspirnar við Hrísalund og varpaði löngum vetrarskuggum yfir göngustíginn. Vinstri helmingurinn á myndinni var frekar flókinn- og ég vissi eiginlega ekki hvernig ég myndi tækla þetta. Eins og stundum þegar maður stendur frammi fyrir þannig mynd þá þorði maður varla að byrja. Það var ekkert fólk á myndinni en ég bætti því bara við til að fá smá líf. Ég byrjaði á því að mála eina mynd í lit og var ekki ánægður með útkomuna þó ég sé núna að taka hana í meiri sátt. Þessvegna ákvað ég að gera aðra útgáfu og reyna að fanga vetrarbirtuna og snjóinn með einum lit. Ég var ánægður með þá mynd þó veran á myndinni sé ekki alveg jafn trúverð...
Vetrarskuggar
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Langir vetrarskuggar í Dalsgerðinu Í gærkvöldi garfaði ég í gömlum myndum og fann mynd úr Dalsgerðinu, sem ég hafði reyndar einhverntíman málað áður. Myndin er tekin á köldum degi og langir vetrarskuggarnir teygja sig yfir götuna. Mig langaði að reyna aftur við þetta en núna bæti fólki á myndina og glæða hana meira lífi. Í þetta skiptið ákvað ég að setja smá gulan í þetta til að ná fram sólinni, en fannst myndin í staðinn kannski verða aðeins of hlý.Það er ekki alveg -15°C á henni. En myndin er ágæt og það sem meira er, þetta kveikti alveg í mér með að fara að mála meiri snjó og ruðninga. Ég nennti ekkert að dútla mér of mikið við troðinn snjóinn á götunni og ruðningana en ef maður rýnir í myndina þá sér maður að ég var á réttri leið. Nú er bara að leggjast yfir vetrarmyndir frá Stanislav Zolads og finna fleyri skemmtilegar vetrarmyndir frá Akureyri til að mála eftir. En annars er allt fínt að frétta. Það er verið að flytja Crossfit Hamar og því hefur maður ekkert komist í tím...
Hringferð
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Frá Kaffi kú- 26. október 2018 Þegar ég tók ljósmyndina sem ég málaði þetta eftir, þá voru nákvæmlega 10 ár upp á dag síðan ég fór á tónleika með Helga og Hljóðfæraleikurunum á Græna hattinum og hitti Guðrúnu. Þegar þessi mynd var tekin var hinsvegar orðið alveg ljóst að sambandi okkar mundi senn ljúka. Ég var þarna einn á ferð með Þórði og satt best að segja ekki á góðum stað. Mánuði síðar vorum við Guðrún búin að skrifa upp á skilnað á borði og sæng. En það var nú ekkert þess vegna sem ég ákvað að mála myndina. Ég mundi eftir þessari ljósmynd og hafði alltaf langað að mála hana, fanga stemmninguna og birtuna. En ég rak augun í dagsetninguna og fannst þetta eitthvað svo táknrænt. Við kynnustm á tónleikum með H&H, ferðumst saman í gegnum lífið í 10 ár og ég slútta þessu aftur á sama punkti. Þegar við kynntumst bjó ég í blokk í Hjallalundinum og þar enda ég nú. Góðar skáldsögur eru oft með söguþræði sem leiða mann í hring, gott dæmi er Spámennirnir í Botnleysufirði. Hjá mér...
Sólríkur dagur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ég málaði aðeins í gærkvöldi og það gekk svona upp og ofan. Leitaði mér að einhverjum stemmningsmyndum frá Akureyri á netinu og langaði til að halda áfram í einhverri bæjarstemmningu. Ég hélt líka áfram við að æfa mig með einum lit. Myndin hérna fyrir ofan er reyndar í voðalega skrítnum hlutföllum en ég er nokkuð ánægður með það sem ég vildi ná fram, þ.e að það væri sólríkur dagur og bjartur.
Hvernig ætli sé að vera þunglyndur?
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Í gær var mikið að gera í vinnunni- eftir það fór ég í ræktina, svo á þvæling með Davíð og svo átum við kvöldmat. Hann skutlaði mér svo heim klukkan rúmlega sjö og þá var ég alveg búinn á því. Ég nennti ekki einu sinni að ganga frá úr íþróttatöskunni heldur horfði bara á fréttirnar, drakk einn bolla af kaffi og lagðist svo upp í rúm að lesa. Mig langaði að mála en ég hafði ekki orku í það. Ég hugsa að ég hafi náð 10 tíma svefni, sem var auðvitað gott. Ég get ekki sagt að ég hafi verið á neinum bömmer yfir þessu en mér fannst samt eins og ég hefði eitthvað hangandi yfir mér. Var ekki búinn að ganga alveg frá eftir Reykjavíkurferðina og svo stóð uppþvottavélin ótengd á miðju eldhúsgólfinu. Síðan á ég eftir að taka gamla hjólið hans Brynleifs í gegn, ganga frá í skúrnum og fara að pakka. Í dag var aftur mjög annasamur dagur í vinnunni og þegar ég kom heim var sama sagan, ég var eitthvað voðalega þreyttur og þungur andlega. Mig langaði bara að fara í sund eða hanga eitthvað. En í staði...
Sepia
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Tvær hraðskissur með dökkbrúnum, "sepia" Ég er búinn að vera að dunda mér aðeins meira með einlita myndir. Hugmyndin með þessu er að þjálfa sig upp í litagildi (value), þ.e. að sjá hversu dökkan/mettaðan lit maður notar á hvaða staði. Þetta ruglast stundum hjá manni þegar maður er farinn að þurfa að hugsa bæði um litagildi og hvaða liti maður ætlar að nota. Ef að litagildið ruglast, þ.e. ef maður fer t.d. að nota allt of mettaðan lit í fjarlægð (jafnvel þó hann sé ljós, eins og gulur), þá lítur myndin óeðlilega út. Fjöll og fjarlægir hlutir eru veikari og eftir því sem hluturinn er nær manni, þeim mun sterkari er hann. Ég keypti mér í Reykjavík um helgina litinn sepia (dökk brúnn) sem er fínn í svona æfingar því hann gefur svolítið hlýjan blæ. Ég prufaði hann aðeins á vatnslitapappír sem ég gaf börnunum. Sami staður, ólíkar aðferðir. Missti mig í díteila í efri myndinni en hina málaði ég bara mjög hratt með engri teikningu. Hlakka til að prufa þetta á alvöru pappír.
Gírinn
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Tíminn líður og ef ég þekki mig rétt, þá á ég eftir að hrökkva upp með andfælum korter í "ég þarf að fara að flytja" mómentið með lortinn í brókinni. En ég er að reyna að haska mér af stað í þetta. Gott væri t.d. að reyna að finna meira dót (líka föt) til að losa sig við. Ég hef reydnar verið frekar duglegur við það og það mætti segja að umbúnaður minn og hafurtask í þessari jarðvist sé ekkert gríðarlegur. En maður getur alltaf gert betur. Í staðinn fyrir að spyrja sig að því hvað mann vanti til að verða hamingjusamur, þá ætti maður kannski frekar að spyrja sig að því hvað maður gæti losað sig við til að verða hamingjusamur. Less is more klisjan. Bla bla Ég fór í Mývatnssveit um helgina að sjá um búið fyrir Egil og mömmu. Það var rosalega notalegt. Smá málerí, sjónvarpsgláp og mikill og góður matur. Gengur reyndar hægt að lesa. Kíkti líka á Davíð og Hönnu Kötu og í smá afmælisgleðskap hjá kunningjafólki sem er að vinna á gamla Hótel Reynihlíð. Annað er bara svipað. Dugl...
Mood
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Frá Ráðhústorgi Búinn að vera að horfa meira á myndböndum með Gary Tucker. Gerði 3 skissur í gær þar sem ég var að reyna að einfalda hlutina fyrir mér og svo í kvöld gerði ég þessa stemmningsmynd sem er svipuð og ein mynd sem hann gerir. Ég ætla að gera þessa aftur og breyta aðeins birtunni og fá meiri litaskil milli bakgrunnsins og götunnar og stéttarinnar. Þetta er Ráðhústorgið á Akureyri í rigningu.