Holter ✅
Rétt áður en ég reif af mér elektróðurnar til að taka æfingu í morgun. Jæja það er ég búinn að fara í 24 tíma hjartaskanna og reikna s.s. ekki með að það komi neitt slæmt út úr því. Ég hef áfram verið alveg einkennalaus. En þetta var í rauninni miklu meiri græja en ég bjóst við og maður var með dinglandi utan á sér tæki sem var álíka stórt og gamall takka-gemsi í leðurhulstri. Tækið var svo tengt við 5 elektróður sem voru límdar á kassann á mér. Klukkan 11 í morgun reif ég þetta svo af mér og skilaði á bráðamóttökuna. Æfing dagsins var 3x8 mínútna threshold og ég ætla ekki að ljúga því að hún tók vel í. Eftir langa hvíld í æfingum á svona mikilli ákefð finnst mér ég vera svolítið lengi að koma mér í gang. Ég held samt að formið sé klárlega til staðar en ég þarf aðeins að venja vöðvana aftur við svona intensity. Í vikunni var ég að panta mér keppnistreyju og vesti merktu HFA á pedal.is og rak þá augun í Pedla buxur á 30% afslætti. Ég notaði tækifærið og keypti þær því ég þekki hvað...