Mánudagur í Reykjavík City
Málverk eftir Georg Guðna. Ég flaug suður í morgun og verð að vinna hér í capital city næstu 3 daga áður en ég fer í gæsaveiðina. Gisting á Grand Hotel, út að borða og fara í ræktina. Gott að breyta aðeins um umhverfi og gaman að hitta fólkið hér á Suðurlandsbrautinni. Upp á síðkastið hef ég verið að skrifa niður einhvern þungan, dramatískan og ljóðrænan texta sem ég þori ekki að birta hérna á síðunni. Allavega ekki strax. Veit ekki hvort það ætti að kalla þetta ljóð eða prósa- enda skiptir það engu máli. Þetta tengist að ég held einhverri vanlíðan/eirðarleysi sem hefur kraumað innra með mér en vellur núna út í formi texta. Það hlýtur að vera jákvætt ef maður nær að finna einhvern farveg fyrir það. Ég hef ekki átt auðvelt með að koma frá mér neinu efni upp á síðkastið. Líður bara eins og ég sé fullur af einhverju materíali, en það kemst ekki út. Kollurinn á mér er eins og þeytivinda þar sem allskyns hugmyndir og óflokkað efni hringsnúast endalaust. Mér finnst ég þurfa að öskra...