Gírinn

Tíminn líður og ef ég þekki mig rétt, þá á ég eftir að hrökkva upp með andfælum korter í "ég þarf að fara að flytja" mómentið með lortinn í brókinni. En ég er að reyna að haska mér af stað í þetta. Gott væri t.d. að reyna að finna meira dót (líka föt) til að losa sig við. Ég hef reydnar verið frekar duglegur við það og það mætti segja að umbúnaður minn og hafurtask í þessari jarðvist sé ekkert gríðarlegur. En maður getur alltaf gert betur.

Í staðinn fyrir að spyrja sig að því hvað mann vanti til að verða hamingjusamur, þá ætti maður kannski frekar að spyrja sig að því hvað maður gæti losað sig við til að verða hamingjusamur. Less is more klisjan. Bla bla

Ég fór í Mývatnssveit um helgina að sjá um búið fyrir Egil og mömmu. Það var rosalega notalegt. Smá málerí, sjónvarpsgláp og mikill og góður matur. Gengur reyndar hægt að lesa. Kíkti líka á Davíð og Hönnu Kötu og í smá afmælisgleðskap hjá kunningjafólki sem er að vinna á gamla Hótel Reynihlíð.

Annað er bara svipað. Duglegur í ræktinni. Já talandi um ræktina; ég man ekki hver það var sem sagði þetta við mig fyrir mörgum árum, en það var eitthvað á þessa leið "til hvers að vera að kaupa þetta próteinduft til að éta eftir ræktina, maður getur alveg eins fengið sér appelsínudjús og harðfisk". Ég hef ekkert verið að éta neitt eftir ræktina núna en er að velta fyrir að það væri nú gaman að prufa þetta í einn mánuð. Pakka bitafiski í smærri umbúðir og grípa með sér safa. Sjá hvort þetta skilaði einhverju. Jæja nóg af blaðri.......

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði