Æfingakeppni
Það var fín mæting í "Keppnis-Eyjó" pedal.is í gær. Ég verð að viðurkenna að ég var býsna spenntur fyrir þessari æfingakeppni sem var í gær og staðráðinn í að vera með fremstu mönnum og gera mitt besta. Ég nálgaðist þetta eins og alvöru keppni, hvíldi vel fyrripart dags, át graut 2 tímum fyrir start, tók með mér gel og allan pakkann. En það endaði samt svo að ég var ekki með lappir í þetta í gær og var pínu súr þegar ég fór heim. Stundum er það bara þannig. Hérna er ágætis yfirlit yfir segmentið (keppnisbrautina) og er það litað með bláum. Ég var búinn að fara aðeins yfir hvernig þessi keppni virkar í síðasta bloggi. Startað við Leirunesti, allir hjóla rólega að Eyjafarðarvegi og þ d