Stóra myndin.
Þröskuldsæfing dagsins- 36 mínútur á threshold (3x12 mín með 6 á milli). Það var strembin æfing hjá mér í dag og aðdragandinn að henni (vinnudagurinn) ekki alveg til að auka bjartsýni. Ég er að drulla á mig af stressi og staðan í vinnunni ekki góð. Mér leið ekkert allt of vel, hvíldarpúls hár og vöðvabólga farin að láta á sér kræla. Það er eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir í mörg ár. Nóg af væli. Þegar ég kom heim ákvað ég að drífa mig bara strax í þetta, fékk mér smá Honey Nut, fyllti á alla brúsa, greip banana og setti Haribo í skál. Fyrsta settið byrjaði s.s. ágætlega og ég náði að halda mig á svipuðum slóðum og ég átti að vera og ég sat allt settið. Í seinni settunum var ég aðeins farinn að strögla meira og eitt merki um það er að ég stóð aðeins upp inn á milli. Mig langar til að ná svona þröskuldssettum á jöfnum sveifluhraða og sitjandi allan tímann. En þrátt fyrir svartsýni fyrir æfinguna þá náði ég allavega að klára þetta og var spenntur að sjá niðurstöðuna. FTP-ið hjá ...