Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2015

Útihús

Mynd
Lauk við þessa áðan sem ég gerði eftir ljósmynd sem ég tók snemmsumars. Hún er aðeins of tight og þurr en næsta verður betri.

Dagsverkið

Mynd
Reyndi að mála útsýnið úr hjólatúr dagsins. Fyrsta tilraun ekki alslæm en ég er bjartsýnn á að ég geti gert nokkuð fallega mynd út frá þessari uppskrift. Hitt er smá æfing sem var nett flipp.

Hvalaskoðun

Mynd
Þessir bátar veita mér endalausan innblástur. Var á Húsavík um daginn í rigningu og sá bát vera að fara út. Þessi er ágæt þó hún sé svolítið varnfærnisleg

Áfram veginn

Mynd
Ég er búinn að vera drjúgur í máleríinu í dag. Búinn að mála úti. Búinn að mála inni. Fjöll og báta. Ég gerði þessa "samsetningu" aftur og var með smá tilraunastarfsemi. Nú fer ég bráðum að verða ánægður með hana.

Bíltúr

Mynd
Fór í bíltúr áðan og ætlaði að mála úti. Það var skýjað, úði, vindur og allt á móti manni. Keyrði austur fyrir fjall og hringinn í kringum vatn. Endaði svo á því að taka mynd á símann minn og mála heima. Frekar heimskulegt allt saman. Ég er hrifnari af efri myndinni en þarf að laga aðeins ljósastaurinn á henni.

Flipp

Mynd
Ég hendi þessari hérna inn þar sem mér finnst einhver "fílingur" í henni. Ég var ca. hálfnaður með hana þegar ég áttaði mig á því að hún væri ömurleg og þá byrjaði ég að gera eitthvað stjórnlaust kjaftæði og baða þetta upp úr litum og vatni. Það endaði svona

Bátaæfingar

Mynd
Af ýmsum toga

Heimismenn

Mynd
Er búinn að vera að dunda mér við að mála mannverur. Það er hægt að komast upp með ýmis mistök í málverkum en það er ekki hægt að komast upp með að fólkið á þeim sé óraunverulegt. Það þarf ekki að vera nákvæmt, bara trúverðugt. Þá er gott að gera allskyns útgáfur, einstaklinga, hópa, börn og gamalmenni. Út úr hópi af rauðum punktum má jafnvel á endanum sjá nokkra karlakórsmenn úr Heimi standa í hnapp og syngja.

Fullt af myndum

Mynd
Er búinn að mála reiðinnar býsn af myndum í kvöld. Flestar voru aftan á aðrar gamlar myndir og einna helst hugsaðar sem æfingar. Gerði aftur mynd af Aðalstræti (þetta hús var víst eitt sinn prentsmiðja og íbúðarhús) og nú óð ég í gegnum myndina og reyndi að vera miklu frjálsegri en síðast. Útkoman var samt furðu svipuð. Þessi er ágæt.

Skapvonska

Mynd
Kom seint heim í kvöld og það lá ekki nægilega vel á mér. Fór inn í vinnuherbergi og ætlaði að gleyma mér yfir að mála. Ákvað að hvíla mig á bátum og húsum og mála fjallamynd. Það er ekki hægt að vera illa upp lagður við að mála. Ég fór að flýta mér og hrúga drullu á pappírinn. Endaði með því að snúa honum við. Reif svo draslið, henti í ruslið og fór í fýlu. Síðan verður maður fúll við sjálfan sig að láta eins og smábarn og ætlar að mála meira. Þá er mál að stoppa. Skissaði slatta í Skagafirði í dag og málaði með litla pocket settinu sem ég keypti í SF. Það er alltaf svolítið skemmtilegt. Hér kemur einn lítill bútur úr blaðsíðu.

Aðeins meira

Mynd
Víst að ég var byrjaður á annað borð ákvað ég að bæta við einni mynd úr innbænum á Akureyri. Ég hef alltaf verið hrifinn af þessu húsi. Það gekk svo langt að ég hringdi á fasteignasölu til að grennslast fyrir um það. Þá var einhver búinn að kaupa það. Blessing in disguise. 

Dagsverkið

Mynd
Hljóp í að mála öðru hvoru í dag. Fyrir neðan sést hvernig myndin leit út þegar ég var búinn með ljósasta grunninn. Þetta er voðalega rautt eitthvað.

Veikindi

Mynd
Tók mér smá frí frá listsköpun og bloggi. Það kom ekki af góðu. Ég hef ekki stigið úr bælinu síðan um miðjan laugardag. Ég er ekki orðinn góður í maganum en hafði þó manndóm í mér til að drattast niður í Hobby-doo til að skissa seinnipartinn í dag. Er aðeins að velta fyrir mér nýrri bátamynd úr slipp og prófa mismunandi skissur. Mála vonandi á eftir.

Brúðkaup

Mynd
Fór í brúðkaup í dag og gerði kort

Smá tilraun

Mynd
Gerði þessa báta-slipps mynd í 3ja skipti í kvöld. Ég gerði smá tilraun sem endaði með því að myndin er óþarflega "skítug". Pínu svekkjandi þar sem teikningin var nefnilega svo fjandi góð.

Slippur

Mynd
Skrapp á fund til Akureyrar í dag og tók með myndavél. Fann gott viðfangsefni við Slippinn og tók nokkrar myndi. Heillaðist af þessum báti en náði ekki alveg að gera eitthvað sem ég var ánægður með þegar ég reyndi að mála þetta. Gerði svo aðra tilraun sem var verri en sú fyrri. 

Skissa

Mynd
Gaf mér ekki tíma í að mála í gær en krotaði niður bát. Já og Bautann á umslag.

Múlavegur

Mynd
Gerði mynd í gær eftir ljósmynd sem ég tók um daginn og var búinn að klippa til að breyta aðeins uppstillingunni. Setti t.d mann inn á hana. Þegar ég var búinn með hana var ég hrikalega óánægður og fór að sofa í hálfgerðri fýlu. Ástæðan er að þetta endaði ekki eins og ég lagði upp með í byrjun. Í morgun skoðaði ég hana aftur og reyndi að vera aðeins jákvæðari. Ég er ánægðastur með mannveruna á myndinni. Maður verður að taka eitthvað jákvætt út úr þessu og læra af þessu.

Hádegis-brake

Mynd
Fór til tannlæknis í dag, sem er alltaf mjög áhugaverð lífsreynsla. Eftir það fór ég á Bláu könnuna og drakk smá kaffi. Þá er alltaf gott að skissa.

Nokkrar myndir kvöldsins

Mynd
Hér koma nokkrar skissur kvöldsins. Ég er í rauninni að æfa mig í sérstakri tækni varðandi fólk og birtu. Þetta eru skissur- misskrýtnar. 

Morgunskissa

Mynd
Hugsanlegt málverk

Useful hotel scene

Mynd
Þetta er dálítið skrýtin mynd. Ég fór svo mörgum skrefum framúr mér í dökka litnum í skugganum á hótelinu að útkoman var absúrd. Ég er búinn að bleyta þetta upp og dempa hann aðeins en þetta er allt of dökkt. Þetta var samt skemmtileg æfing.

Ferð í Seljahjallagil

Mynd
Fór með tveimur Svenskum í Seljahjallagil um daginn. Tók einhverjar myndir á leiðinni og málaði svo eftir einni núna í morgun. Fangaði stemmninguna vel; rigning, skýjað niður í miðjar hlíðar og er ánægður með myndina. Þetta er ein af þessum sem er mjög flott úr smá fjarlægð- sem kann að hljóma asnalega.

Endalausar bryggjur og bátar

Mynd
Ég virðist ekki geta slitið mig frá hafnarstemmningunni, enda mjög gaman að mála báta. Núna ákvað ég að mála sömu senu og ég hef verið að dunda mér við nema að mála bakgrunninn mjög blautan og ónákvæman. Þannig fær maður meiri contrast í bátana á móti. Ég er ánægður með þessa.

Beach scene

Mynd

Rammi

Mynd
Skellti einni frá því í gærkvöldi í ramma. Kemur ágætlega út

Breytt sena

Mynd
Nú færði ég mig aðeins til. Gerði 4 myndir eins í kvöld og þessi var sú síðasta og frjálslegasta. Eins og oft áður ætla ég að bíða til morguns með að dæma hana of hart.

Once again

Mynd
Æi ég er búinn að gera 4 útgáfur af þessu og þetta lítur meira og minna allt eins út. Núna reyndi ég að einfalda eins mikið og ég gat allt draslið. Ég er nokkuð ánægður með húsin upp á hæðinni en aðal báturinn er ekki alveg að gera sig. Mér finnst eins og stýrishúsið tilheyri honum eiginlega ekki. Well....

Önnur tilraun

Mynd
Ég er ánægðari með þessa að mörgu leiti en lenti í brasi með fjallið og fékk "blómkál". Síðan var ég ekki með nægilega skarpar línur í húsunum. Báturinn stendur hinsvegar meira út núna og sjórinn er heilbrigðari. Ein til tvær tilraunir í viðbót og þá verður þetta ágætt.

Frá höfninni á Húsavík

Mynd
Eftir margar ljótar myndir í röð kom ein ágæt. Ég ætla samt að einfalda bakgrunninn aðeins meira í næstu mynd og fiffa aðeins.

Bláfjall monochrome

Mynd
Var búinn að ætla að gera bláfjall með einum lit og gerði eina skissu fyrir háttinn. 

Bláfjall um Bláfjöll

Mynd
Ég hef gert nokkrar tilraunir á Bláfjalli upp á síðkastið. Hef leikið mér með einhverjar hugmyndir en oftast endað með eitthvað svipað- sem ég er ekki alveg sáttur við. Þessi er reyndar nokkuð skemmtileg þegar maður stendur aðeins frá henni. Það er gaman að mála þannig myndir. Næst prufa ég kannski monochrome Bláfjall

Meira monochrome

Mynd
Bara einn litur

Reykir

Mynd
Fór fram að Reykjum í dag og drakk kaffi hjá Valda og Stefaníu. Þar var ægifagurt um að litast í dag og sólin skein. Eftir kaffið settist ég upp á hól til að mála. Ein fór alveg út um þúfur og hin mjög frjálsleg.

Skásti stíllinn þessa dagana

Mynd
Húsið hennar Sillu

Plein air

Mynd
Loksins út að mála

Ein en

Mynd
Gat ekki alveg hætt og gerði aðra svolítið furðulega

Eitthvað sull

Mynd
Æi mig langaði bara til að mála eitthvað út í loftið. Blautt í blautt- ekkert planað. Ekkert sérstaklega smekklegt en róandi og skemmtilegt

Verkfærin mín

Mynd
Ég á nokkuð mikið af penslum og dóti sem tengist vatnslitum. Þetta er eins og aðrar dellur, maður á aldrei nóg af dóti. Svo slitnar þetta nú reyndar með tímanum og maður þarf að endurnýja. Hér eru penslarnir sem ég nota mest þessa dagana. Á eftir að prufa þessu 2 hvítu sem komu í pósti í morgun. Er mjög spenntur að sjá hvernig þeir koma út.