Afi og Amma
Jæja nú eru amma og afi búin að koma í heimsókn frá Svíþjóð. Þau voru að sjálfsögðu mjög ánægð með litla trítilinn, eins og afi segir. Og trítill var líka mjög ánægður með þau og gaf þeim breitt bros. Þau komu líka með allskonar fínerí með sér að vanda, úlpur og nammi handa stóru strákunum, afmælisgjöf handa mér, jóalapakka og svo gáfu þau líka þennan frábæra Baby Björn - kengúrupoka sem sést á myndinni hérna fyrir neðan. Litli trítill sofnaði um leið og hann kom í pokann og var að fíla þetta rétt eins og pabbinn sem nú getur steikt ommelltur með vinstri og haldið á síma í hinni en samt séð um barnið. Nútima pabbinn. Bætti nokkrum myndum inn í Ömmumyndir af þessu tilefni.
Þar sem ég hef verið að hvíla hnéið hafa sundæfingar verið aðal málið núna þessar tvær síðustu vikur. Þetta gengur alveg þolanlega en aðalmálið er að ég hef bara nokkuð gaman af þessu. Ég reyndar er að breyta aðeins útaf upprunalega sundplaninu og er byrjaður að spekúlera í "sundhugmyndafræði" sem kallast Total Immersion Swimming og gengur út á það að fólk læri að hreyfa sig án þess að eyða mikilli orku í að berjast við vatnið. Þetta byrjar allt með því að læra að halda jafnvægi og gera sig straumlínulaga í vatninu (svona í mjög grófum dráttum) og hætta að berjast um og eyða orku. Ég er því farinn að gera æfingar sem líkjast gjörning sem gæti heitið "Fljótandi gamalmenni". Þegar maður er búinn að mastera grunninn getur maður farið að synda eins og maður, já eða vonandi fiskur og fylgja alvöru prógrammi.
Markmiðið er semsagt að geta synt svona áreynslulaust og hratt eins og hann Shinji Takeuchi hér að neðan.
Ummæli