Hræðilegur letidagur
Þá er hræðilegur letidagur að kveldi kominn. Ég var búinn í skólanum kl. 10 í morgun, fór í ræktina og hef svo síðan horft á eitthvað drasl í tölvunni og lagt mig. Hef ekki einu sinni nennt að taka þvottinn af snúrunni eða raka mig hvað þá annað. Það er ekki gott að eyða heilum degi í svona rugl, maður verður hálf þunglyndur af þessu kjaftæði. Það er svo sem ekkert annað að gera en að taka morgundaginn með sólatæklingu. Annars var ég búinn að spyrja Íslendingamafíuna hvort þau væru spennt að keyra eitthvað um helgina og aldrei að vita nema við skellum okkur eitthvað. Reyndar voru þau spennt fyrir að kíkja til Svíþjóðar að versla mat og sleppa við okrið sem hér viðgengst. Annars veit maður ekkert hvað maður getur skoðað hér í kring og þarf víst að fara nokkuð langt vestur og norður til að sjá klassíska norkska firði. Annars ekkert að frétta nema að maður er að fara til Svíþjóðar í næstu viku. Verð búinn í skólanum kl. 9 á þriðjudaginn og býst þá við að leggja af stað suður úr. Verð í Lu...