Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2022

Vikuuppgjör VIII - vika 2 í Base 2

Mynd
Vikuuppgjör úr Strava. Jæja þá er vika 6 af 22 fram að íslandsmóti búin- og hún gekk bara fínt þrátt fyrir að ég þyrfti að vera með tilfæringar þar sem ég fór í vinnuferð til Reykjavíkur. Það sem reddaði mér var að ég var á Grand Hótel og þar er ágætis aðstaða til að lyfta. Ég gat því haldið lyftingaæfingunni inni á föstudegi og hjólaði svo létt þegar ég kom í bæinn á laugardaginn (fluginu var frestað um heilan sólahring). Í gær (sunnudag) tók ég svo löngu æfingu vikunnar og hjólaði 108 km. og var bara mjög sprækur. En núna er komin upp töluverð óvissa með þessa viku. Ég á að leggja af stað til Egilsstaða á föstudaginn og þarf að vera þar við vinnu fram á laugardag. Lyftingaæfing föstudagsins er því dottin út. Síðan var kærastan mín að greinast með covid og ég bíð milli vonar og ótta með hvað verður. Ég er búinn að fara í tvö hraðpróf en greindist neikvæður í báðum. En við vorum saman alla helgina og hún er orðin sárlasin þannig það er með ólíkindum ef ég hef sloppið.  Í fyrradag d...

Kófið á góðu skriði í vinnunni

Mynd
VO2 max æfing dagsins  Fólk sem ég var að vinna með í vikunni hefur nú greinst með covid. Við hin erum náttúrulega farin að óttast það versta og maður fer að finna fyrir einhverjum einkennum, eða ímynda sér þau. Ég tók heimapróf í gær og í dag og er í það minnsta neikvæður skv. þeim. Maður vonar bara að sú sem var að vinna með okkur hafi ekki verið smitandi. Ég er að fara í flug til Reykjavíkur núna kl. 19:00 og á að lenda í bænum laust fyrir klukkan átta. Ætlaði að heimsækja Helgu systir og Geira en það er búið að demba á mig fundi og einhverju verkefni í kvöld þannig ég verð að spila það eftir hendinni. Ég verð svo bara að taka heimapróf í fyrramálið áður en ég fer á fundi og vona það besta. Nenni eiginlega ekki að vera sjúkur á hóteli þar sem er orðið augljóst að fluginu mínu norður verður frestað. En ég náði að taka helvíti góða æfingu áðan. Um daginn skeit ég á mig í 4x5 mín VO2 max þannig ég fjölgaði settunum og stytti þau niður í 2 mínútur. Þetta var drullu erfitt en ég klár...

Öllu aflétt - "erum að endurheimta eðlilegt líf"

Mynd
Ef stjórnmálamenn í dag vilja láta taka sig alvarlega, þá ættu þeir að reyna að líta aðeins meira út eins og Leonid Brezhnev.   Rak augun í þessa fyrirsögn á ruv.is og gat ekki annað en brosað út í annað. Þetta er haft eftir Katrínu og vitnað til afléttinga sóttvarna í samfélaginu. Vikan hjá mér í vinnunni hefur allavega verið allt annað en eðlileg, ekki síst í ljósi afléttinga. Ég tek það fram að ég hef s.s. enga skoðun á því hvort eða hvernig á að aflétta, þetta er bara svo langt frá því að vera eðlilegt líf. Í vinnunni hefur fólk verið inn og út og margir veikir, annað hvort með covid eða flensu. Fólk er endalaust að taka próf og enginn veit neitt. Í gær voru iðnaðarmenn í vinnunni að laga loftið og allt fullt af ryki og drullu. Í dag var fólk með einkenni í öndunarfærum og engin veit hvort það er út af ryki eða einhverju öðru. Ein sem var á skrifstofunni í gær er svo komin með covid og allt í biðstöðu. Svo var von á fleira fólki að sunnan en það hætti við þar sem allt var ...

Vikuuppgjör VII - vika 1 í Base 2 - aftur í bílstjórasætið

Mynd
Vikuuppgjör úr Strava.   Eftir niðursveiflu og svekkelsi í miðri æfingavikunni, þá kom ég bara nokkuð sterkur til baka og horfi bjartsýnn fram á veginn. Ég var að skíta á mig á fimmtudaginn og tók þá ákvörðun að klára ekki æfingu dagsins. Ég fór í ræktina daginn eftir og svo færði ég löngu æfinguna aftur um einn dag til að fá frídag. Í dag fór ég 100 km á endurance pace og átti nóg inni þegar ég var að klára. Það tók mig tæpa 3 tíma að hjóla þetta. Ég á reyndar eftir 45 mínútur til að klára settan tímafjölda fyrir vikuna en fór fram úr Total Training Stress Score sem var áætlað. Ég er því í góðum málum. Annars endaði vikan hjá mér svona: Total duration: 07:36 Total Training Stress Score: 349 Bike duration: 05:52 Strength duration: 1:44 Distance: 192 km Elevation gain: 998 m Næsta vika er aðeins brattari og ég er að fara að taka 10 klst. Ég reyndar þarf að fara til Reykjavíkur á fimmtudaginn og þarf þessvegna að fara í smá tilfæringar. Samantekið; ég held ég sé á réttri leið og ætla...

Föstudagspóstur

Mynd
  Þessi vika hefur um margt verið góð og það var rífandi gangur hjá mér í vinnunni. Svo kom reyndar upp eitt leiðindamál sem dró mig aðeins niður en ég ætla að reyna að láta það ekki halda fyrir mér vöku um helgina. Maður er alltaf að þroskast og komast nær því að taka það ekki inn á sig þegar fólk er ekki sátt við mann. Ég tala nú ekki um ef fólkið er ekki í andlegu jafnvægi. En svo er ég líka búinn að vera að pirra mig á hvernig mér gengur með æfingarnar. Eftir rífandi gang (að ég hélt) hafa testin verið að benda til þess að það sé komið bakslag í þetta hjá mér. Ég tók aftur FTP test núna í gær og ég var lélegri en í nóvember. Eftir testið ætlaði ég svo að hjóla í 1,5 tíma en hætti því svo bara þar sem mér leið ekki nægilega vel. Í gærkvöldi var ég frekar slappur og átti erfitt með að halda mér vakandi yfir imbanum. Í morgun var ég svo með kvefeinkenni og það endaði með því að ég bókaði covid-próf í morgun. Niðurstaðan var neikvæð og ég verð því að finna mér aðra afsökun. Nú verð...

Rulli

Mynd
Æfingavikan sem er í gangi.  Þessi vika hefur byrjað vel á flestum sviðum og ósköp gott að vera búinn að fá börnin til sín aftur. Þessi dagur reyndar fór fyrir frekar lítið. Eftir skóla fór Dagbjört til Heiðrósar og ég notaði tækifærið og tók 2 tíma æfingu. Brynleifur var í fótbolta á meðan. Síðan  bara rétt náði maður að halda heimilinu á floti, drekka einn tebolla og horfa á fréttir. Síðan las ég fyrir börnin og er kominn upp í rúm fyrir kl. 22. Maður verður að reyna að hugsa vel um sig. Við átum pasta, egg, salat, brauð og AB mjólk í eftirrétt. Æfingin áðan var endurance æfing og ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef verið ferskari. Ég var að taka réttstöðulyftu í gær og kannski sat það í mér. Annars er ég að ná svakalegum bætingum í ræktinni og vona að það gefi til kynna að ég sé ekki að keyra mig út. Á morgun ætla ég að taka frí en svo tek ég ramp testið sem ég talaði um og smá endurance/recovery eftir það. Kannski færi ég löngu æfinguna fram á sunnudag en ég er búinn a...

Vikuuppgjör VI - vika 5 í Base + FTP test

Mynd
Vikuupggjör úr Strava Jæja þá er þetta blessaða FTP test sem ég var að bíða eftir búið og það endaði ekki eins og ég var að vona. Ég er búinn að taka þrjú FTP test síðan í haust og niðurstaðan hefur verið þessi: 29. september 2021 (20 mínútna FTP test) = 238W sem var 3,6 W/kg 23. nóvember 2021 (Ramp test) = 243W sem var þá 3,74 W/kg 11. febrúar 2022 (20 mínútna FTP test) = 236W sem er 3,6 W/kg Nú væri freistandi að fara að hræra í æfingaprógramminu en ég ætla að sofa alveg rólegur. Það eru vissulega vonbrigði að 20 mínútna testið í september hafi verið betra en það sem ég tók núna en ég ætla að giska á að ég sé bara að venjast þessu mikla æfingaálagi og svo hef ég aðalega verið að hjóla endurance. Ég gerði smá mistök í prófinu núna og reyndi að halda 255-275W í upphafi sem var aðeins yfir markið. Þetta þýddi að ég datt niður um miðbik prófsins og rétt náði að halda 220W. Þegar 5 mínútur voru eftir setti ég í þyngri í gír og kom mér aftur upp í ca. 300W til að klára þetta. Mér fannst...

Veturdrottning

Mynd
Á leið úr vinnu- ég var eins og hirðfífl með lambhúshettu og flugeldagleraugur og ákvað því frekar að taka bara mynd af Puggnum. Það er búið að snjóa nokkuð hressilega hérna norðan heiða og ruðningstækin hafa vart við að hreinsa stíga. Í morgun ætlaði ég að vera sniðugur og sleppa við að bera hjólið yfir ruðninginn hérna við blokkina en þetta leiddi mig í hálfgerðar ógöngur og ég skiptist á að þræða hálfmokaða stíga og vera í umferðinni. En eins og alltaf finnst mér þetta gaman og hressandi. Ég gæti heldur ekki verið sáttari með að hafa keypt þetta hjól, en ég færi lítið um á venjulegu fjallahjóli eins og mokstri er háttað. Það var brjálað að gera hjá mér í vinnunni í dag og ég stóð varla upp frá skrifborðinu mínu. Ég endaði með að sitja tveimur klukkutímum lengur en venjulega og ætlaði varla að hafa mig heim. Þrátt fyrir góðan gang í vinnunni var ég eitthvað hálf tómur og eirðarlaus þegar ég kom heim í tómann kofann. Til að vinna bug á því fór ég að fara í gegnum eldhússkápana, þrífa ...

Vikuuppgjör V - vika 4 í Base

Mynd
Vikuuppgjör af Strava Þá er  þessari æfingaviku lokið og ég er ekkert eðlilega ánægður með mig. En eftir 3 klst. æfingu í morgun er ég líka mjög feginn að það sé komin hvíldarvika og geta hvílt hjólið fram á miðvikudag. Ég fer í ræktina á morgun en svo kemur einn frídagur sem er vel verðskuldaður. Ég tek svo FTP test á föstudaginn áður en ég fer í ræktina og þá kemur í ljós hvort ég er ekki á réttri leið. En vikan endaði svona: Total duration: 10:55 Total Training Stress Score: 467 Bike duration: 09:10 Strength duration: 1:45 Distance: 245 km Elevation gain: 3347 m Eins og ég var búinn að koma inn á hér áður þá fór ég að bæta á mig smá vikt eftir að ég byrjaði í ræktinni en með öllu þessu hjólaríi er það að jafnast út. Ég er að bæta á mig vöðvamassa og missa fitu. Miðað við allt æfingaálagið þýðir þetta að ég er að éta nóg og sæmilega rétt. En annars er bara allt gott að frétta. Við börnin áttum dásamlega helgi í rólegheitum heima. Dagbjört var á fullu að leika við vinkonur og Bryn...

VO2 max

Mynd
VO2 max æfing vikunnar.  Markmið VO2 max æfinga er að bæta súrefnisupptöku líkamans og flæði súrefnis í blóðrásinni til vöðvanna. Þetta snýst um að vera að vinna á mörkum þess að detta inn á loftfyrrta kerfið. Þetta hjálpar mikið til við endurheimt milli áreynslu, sem kemur sér t.d. vel í keppni þegar maður þarf oft að taka snarpa spretti en hægja á inn á milli. Það er t.d. klassískt að menn stingi af eftir brekkur og þá eru það þeir sem geta haldið áfram á miklu efforti sem komast í burt- þeir eru fljótir að jafna sig. Ég tók eina klassíska VO2 max æfingu í síðustu viku (4x4 mínútur) og var alveg að skíta á mig. Ég ákvað því að stytta álagstímann núna (intervals) og setti hann frá 2 mín og niður í 30 sekúndur. Þetta voru allt í allt 12 blokkir = 15 mínútur á 108-120% af FTP. Eins og sést á bleiku línunni þá var ég að gera gott betur og þetta gekk bara hrikalega vel. Ætli ég hafi ekki bara verið þreyttur í síðustu viku. Næst ætla ég að prufa hvort ég ná ekki að halda út í 4x4 mínút...

Vani og rusl

Mynd
 "Habits are the way to improve yourself. You don't have a lack of "motivation". You have lack of habits, and a lack of understanding of how to intelligently create habits." Ég fæ nú stundum kjánahroll þegar ég sé eitthvað sjálfshjálpar eða "motivational" efni á netinu. En ég tengdi svo sterkt við þetta hérna að ofan og stal því úr einhverju story á Instagram. Að fara úr því að vera alltaf að reyna að mótívera mig upp í eitthvað átak og brjálæði- yfir í það að koma ákveðnum hlutum upp í vana. Borða venjulegan mat (yfirleitt hollt)- en ekki endilega sleppa alveg því sem gerir lífið þess virði að lifa því. Hjóla og ganga í staðinn fyrir nota bíl. Hreyfa sig helst alla daga. Ef maður kemst ekki í ræktina, gerir maður bara eitthvað heima, bara eitthvað smá- og gerir það helst alla daga. Þú sérð ekki árangur strax en hann kemur. Staðfesta umfram brjálæði og magn umfram ákefð . Hlusta á líkamann, ekki fá strengi. Heilbrigð skynsemi. En þó að ég sé með háleit...