Bloggleti
Prufur fyrir ný póstkort. Ætla að velja mynd 1 og 3 (tvær efstu). Maður hefur verið eitthvað hálf lélegur að blogga upp á síðkastið og ég veit eiginlega ekki afhverju. Kannski að hluta til vegna niðursveiflu sem ég fór í og varði lengur en ég bjóst við. En ég held að ég sé nú alveg að rífa mig upp úr því. Í vikunni tók ég smá skurk í póstkortamálum og ætla líka að fara með 2 myndir í innrömmun. Þetta er það næsta sem ég hef komist því að gera eitthvað skapandi lengi. En þetta kveikti líka aðeins í mér og ég varð spenntur yfir þessu. Í gær (miðvikudag) lagði ég inn nýtt tilboð í Tjarnarlundinn og bíð bara og vona að ég fái jákvæðar fréttir fljótlega frá fasteignasölunni varðandi Dalsgerðið. Ef aðilinn sem er með tilboð í okkar eign selur sitt fljótlega ætti þetta allt að smella. Ef þetta gengur eins og í sögu næ ég að flytja áður en ég fer út 8. júlí. Æfingar vikunnar..... hmmmm leyfið mér að hugsa.... Sunnudagur: Crossfit Mánudagur: Hjólaði 27,5 km. Þriðjudagur: Hvíld M...