Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2011
Mynd
Brjálað að gera í vinnunni og ég hef ekki haft tíma til að setja inn neinar myndir frá nafnaveislu Brynleifs. Reyndar held ég að maður verði að leita á náðir ættingja með að fá einhverjar myndir frá þessum viðburði þar sem mínar myndir eru frekar lélegar. Set inn eina mynd sem ég tók af stráksa í gærkvöldi. Er að ná mér í löppinni eftir mislukkaðan pizzabakstur um helgina og fer kannski út að skokka annað kvöld. Annars hef ég ekki hreyft á mér rassgatið síðan á föstudag. Kveðja, Bjarni

Hárgreiðslustofur

Mynd
Skagafjörður hefur lengi verið þekktur á Íslandi sem mekka hárgreiðslustofanna. Maður þarf ekki annað en að ganga hér um miðbæinn á Króknum til að skilja afhverju. Hvar sem drepið er niður fæti sjást skilti á hárgreiðslustofum og inn um gluggana má líta broshýrar konur á miðjum aldri klippa hárið á bæjarbúum og sveitafólki. Kaupfélagði hefur fram að þessu ekki séð ástæðu til þess að blanda sér í þessa baráttu en nú er að verða breyting á. Í gær opnaði hárgreiðslustofan Hárgift í Aðalgötunni við hátíðlega athöfn. Við það tilefni dróg Þórólfur fram skærin og klippti fyrsta viðskiptavininn með miklum myndarskap. Hinn heppni viðskiptavinur var Chon Nobu, skiptinemi og vinnumaður á Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi.

Brynleifur Rafnar Bjarnason

Mynd
Jæja þá er búið að nefna þennan litla kanínudreng sem er á myndinni. Snáðinn heitir Brynleifur Rafnar Bjarnason. Brynleifsnafnið er að sjálfsögðu í höfuðið á tengdapabba en Rafnars nafnið er úr föðurættinni minni. Stebbi Pétur sá um athöfnina og gerði það frábærlega enda snillingur. Takk Stebbi minn. Já og takk allir sem hjálpuðu okkur að baka og græja veisluna. Langaði bara til að koma þessu á framfæri en er of þreyttur til að blogga eitthvað af viti. Kveðja, Bjarni

Smá fréttir

Mynd
Í fréttum er þetta helst að uppeldi drengs Bjarnasonar gengur vel. Guðrún skellti honum í galla í vikunni og dröslaðist með hann í Kaupfélagið þar sem hann honum leið eins og heima hjá sér. Ég bjó til nýtt albúm fyrir áhugasama þar sem m.a má sjá mynd af stráksa á leið í þessa pílagrímsferð. Myndin sem fylgir með þessum pósti er hinsvegar af okkur feðgum að horfa á heimildarmynd um Lance Armstrong og Tour de France. Var að skella inn alveg voðalega löngum pistli um þjálfunarmistök sem fólk gerir gjarnan í hlaupaprógrömmum. Þetta er að finna á fróðleiknum mínum. Ég vara fólk við, þetta er hardcore stuff fyrir langt leidda hlaupasjúklinga. Er búinn að leggja inn pöntun fyrir hjól hjá Kría Cycles í Reykjavík. Þarna hef ég fengið frábæra þjónustu og þeir gátu boðið mér mjög gott hjól á fínu verði. Tegundin er Specialized. Veit ekki mikið um hjól en þetta er best í heimi, lang lang best. Æfingar ganga ágætlega og hné kvartar ekki mikið. Sundið stendur kannski ekki alveg í stað en g...
Mynd
Langar að byrja á því að setja hér inn eina mynd af okkur feðgum sem ég fékk senda frá pabba og Hafrúnu. Það má vart á milli sjá hvor er gáfulegri. Ég dreif líka í því að bæta inn myndum í Ömmumyndir þar sem ég hef verið undir gríðarlegum þrýstingi frá ömmunni. Annars var helgin fín. Fór í rjúpu í gær í fjallið hjá tengdó og náði í jólamatinn. Veðrið var frábært, útsýnið yfir Tröllaskagann og eyjarnar stórbrotið og samlokan með rúllupylsunni bragðaðist að vanda vel með kókómjólk og kaffi. Löngun í Viceroy gerði vart við sig þegar vestið fór að þyngjast, ótrúlegt hvað þetta situr í manni þó maður færi ekki að láta sér detta í hug að fá sér íþróttablys í dag. Fór út að hlaupa á föstudagskvöldið en lét svo rjúpnaferðina nægja sem æfingu helgarinnar. Reiknaðist til að þetta hafi verið ca. 15km gangur með 700 metra hækkun og mann sveið vel í lærin á leiðinni niður. Langt síðan maður hefur fengið strengi en nú gerðu þeir vart við sig í dag. Annars var ég að bæta inn skemmtilegum pistl...

1862 Nordic Bistro

Mynd
Þar sem ég er svo svangur núna langar mig að minnast aðeins á 1862 Nordic Bistro sem er í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Át þarna tvisvar í hádeginu um daginn og kunni vel að meta. Hádegistilboð á 1790 kr., vel útilátið með góðri þjónustu. Lambalæri Bernaise í fyrra skiptið og steikt rauðspretta á rúgbrauði seinni daginn. Ég kunni kannski ekki alveg nægilega vel að meta rauðsprettu-kombóið, hið rammdanska smurbrauðs Himmelbjerg. Hefði frekar kosið að hafa þetta í sitthvoru lagi, en það er víst eitthvað smurbrauðsfettis í gangi þarna. Lambið var brútalt, steikt að hættii AGS og rann niður eins majones. Snilld. Held það sé erfitt að finna betra tilboð á Akureyri og vonandi er þetta komið til að vera. Drullaðist til að greiða veiðikortið í dag og ætla að skreppa til rjúpna í fyrramálið. Það kemur þá í staðinn fyrir laugardagshlaupið. Verst að maður hefur heyrt að lítið sé af rjúpu, kemur allt í ljós. Pizza í kvöld. Allt í góðu. Lífið er dásamlegt. Góða helgi, Bjarni

Posture

Mynd
Mynd tekin af http://www.trisonoma.com/ Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf verið dálítill sucker fyrir allskonar nýjum kenningum/aðferðum við hitt og þetta. Ég hef oft farið illa út úr þessu, sérstaklega í golfinu. Ég hef hinsvegar alltaf haft varann á mér þegar kemur að nýjungum í líkamsrækt. Það eru alltaf að spretta fram allskyns snillingar með nýjar aðferðir við að gera okkur fitt og flott. Mikið af þessu miðar einfaldlega að því að láta fólk halda að það geti stytt sér leiðina að takmarki sínu, helst án áreynslu og á mettíma. Eftir að ég fór að hlaupa fór ég fljótlega að rekast á það sem í Bandaríkjunum hefur stundum verið nefnt "The barefoot craze". Án þess að ég fari djúpt í þetta eru þetta kenningar um að við ættum að hlaupa meira á táberginu, jafnvel tánum, og að dempandi hlaupaskór leiði til þess að við lendum of mikið á hælunum með auknu álagi á hné, mjaðmir og bak. Að vissu leiti ganga þessar kenningar út frá því að við kunnum ekki að hlaupa og þurfum ...

Örblogg

Mynd
Þetta verður hálfgert örblogg enda ég á leiðinni út í búð að kaupa poppmais og leigja mynd. Afmælisdagurinn búinn að vera frábær. Gat sofið lengur í morgun og var vakinn upp með nýbökuðum bollum úr Sauðárkróksbakarí, hafragraut, ávöxtum og ég veit ekki hvað og hvað og hvað....... Fór síðan á sjóinn í smá rannsóknarleiðangur á tjarnsléttan Skagafjörðinn. Síðan eldaði mín heittelskaða dýrindis kvöldmat og ég hef ekki þurft að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég fékk líka fínar gjafir. Dæmisögur Tolstoy´s, mjólkurkönnu sem er merkt "Kveðja frá Skagafirði" (fjölskylduhúmor) og svo Balance Bond . Ég er að sjálfsögðu orðinn algóður í mjöðmum og hnjám af þessu bandi. Hef verið að hlaupa nokkuð reglulega núna en fer stutt í einu, yfirleitt ekki meira en 5 km. Síðan bæti ég við smátt og smátt og sé hvort þetta lufsist ekki eitthvað. Fór fyrir kvöldmat í dag og var góður bara. Eftir að ég fór að vinna aftur get ég ekki lengur farið í sundið á morgnana með gamla fólkinu og það er mikill...

Afi og Amma

Mynd
Jæja nú eru amma og afi búin að koma í heimsókn frá Svíþjóð. Þau voru að sjálfsögðu mjög ánægð með litla  trítilinn, eins og afi segir. Og trítill var líka mjög ánægður með þau og gaf þeim breitt bros. Þau komu líka með allskonar fínerí með sér að vanda, úlpur og nammi handa stóru strákunum, afmælisgjöf handa mér, jóalapakka og svo gáfu þau líka þennan frábæra Baby Björn - kengúrupoka sem sést á myndinni hérna fyrir neðan. Litli trítill sofnaði um leið og hann kom í pokann og var að fíla þetta rétt eins og pabbinn sem nú getur steikt ommelltur með vinstri og haldið á síma í hinni en samt séð um barnið. Nútima pabbinn. Bætti nokkrum myndum inn í Ömmumyndir af þessu tilefni. Þar sem ég hef verið að hvíla hnéið hafa sundæfingar verið aðal málið núna þessar tvær síðustu vikur. Þetta gengur alveg  þolanlega en aðalmálið er að ég hef bara nokkuð gaman af þessu. Ég reyndar er að breyta aðeins útaf upprunalega  sundplaninu og er byrjaður að spekúlera í "sundhugm...
Mynd
Ætlaði að vera rosa duglegur og  bæta inn myndum í Ömmumyndir en þegar ég fór að taka út af vélinni voru bara 2 almennilegar nýjar myndir. Jæja, upp með myndavélina. Annars er allt fínt að frétta af okkur og allir frískir. Fór samt með Daníel til læknis áðan þar sem hann hefur strítt við ógleði öðru hvoru. Hann sagði lækninum að hann fyndi stundum til ógleði eftir að hafa borðað kjúklingasúpu, lasagna og þegar hann vaknaði að morgni í efri koju. Jæja hann fékk einhver lyf og svo er búið að vísa honum til Ásgeirs Böðvars magalæknis. Mývetnski galdralæknirinn á eftir að græja þetta. Fór í skólann í morgun í foreldraviðtöl með strákana og kennararnir voru bara ánægðir með þá og vitnisburður góður. Fórum  í sund á eftir og svo í bakarí. Tók eina sundæfingu og ætla kannski að skokka fyrir svefninn. Kveðja, Bjarni

Rjómasveppahelgi

Mynd
Með Siggu frænku Jæja þá er þessi rjómahelgi brátt á enda runnin. Pizzaveisla á föstudaginn, steikt hrossakjöt með rjómasveppasósu í gær og beikonvafin, gráðosta- og pipar-rjóma-ostafyllt grísalund með rjómasveppasósu í kvöld. Nú hlær fitupúkinn og ljóst að íþróttadjöfullinn þarf að ná vopnum sínum aftur. Sigga systir Guðrúnar og Haukur maðurinn hennar kíktu á okkur um helgina með sína syni enda áttu þau eftir að hitta nýja frændann. Eins og sést á myndinni fannst litla stubb það ekki leiðinlegt. Mamma var búin að vera að kvarta undan myndaskorti af pjakknum og því bjó ég til nýtt albúm sem heitir Ömmumyndir. Það eru komnar einhverjar örfáar myndir þar inn núna og kannski bætist eitthvað við í vikunni. Kveðja, Bjarni 

Hjól

Mynd
Jæja nú hef ég ekki farið út að hlaupa í næstum viku og er að fríka út. Held ég skreppi aðeins í kvöld og skokki smá hring í rólegheitum. Annars ganga sundæfingar bara vel og þetta prógram sem ég er að fara eftir lofar góðu. En ég á samt langt í land með að geta synt 1500 metra skrið í einum rikk- sem er sú vegalengd sem maður þarf að fara í ólympískri þríþraut. Alltaf gott að geta haft eitthvað til að stefna að. Maður er búinn að lufsast í laugina 4 sinnum í þessari viku og svo skellir maður sér aftur á morgun. Ég er búinn að ákveða að þegar ég fæ mér hjól ætla ég að fá mér svokallað cyclocross hjól. Þetta eru í rauninni hjól sem sameina að einhverju leiti kosti hefðbundinna keppnishjóla/racers og fjallahjóla. Hægt er að setja breiðari dekk, hjóla í möl og drullu og setja nagladekk. Svo getur maður sett á þetta önnur handföng (til að fá meira framliggjandi stöðu) og dekk fyrir meiri hraða. Þannig er maður kominn með ágætis græju til að æfa fyrir styttri þríþrautir. Hjólið á myndi...

Heimkoma

Mynd
Loka skoðun Jæja þá erum við komin heim aftur og við skulum vona að nú verði það til langdvalar. Ég er búinn að lesa drengnum pistilinn og banna honum að veikjast svona aftur á næstunni. Nú er bara að vona að hann hlusti á pabba sinn. Það er allavega búið að skoða drenginn í topp, hjarta, nýru, lungu, blóð, mænuvökva, þvag og ég veit ekki hvað og hvað. Niðurstaðan alltaf sú sama; hann er fullkominn eins og foreldrarnir. En og aftur verður maður líka að minnast á þetta frábæra fagfólk á FSA og þessa frábæru barnadeild. Maður verður alveg foxillur að heyra að það eigi nú kannski að fara að loka henni um helgar. Það hefði þýtt að við hefðum þurft að dvelja með hann á almennri deild. Eftir skoðun var rennt í Bónus og verslaðar bleyjur og svo keyrt heim. Hann svaf eins og álfurinn sem hann er alla leiðina og er vær og góður í augnablikinu. Jæja best að fara að berja drengina í svefn enda skóli á morgun. Ætli maður vakni ekki með þeim og taki eina netta sundæfingu. Kveðja, Bjarn...
Mynd
Ákvað að henda inn smá línu þó ekkert sé nú títt þannig lagað. Litli kútur dafnar bara vel á spítalanum (móðirin líka) og nú hlýtur að fara að styttast í að við fáum að fara heim. Ótrúlegt hvað er erfitt að hafa þau svona langt í burtu þó maður viti að allt sé í stakasta lagi. Búinn að vera rosaleg húsmóðir í dag, þvo þvotta elda og baka bollur. Svo var ég lika aðeins að vinna í skýrsluskrifum fyrir golfklúbbinn. Alrei meira að gera en þegar maður er ekki að vinna. Ég skil ekki hvernig við förum að þessu þegar við erum bæði að vinna úti. Fór í morgun og tók ágætis sundæfingu. Þessar æfingar sem ég er að taka núna eru þannig gerðar að þær eru frekar stuttar og samanstanda af mikið af allskonar æfingum -sem með tímanum eiga að skapa meistarann. Kíkti svo aðeins í ræktina eftir kvöldmatinn og er byrjaður að styrkja á mér lappirnir og athuga hvort ég komist ekki fyrir þennan hnjá-fjanda. Set inn eina mynd af litla kút sem var tekin heima um daginn. Kveðja, Bjarni