Er búinn að vera að dunda mér við að mála mannverur. Það er hægt að komast upp með ýmis mistök í málverkum en það er ekki hægt að komast upp með að fólkið á þeim sé óraunverulegt. Það þarf ekki að vera nákvæmt, bara trúverðugt. Þá er gott að gera allskyns útgáfur, einstaklinga, hópa, börn og gamalmenni. Út úr hópi af rauðum punktum má jafnvel á endanum sjá nokkra karlakórsmenn úr Heimi standa í hnapp og syngja.