Pota í nefið
Dagbjört dugleg í sýnatöku. "Mér fannst þetta gott". Með haustinu heimsækja okkur kvefpestir og lítið við því að gera. Brynleifur er með í hálsinum og Dagbjört Lóa með hósta og hor. Ég hefði að öllu jöfnu sent börnin í skóla í dag en maður verður víst að hafa allt á hreinu og því dreif ég þau í sýnatöku. Ég hef farið í eina sýnatöku sjálfur og verð að segja að börnin voru ekki nálægt því jafn dramatísk og ég, sem kúgaðist og kúgaðist og fór hálf grenjandi út. En við höldum okkur s.s. til hlés í dag, eða allavega þar til að niðurstaða berst. Ég er alveg viss um að þetta er bara kvef og hef ekki áhyggjur. Það er tæplega 20°C hiti og sól og ég hugsa að ég leyfi börnunum að fara aðeins út að leika ef niðurstaðan er neikvæð/jákvæð- eftir því hvernig á það er litið. Ég hringdi í Kría hjól áðan og þeir eiga trainer á lager fyrir mig. Á morgun er víst 1. september og því ættu peningamálin að skýrast aðeins. Ég hef ekkert gert í því að selja úr byssuskápnum en hugsa að ég reyni að kom...