Forfeður og mæður

Úr Íslendingabók

Ég er afkomandi hjónanna Guðrúnar Þorkelsdóttur og Guðmundar Stefánssonar. Það er s.s. ekki frásögum færandi nema fyrir það hvað mér fannst krúttlegt að lesa um þau á Íslendingabók.

Um Guðmund segir:
Var á Sílalæk, Nessókn, Þing. 1801. Bóndi þar 1835-74. Bjó þar alla ævi „og var talið, að hann hefði einungis verið að heiman nætursakir þrisvar eða fjórum sinnum á ævinni. Þrifnaðarbóndi“ segir Indriði.

Um Guðrúnu segir:
Var á Tjörn, Nessókn, Þing. 1801. Húsfreyja á Sílalæk, S-Þing. Féll eitt sinn í gjá í Sílalækjarhrauni sem var talin tvær mannhæðir á dýpt. Komst hún uppúr án hjálpar og þótti furðu gegna þar sem konan var vanfær og ekkert tiltækt utan grönn birkihrísla í barmi gjárinnar.

Þrifnaðarbóndi sem aldrei fór að heiman giftist konu sem datt í gjá. Gæti verið fyrirsögn í Mannlíf.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði