Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2019

Bloggleti

Mynd
Prufur fyrir ný póstkort. Ætla að velja mynd 1 og 3 (tvær efstu). Maður hefur verið eitthvað hálf lélegur að blogga upp á síðkastið og ég veit eiginlega ekki afhverju. Kannski að hluta til vegna niðursveiflu sem ég fór í og varði lengur en ég bjóst við. En ég held að ég sé nú alveg að rífa mig upp úr því. Í vikunni tók ég smá skurk í póstkortamálum og ætla líka að fara með 2 myndir í innrömmun. Þetta er það næsta sem ég hef komist því að gera eitthvað skapandi lengi. En þetta kveikti líka aðeins í mér og ég varð spenntur yfir þessu. Í gær (miðvikudag) lagði ég inn nýtt tilboð í Tjarnarlundinn og bíð bara og vona að ég fái jákvæðar fréttir fljótlega frá fasteignasölunni varðandi Dalsgerðið. Ef aðilinn sem er með tilboð í okkar eign selur sitt fljótlega ætti þetta allt að smella. Ef þetta gengur eins og í sögu næ ég að flytja áður en ég fer út 8. júlí. Æfingar vikunnar..... hmmmm leyfið mér að hugsa.... Sunnudagur: Crossfit Mánudagur: Hjólaði 27,5 km. Þriðjudagur: Hvíld M...

Æfingadagbók II

Mynd
Það er alger dauði að hjóla upp í Hlíðarfjall. Þó ég sé ekki búinn að vera að hjóla neitt náði ég PB 30 mín á nýja fáknum. Búinn að vera með krakkana þessa viku og þá næ ég ekki að hjóla mikið. En þrátt fyrir það æfði ég ágætlega í vikunni. Sunnudagur: Hjólaði ég 11 km og tók Crossfit æfingu sem var killer Mánudagur: Crossfit í hádeginu Miðvikudagur: Crossfitæfing í hádeginu Fimmtudagur: Upphitun og hjólaði svo upp í skíðaskála (PB) Föstudagur: Crossfit í hádeginu Síðan reikna ég með því að drösla börnunum með og taka Crossfit æfingu á sunnudagsmorguninn. Þannig maður er fljótur að sjá það þegar maður skrifar þetta svona niður í hvað maður er að setja mesta powerið. En líkaminn er ekki að kvarta og ég held að ég hafi verið að gera þetta nokkuð skynsamlega. Í næstu viku þegar ég er ekki með börnin reikna ég með að snúa þessu aðeins við og hjóla aðeins meira og taka færri Crossfit æfingar. Samt er svo magnað í þessu hvað Crossfit æfingarnar halda manni þó í  góðu f...

Framkvæmdum lokið

Mynd
Framkvæmdum lokið.  Þar sem ég var byrjaður að brasa hér eitthvað fyrir utan var ekki annað að gera en að klára það, jafnvel þó við værum búin að skrifa undir kauptilboð. Helgin fór í þetta að mestu en auk þess sló ég garðinn og hér sunnan við húsið og var svo annars bara að dunda mér við að laga eitthvað til. Ég var nú einhverstaðar með myndir af því hvernig þetta leit út fyrir, en ég nenni ekki að grafa þær upp. Þetta er allavega orðið ágætt. Mér fannst fínt að vera að dunda mér í þessu, alls ekki leiðinlegt, en einhverra hluta vegna tók ég samt einhverja andlega dýfu í gær og dag. Farinn að velta mér upp úr einhverju sem ég ætti ekki að vera að hugsa um og farinn að heyja einhverjar orustur í kollinum á mér og setja upp einhver senario sem vonandi koma aldrei. Einhver særindi sem ég á eftir að vinna úr en svona er ferlið bara. Krakkarnir komu heim í dag og það er alltaf notalegt (þó það sé djöfull mikið puð:). Gerðum nú ekki margt- bara verslað fyrir vikuna, lært og el...

Viðtal við Carl Jung frá 1957

Mynd
Hér er viðtal við Carl Jung sem ég var að horfa aftur á í gær. Það var tekið 1957, þremur árum fyrir dauða hans. Ég punktaði niður smá bút úr því. Ég var búinn að vitna í bókina hans um daginn þar sem hann var að fjalla um eiginlega alveg það sama en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Ég er alveg heillaður af hugmyndum hans um mannshugann og undirmeðvitundina. Langar eiginlega til að gera atlögu að því að þýða bókina hans. John Freeman- Now, looking at the world today, do you feel that the third World War is likely? Carl Jung- I have no definite indications in that respect.  But there are so many indications, that one doesn’t know, what one’s sees. Is it the trees, or is it the woods? It is very difficult to say. Because the dreams, people dreams contain apprehensions, you know, but it is very difficult to say wether they point to a war, because that idea is upmost in peoples mind. Formally you know, it would be much simpler if people didn’t think of a war, and there for i...

Æfingadagbók

Þar sem ég fór suður í þessa vinnuferð var ég búinn að reikna með því að það dyttu út tveir til þrír dagar af æfingum. Annað kom nú á daginn. Á mánudag og þriðjudag lyfti ég á Grand Hótel, á miðvikudaginn hljóp ég í Fljótshlíðinni og þegar ég kom heim á fimmtudagskvöldið hjólaði ég 35 km. á frekar miklu efforti. Núna er ég að spá í að skella mér í einn crossfit tíma þó ég sé svolítið ryðgaður í löppunum eftir hlaupið og hjólið. Ég reyni bara að taka því frekar rólega. Síðan þarf ég að klára að mála hérna fyrir utan í dag. Helst að ná 2 umferðum og vona að sólin fari að ná að brjótast í gegnum skýin. Í kvöld er Euro og ég hefði verið til í að komast heim í Brekku en hugsa að ég verði bara hér.

Fögur er hlíðin

Er staddur í Fljótshlíðinni í vinnuferð í góðu yfirlæti. Það hefur verið nokkuð blautt á köflum og vindasamt en við liggjum hvort sem er að mestu inni við og reynum að vinna í einhverjum verkefnum. Húllum hæ í gærkvöldi, góður matur beint frá býli, afgreiðslufólk bæði af erlendu og innlendu kyni trakteraði okkur af mikilli skyldurækni og auðmýkt. Fór í hlauptúr fyrir kvöldmatinn í gær um slétturnar hér fyrir neðan sem virðast óendanlegar og vel til þess fallnar að lenda í hamfaraflóðum. Fuglalíf í blóma, máríuerla, gæsir, óðinshanar og skoskur smalahundur vel við aldur, nokkuð stór en stirður. Ég var fenginn til þess að vera bílstjóri í ferðinni og gaman að fá rútubílstjóra fílinginn. Verst að ég gleymdi að taka með brúna sandala, bláa skyrtu og pakka af Winston long. En jæja ég geri það bara næst. Nú er víst kominn matur og svo þurfum við að drífa okkur til Reykjavíkur á fundi og eitthvað meira. Flýg heim í kvöld og er að spá í að hjóla austur í Mývó næstu nótt eða einhverntíman um ...

Reykjavík

Er staddur á suðurlandinu þessa vikuna. Það er reyndar þétt dagskrá hjá mér þannig að ég reikna ekki með að hitta nokkurn mann utan við vinnuna. Ég er 2 daga að vinna í bænum á námskeiði og fundum en fer svo í sviðsferð í Fljótshlíðina sem tekur 2 daga plús. Stefni að því að fljúga norður á föstudaginn og þá er ég jafnvel að spá í að hjóla austur í Mývatnssveit. Annars ætlaði ég að skrifa hér niður skemmtilegar samræður og gullkorn sem ultu upp úr börnunum mínum um helgina en bíð með það þar til á morgun. Maður verður að vera duglegri við að skrifa þetta, maður er svo fljótur að gleyma. Annars hef ég lítið getað hjólað vegna veðurs (svo var ég með börnin), en náði þó 40 km. í gærkvöldi. Það gekk fínt en ég varð reyndar svolítið aumur í rassinum og fékk aðeins verk í mjóbakið. Þetta vonandi lagast þegar ég fer að geta farið reglulega. Búinn að vera í ruglinu með matinn en skellti mér í ræktina á hótelinu og át salat á eftir. Ætla aftur í ræktina á morgun en svo verður væntanlega r...

Allskonar

Mynd
Cateye Velo hjólatölva Er kominn austur í Mývó með ungana mína í sauðburðinn. Ætlum að dvelja hérna um helgina og gera gott úr þessu þrátt fyrir skítakulda og snjó. Fórum aðeins í fjárhúsin eftir kvöldmatinn og börnin eru strax búinn að finna lítinn hrút sem vill helst liggja í garðanum og láta kjassa sig. Dásamlegt. Annars komst hreyfing á húsnæðismálin í dag. Fengum tilboð sem við vorum næstum því sátt við og stefnum að því að koma með gagntilboð. Tilboðið er reyndar með fyrirvara um að fólkið nái að selja sína íbúð og við bara leggjumst á bæn. Ég fór á Bike24 og pantaði mér slatta af dóti sem mig vantar fyrir hjólaferðina. Var alsæll með kaupin en fékk svo tölvupóst sem ég hafði beðið eftir og þar sagði að standarinn sem ég pantaði passi ekki á hjólið. Nú jæja.... ég verð þá bara að reyna að selja hann og kaupa einhvern annan. Af því sem ég var að panta er ég einna mest spenntur fyrir hjólatölvunni. Þessi tölva er lítil og einföld en gefur upp allt sem maður þarf að vita ...

Hjólaferðin - uppfærður listi

Ég er búinn að vera að renna yfir listann fyrir hjólaferðina og sýnist í fljótu bragði að það verði ekki mikil fjárútlát í viðbót. En ég er líka að ganga annsi langt í að fá lánað og reyna að komast upp með að hafa þetta eins ódýrt og hægt er. Svona lítur þetta út ca. núna: Hjól og aukahlutir: Þarf að kaupa standara, bretti, auka skrúfur fyrir bretti og grindur, hjólalás, flöskuhaldara, vatnsflöskur, slöngu og bætur. Síðan þarf ég lítinn skiptilykil. Sýnist að ég muni bara kaupa mest af þessu beint frá Þýskalandi. Útilegudótið: Ég get fengið tjald og svefnpoka hjá Þórði. Ég er að taka smá áhættu með tjaldið en verð bara að vona að það leki ekki. Slíkt gæti eyðilagt ferðalagið. Eldunardót, prímus og annað get ég líka fengið lánað hjá Þórði. En mig vantar græjur til að hella uppá. Í því sambandi hef ég verið að skoða aero-press græju. Föt og skór:  Ég get að sjálfsögðu alveg komist hjá því að kaupa mér föt og skó og bara notað það sem ég á. Það hefði reyndar verið gaman að bæ...

Bókin

Mynd
Memories, Dreams, Reflections - ævisaga Carl Jung Eins og ég hef komið inn á áður hér á blogginu er ég búinn að vera að lesa ævisögu svissneska geðlæknisins Carl Jung (1875-1961). Þetta er um margt óvenjuleg ævisaga og fjallar ekki mikið um "hinn ytri heim". Persónur, titlar og veraldlegir hlutir skiptu Jung í raun ekki máli þegar öllu var á botninn hvolft, heldur snérist tilvera hans um hið innra líf. Við fáum að skyggnast inn í hugarheim þessa merka manns og fáum nasasjónir af glímu hans við að skilja mannshugann- þ.m.t undirmeðvitundina. Það er sérstaklega fróðlegt að lesa um mótun hans á æskuárunum, m.a. í tengslum við skóla, almennt uppeldi og togstreitu tengda trúarlegum þáttum. Maður sér betur hvernig ýmisslegt uppeldislegt hefur haft mótandi áhrif á mann sjálfan, bæði góð og slæm. Þetta er strax farið að hafa áhrif á hvernig ég umgengst og tala við börnin mín. Jung fer reyndar líka nokkuð ítarlega í táknmyndir, goðsagnir, frumgerðir (archetypes) og þýðingu drau...

Barnalaus, villuráfandi í Reykjavík.

Mynd
Í kaffi hjá Þórunni. Fór til Reykjavíkur á föstudagsmorgun til að sitja ársfund Umhverfisstofnunar og fara á árshátíð. Fundurinn var því miður frekar bitlaus og ég er ekki mikið fyrir svona árshátíðarstand. Árshátíðir eru að verða eins og brúðkaup, uppfullar af einhverjum klisjum eins og instagram-fokki og leiðinlegum leikjum. Síðan drekka sig allir fulla og lítið hægt að ræða við nokkurn mann af einhverju viti- sérstaklega eftir að hljómsveitin byrjar. En maturinn var geggjaður með stóru G-i!! Húrra fyrir Grand Hótel. En gærdagurinn (laugardagur) var mjög fínn því pabbi var á landinu og við náðum góðum tíma saman. Þvældumst milli kaffiboða, skoðuðum strandveiðibát, tókum bryggjurölt og átum á Granda mathöll. Enduðum síðan í kaffi hjá Þórunni Ingu og Ara og skoðuðum nýjustu frænkuna okkar. Eftir að ég kom norður í gær ákvað ég að hjóla aðeins afmér 2ja daga ofát. Hjólaði litla Eyjafarðarhringinn (34 km) í norðan nepju. Var eitthvað hálf druslulegur en þar sem ég var að hlusta ...

1. maí hlaup UFA

Mynd
Strava screen shot af 1. maí hlaupinu. Ákvað í gær að skrá mig í 1. maí hlaup UFA. Var búið að langa lengi til að tékka hvar ég stæði og hvort að crossfit-ið væri nóg til að halda manni í einhverju hlaupaformi. Ég hafði ekki hlaupið/skokkað síðan á Gamlársdag þannig ég renndi blint í sjóinn með þetta. Taktíkin var að reyna að halda 5:00/km pace í 2,5 km og svo gefa í. Þetta voru reyndar kannski taktísk mistök því seinni helmingurinn af brautinni var allur niður í móti. Þá rúlla allir frekar létt og erfitt að hlaupa fólk uppi. Þegar kominn var tími til að gefa í var ekki mikið á tanknum og þegar rúmur kílómetri var eftir var ég kominn með krampa í vinstri kálfann en lét mig hafa það. Á endasprettinum tók ég svo framúr einum gaur sem ég var búinn að hanga í hælunum á lengi og var alveg að ná fram úr einni stelpu sem varð vör við mig og náði að gefa í og merja mig með einhverjum sekúndubrotum. Það var gaman. Ég endaði á að vera 23:44 (flögutími) sem gerir 4:41/km pace sem er held ...