Gary Tucker
Mynd eftir Gary Tucker Það er föstudagur og ég sit yfir flensugemlingunum mínum heima hjá Guðrúnu svo hún komist nú aðeins í vinnuna. Þar sem ég ætla að mála eitthvað um helgina er ég búinn að vera aðeins að stúdera myndbönd á Youtube. Reyna aðeins að fá innblástur. Ég datt inn á einhvern Gary Tucker og varð alveg húkkt. Hann er með mikið af góðum myndböndum. Hann notar svipaða tækni og Alvaro Castagnet, þ.e. hann byrjar á því að þekja pappírinn með þynnri litum (wash) og vinnur sig smám saman upp í sterkari liti og highlights. Passar sig að skilja eftir það sem á að vera ljóst, það er það erfiðasta. Þetta er aðferð sem ég hef stundum reynt en alltaf gefist upp áður en ég næ einhverjum tökum á þessu. Nú hefur mig aðeins langað til að mála bæjarmyndir frá Akureyri með fólki inná og því datt mér í hug hvort ég gæti nýtt þessi myndbönd í að yfirfæra tæknina. Ég hef t.d. reynt að gera bæjarmyndir úr Göngugötunni en alltaf endað með því að fokka því upp. Orðið alltof nákvæmur og ski...