Vikuuppgjör VIII - vika 2 í Base 2
Vikuuppgjör úr Strava. Jæja þá er vika 6 af 22 fram að íslandsmóti búin- og hún gekk bara fínt þrátt fyrir að ég þyrfti að vera með tilfæringar þar sem ég fór í vinnuferð til Reykjavíkur. Það sem reddaði mér var að ég var á Grand Hótel og þar er ágætis aðstaða til að lyfta. Ég gat því haldið lyftingaæfingunni inni á föstudegi og hjólaði svo létt þegar ég kom í bæinn á laugardaginn (fluginu var frestað um heilan sólahring). Í gær (sunnudag) tók ég svo löngu æfingu vikunnar og hjólaði 108 km. og var bara mjög sprækur. En núna er komin upp töluverð óvissa með þessa viku. Ég á að leggja af stað til Egilsstaða á föstudaginn og þarf að vera þar við vinnu fram á laugardag. Lyftingaæfing föstudagsins er því dottin út. Síðan var kærastan mín að greinast með covid og ég bíð milli vonar og ótta með hvað verður. Ég er búinn að fara í tvö hraðpróf en greindist neikvæður í báðum. En við vorum saman alla helgina og hún er orðin sárlasin þannig það er með ólíkindum ef ég hef sloppið. Í fyrradag d...