Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2024

Stóra myndin.

Mynd
Þröskuldsæfing dagsins- 36 mínútur á threshold (3x12 mín með 6 á milli). Það var strembin æfing hjá mér í dag og aðdragandinn að henni (vinnudagurinn) ekki alveg til að auka bjartsýni. Ég er að drulla á mig af stressi og staðan í vinnunni ekki góð. Mér leið ekkert allt of vel, hvíldarpúls hár og vöðvabólga farin að láta á sér kræla. Það er eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir í mörg ár. Nóg af væli.  Þegar ég kom heim ákvað ég að drífa mig bara strax í þetta, fékk mér smá Honey Nut, fyllti á alla brúsa, greip banana og setti Haribo í skál. Fyrsta settið byrjaði s.s. ágætlega og ég náði að halda mig á svipuðum slóðum og ég átti að vera og ég sat allt settið. Í seinni settunum var ég aðeins farinn að strögla meira og eitt merki um það er að ég stóð aðeins upp inn á milli. Mig langar til að ná svona þröskuldssettum á jöfnum sveifluhraða og sitjandi allan tímann. En þrátt fyrir svartsýni fyrir æfinguna þá náði ég allavega að klára þetta og var spenntur að sjá niðurstöðuna. FTP-ið hjá ...

Fimma!

Mynd
Hluti af nestinu sem ég "tók" með mér á langa laugardagsæfingu. Ég er mikið að vinna með Haribo og Trek próteinstykki. Ef ég þarf að vera mjög lengi tek ég samloku, t.d. með súkkulaði. Já ég vaknaði klukkan 05:00 í morgun til að taka tveggja tíma æfingu! Klappa sjálfum mér á bakið fyrir að vera svona sturlaður. Til að þetta gengi upp var ég farinn í bælið klukkan níu í gærkvöldi og ég sofnaði nú reyndar frekar fljótt. Hrökk svo upp í hlandspreng klukkan tvö í nótt og þá var ungabarnið á efri hæðinni á orginu. Veit ekki hvað klukkan var þegar ég sofnaði aftur en eflaust náði ég allavega tveimur tímum í viðbót. Ekki mjög góður svefn þessa nóttina. Þrátt fyrir það fannst mér ég ágætlega útsofinn þegar ég staulaðist á fætur til að fá mér smá orkuskot fyrir æfinguna. Ég mokaði í mig blöndu af Honey Nut og Cheerios og drakk einn espresso. Tók svo með mér 750 ml. af vatni, 500 ml af vatni með söltum, samloku með súkkulaði og Haribo hlaup og settist á hjólið. Æfing morgunsins. Það er...

Sista vecka!

Mynd
Síðustu vikur á Strava. Nú er alveg hreint dásamlegri helgi lokið, vinnan skollin á með öllu sínu hafaríi og stressi og börnin koma til mín í dag. Við Harpa nutum þess í botn að vera saman um helgina, æfðum eins og skepnur, fórum tvisvar í sund, hámorfðum á Hobbitann og buðum fjölskyldunni hennar í kaffi í gær. Eins og kom fram í síðasta pistli þá var æfingavikan nokkuð strembin hjá mér og ég kláraði rúma 12 tíma á 6 dögum, samtals 440 km. Í því voru erfiðar þröskuldsæfingar (threshold + steady state), ein löng tempo æfing og svo 3 klst endurance í gær. Skemmtilegasta æfing vikunnar var 2x25 mín tempóæfing sem ég steinrotaði. Hélt ríflegum vöttum allan tímann og púls var alveg jafn í gegnum bæði settin. Það er óhætt að segja að það hafi verið komin smá þreyta í mig á æfingunni í gær en ég setti undir mig hausinn og kláraði hana eftir uppskrift. Annars er ég bara nokkuð brattur í dag og varla hægt að segja að ég finni þreytu í fótunum. Síðasta vika var 12 tímar og nú er ég að detta í að...

Ekki að standa mig..

Mynd
Ég kom Hörpu á óvart um daginn og gaf henni fullt af myndum af okkur sem ég hef tekið síðan við kynntumst. Þetta var ein af þeim- geggjaður dagur í Masca á Tenerife. Ég hef haft um allt annað að hugsa en að blogga. Það gengur ekki. Ég er ekki með börnin þessa viku en 2 klukkutímar af æfingum á dag og ofurálag í vinnunni skilur mann eftir loftlausann. En Harpa er að vinna í kvöld og ég gef mér þá smá tíma til að hripa eitthvað niður. Ég átti fund með Ingvari Ómars á mánudaginn og við fórum aðeins yfir stöðuna. Hann er ánægður með ganginn í þessu hjá mér en vill að við prufum aðeins að bæta í æfingamagnið (12 tímar þessa vikuna). Núna höfum við tekið eina góða blokk af þoli og þröskuld (endurance og threshold) og eftir það tókum við góða VO2 max blokk. Hann hækkaði FTP-ið hjá mér um 10 á mánudaginn og nú endurtökum við leikinn. Þol og þröskuldur- síðan vonandi ein góð æfingaferð til Kanarí og svo aftur í VO2 max blokk þegar ég kem heim. Eftir það viljum við sjá góðar bætingar. Í dag var ...

Aftenging um helgina

Mynd
Ég er loksins kominn með viðgerðarstandinn sem ég er búinn að ætla mér að kaupa í mörg mörg ár. Nú er bara að reyna að læra aðeins að bjarga sér sjálfur- já eða finna tímann í það. Nenni ekki að væla of mikið hérna inni en þessi vika er búin að vera korter í burnout. Segi það og skrifa. Slæm líðan, stress, hár púls og almenn skita á mörgum sviðum. Næstu 2-3 vikur stefna í svipaðan farveg og það er spurning um að ég geri smá nótu til Ingvars til að búa okkur undir þetta æfingalega séð. Kemur kannski aðeins í ljós í næstu viku hvert þetta þróast. En ég stefni að því að slökkva á tilkynningum í vinnupóstinum um helgina og vona að ég nái aðeins að kúpla mig út. Ég þarf á því að halda. Í gær tók ég 1,5 klst endurance æfingu á hún tók meira í heldur en ég hefði búist við. Kannski var það bara vegna þess að þetta var fyrsta alvöru æfing vikunnar og svo getur verið að stressið sé farið að bíta á mér. Ég á rólegan klukkutíma í dag (sem er gott) og svo er 3x10mín tempo á morgun. Tempo er æfing s...

Þung vika

Mynd
Vikan á Training Peaks. Núna fékk ég loksins hvíldarviku á hjólinu og hún hefði ekki getað komið á betri tíma. Það er víst kominn fimmtudagur og ég er búinn að vera gjörsamlega á hvolfi á öllum vígstöðvum og vinnan hefur verið mér erfið. Ofan á það hafa bæst veikindi barna og annað álíka skemmtilegt. Ég sé þetta meðal annars á hvíldarpúlsinum sem hefur verið hár þó ég sé eiginlega ekkert búinn að hreyfa mig. Og ég get alveg viðurkennt að á köflum er ég búinn að vera að bugast- ég skal bara vera hreinskilinn með það. En ég minni mig á að alltaf styttir upp um síðir og ég hef verið í svipuðum aðstæðum sem hlýtur að hjálpa. Eins og ég hef margoft komið inn á áður þá eru svona hvíldarvikur gerðar til að gefa líkamanum færi á að jafna sig eftir erfiðið og standa sterkari á eftir. Fyrst rífur maður niður en byggir svo upp aftur, en í þetta skiptið bætir maður örlítið meira af byggingarefni í jöfnuna. Verst hvað það hefur neikvæð áhrif að vera undir svona miklu andlegu álagi og ég vona að ég ...

Þrjátíu - fimmtán og kóf

Mynd
20mín Vo2max - 2x 20x(30+15s) + 10m RBI   Harpa er búin að vera slöpp í 2 daga og komin með í hálsinn, eitthvað sem hún er ekki vön. Í gær sagði hún að henni liði alveg eins og þegar hún fékk covid. Ég er hinsvegar búinn að vera þokkalegur en var aðeins sár í nefinu í gærkvöldi, með smá stíflur og fann smá breytingar í hálsinum.  Ég mat stöðuna þannig í morgun að það væri ekki útilokað að við værum komin með covid en þar sem mér leið þokkalega ákvað ég samt að taka þessa massífu 30/15´s (30 sek ON og 15 OFF - 2x20) sem var á dagskránni. Þetta var ekki átakalaust en miklu skárra en ég bjóst við. Ég var nokkuð sterkur. Þetta er önnur vikan í röð þar sem það er þreyta í mér á fyrstu erfiðu æfingunni en svo skána ég bara eftir því sem líður á vikuna og álagið verður meira. Ég hef alltaf talið að ég væri sterkastur þegar ég hvíli vel fyrir stórar æfingar eða mót en núna er ég farinn að velta fyrir mér hvort það henti mér þokkalega að vera á meira álagi alveg fram að móti. Fólk er m...

Ekki mikið í fréttum

Mynd
VO2 max æfing dagsins- 6x3mín með 3 mín hvíld á milli. Ég kom frekar druslulegur heim úr vinnunni í dag eftir mikið stress og var ekkert allt of spenntur að taka æfingu. Ég er ennþá að hamast í þessum VO2 max æfingum og það er komin smá þreyta í mig- aðalega þó andlega. Þessar æfingar taka það mikið á að manni getur kviðið aðeins fyrir þeim, sérstaklega ef maður er farinn að taka 3 á viku. Maður getur þurft að kafa nokkuð djúpt til að klára þær og það væri synd að segja að þetta sé gott. Annað sem ég hef tekið eftir í þessari VO2 max blokk er að lappirnar á mér eru ekki jafn sprækar í upphitun og mér líður sjaldnar eins og ég sé gjörsamlega að rifna úr orku, geti slitið keðjuna og brotið pedalana. Mér líður ekki eins og ég sé mjög öflugur eða sé að bæta mig. En þetta er alveg eðlilegt og ef ég geng ekki of langt og fæ sæmilega hvíld eftir þetta, þá bæti ég mig eflaust. Þrátt fyrir mjög erfiða (3x5 mín) æfingu í gær þar sem ég var ekkert of ferskur þá náði ég að negla æfingu dagsins þok...

Meira grill

Mynd
Vikan á Training Peaks Eins og ég held að ég hafi verið búinn að koma inn á þá var ég eiginlega frekar að vonast eftir langri viku með slatta af endurance en við eigum greinilega eitthvað ógert í þessum VO2 max æfingum. Ég hef ekki verið í miklum samskiptum við Ingvar en fór eitthvað yfir síðustu viku og segist sjá að VO2 maxið sé að hækka hjá mér. Ef allt gengur eftir á það að hífa FTP-ið mitt upp næst þegar við tökum test. VO2 max, or maximal oxygen consumption, is a measure of the maximum amount of oxygen that an individual can utilize during intense exercise. It is often used as an indicator of aerobic fitness and endurance capacity. In cycling, VO2 max specifically refers to the maximum rate at which a cyclist's body can take in, transport, and use oxygen during sustained, high-intensity cycling efforts. Ef við berum saman þessa viku við síðustu VO2max vikur þá snýst framvindan um að láta mig fara úr 4 mín settum upp í 5 mín (það munar mikið um 1 mínútu á svona miklu afli) og ...

Vikuuppgjör - 1. - 7. jan

Mynd
Síðustu fjórar vikur á Strava. Í gær eyddi ég ábyggilega 3 tímum í að stúdera gögn á Training Peaks um hjartslátt við æfingar og skrifa um það lærðan pistil hér á bloggið. Þegar ég loks birti svo pistilinn komst ég að því að ég hafði gert mistök við að reikna þetta út og þetta var því í rauninni ekkert merkilegt.... nú jæja. Æfingar síðustu vikna- fínn stöðuleiki í þessu. Annars var þessi VO2max vika bara helvíti fín og ég kom sterkur til baka eftir að hafa verið að drulla á mig í einni æfingu. Ég tók 8,5 klst af æfingum og klukkutíma göngutúr. Ég hjólaði rúmlega 300 km og finnst ég alltaf vera að bæta mig. Það eina sem ég þarf aðeins að passa er að ég hef ekki ennþá náð af mér jólakílóinu sem ég bætti á mig... og fyrir þetta jólakíló var ég með annað kíló sem ég var að reyna að losna við. Þetta stanslausa át mitt núna hjálpar mér mjög við að klára allar þessar æfingar en það er svolítið öfugsnúið að vera að þyngjast þegar maður hreyfir sig svona mikið. Næsta vika er barnlaus vika hjá ...

Að hlusta á líkamann

Mynd
VO2max æfing gærdagsins. Hækkandi púls milli setta (og í pásunum á milli) er eðliegur í þessum æfingum og gefur til kynna að ég hafi verið að þreytast og ákefðin hefur að öllum líkindum verið rétt. Á þessari æfingu var ég reyndar með stillt á ERG mode og fór að hækka ákefðina þegar á leið þar sem ég var að negla settin þokkalega vel. Ég hef lengi vel talið mig nokkuð lunkinn við að hlusta á líkamann og hef haft á tilfinningunni að ég sé fær um að meta hvenær er skynsamlegt að skipta út erfiðri æfingu fyrir auðvelda, eða taka bara alveg frí. Þegar ég var að þjálfa mig sjálfur notaði ég þetta stundum. Stundum byrjaði ég kannski á æfingu en bakkaði svo út. Í einhverjum tilfellum hætti ég bara við æfingu og tók kannski klukkutíma rólegt í staðinn eða hvíldi. Eftir að ég byrjaði að þjálfa hjá Ingvari hefur þetta breyst og ég hef verið miklu harðari við mig. Ég upplifi smá pressu á að sanna mig. Það hefur reyndar ekki oft komið fyrir að mér líði eins og ég sé orðinn of þreyttur til að taka æ...

Gleðilegt ár!

Mynd
Það var áramótastemmari hjá okkur í gær! Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir innlitið á árinu. Ég var að fatta það að nú eru bráðum að verða 17 ár síðan ég byrjaði að skrifa inn á þetta blessaða blogg og þessi pistill er víst númer 2244. Ég er búinn að skrifa inn að meðaltali þriðja hvern dag 37% af æfi minni! Á þessum tíma hef ég fengið 83.534 innlit sem gera að meðaltali 13,7 innlit á dag ef eitthvað er að marka stjórnborðið á blogginu. júní 10, 2012 Hjólaði upp í Hjaltadal í dag og fór í kaffi til Sillu og Gumma. Guðrún kom með strákana og Sigga og Haukur voru mætt á svæðið. Hjólaði svo heim aftur, skipti um skó, tróð í mig einni peru og hnetum og hljóp svo út aftur. Tók 4 km hlaup frekar hratt. Svona æfingar tíðkast fyrir þriþraut og er tilgangurinn að venja mann við að fara beint af hjólinu og í hlaup eða beint úr sundlaug og á hjól (hef ekki prófað það). Ég hjólaði því 51 km í dag og hljóp 4. Ágætis dagsverk það. Ég hef stunduð verið að velta því fyrir mér af hverju í ósköpunum...