Færslur

Sýnir færslur frá október, 2021

Hvað getur þú gert?

Mynd
Dagbjört í verslunarleiðangri með mér í Bónus. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að loftslagsváin verði aldrei leyst nema ofan frá. Þ.e. stjórnvöld verði að taka forystu í málinu og þröngva upp á okkur aðgerðum sem munu breyta lífi okkar meira en við getum ímyndað okkar (og viljum). Því miður. Lengi vel var ég þeirrar skoðunar að það að taka upp hjá sjálfum sér einhverjar hjákátlegar aðgerðir, eins og að flokka rusl eða selja bílinn sinn, væri eins og að öskra á beina útsendingu í fótbolta til að hafa áhrif á niðurstöðu leiksins. Eitthvað sem væri frekar gert af sjálfselsku til að líða betur. "Ég lagði mitt af mörkum, ég flokkaði rusl". Þrátt fyrir þetta hef ég sjálfur verið að feta mig í átt að umhverfisvænni lífsstíl og er það frekar að ágerast. Ég á ekki bíl, ég er farinn að borða meira grænmeti og ég hugsa mig virkilega vel um þegar ég skipulegg ferðalög. Ég keypti mér ekki ný föt í heilt ár, ég flokka rusl og geng með það í grendargám og ég reyni að forðast það að kau...

Af æfingum

Mynd
  Ég og Spaði sem Dagbjört Lóa gerði á Lundarseli. Ég var að spá í að hafa þennan pistil um hagræn áhrif covids og uppbyggingar göngueildar í úthverfi Reykjavíkur en á síðustu stundu breytti ég yfir í að tala bara um æfingar og mat. Þannig þið getið bara slökkt á vafranum ef þið nennið þessu ekki. Nú er ég rúmlega hálfnaður inn í æfingalotuna í þessari viku og það hefur bara gengið vel. Ég hef reyndar sennilega verið að keyra á óþarflega háu tempói á „rólegu“ æfingunum, en á móti kemur er að ég fæ aldrei strengi og er bara sprækur.  Threshold æfingin- útkeyrsla úr Strava. Í fyrradag tók ég threshold over/unders sem var 2x12 mínútur. Æfingin snýst um að fara yfir FTP gildið sitt í eina mínutu (mesta afl sem ég get haldið í klukkutíma) og svo er „hvíld“ í eina mínútu sem er rétt undir FTP-inu (1+1x6min). Þetta er erfiðasta æfing sem ég hef tekið og í fyrra settinu sá ég ekki fram á að geta klárað þetta. En ég setti undir mig hausinn og þraukaði. Þegar ég var að hjóla mig niður v...

Gluggatjöld

Mynd
Sól lækkar á lofti og senn mun það falla í gleymskunar dá að ég á eftir að kaupa mér gluggatjöld. Þá erum við komin heim eftir frábæra ferð í borgina. Við skelltum okkur m.a. í leikhús og gamli karlinn sýndi tækni sína og líkamsstyrk í þrautabrautinni og á trampolínunum í Rush. Ég ætlaði fyrst ekki að þora að fara þarna inn en svo reyndi maður að minna sjálfan sig á að það er allt í lagi að vera asnalegur og enginn að velta því fyrir sér. Maður er víst ekki nafli alheimsins. Á endanum óð ég um salinn eins og óður hani í mannaskít og skemmti sér mjög vel. Ekki var mikið um matarupplifanir í ferðinni og ég hefði s.s. alveg verið til í að prufa eitthvað nýtt og spennandi. Í staðinn fórum við á Eldsmiðjuna (hún var fín), KFC og Stjörnutorg. Síðan átum við vel af snakki og ógeði og maður er ennþá með 2 kg af bjúg framan í sér. En dítoxandi spínathræringar eru að hjálpa til við að láta þetta leka af manni. En þessi vika hér á Akureyri byrjar ágætlega. Veðrið hefur fallegt fallegt og stillt o...

Haust

Mynd
Langt síðan ég hef birt eftir mig mynd. Þessi er kannski tilbúin. Það er búið að vera ansi haustlegt síðustu daga. Laufin héngu ótrúlega lengi á trjánum en gáfust svo upp á endanum og féllu til jarðar. Núna er eins og Efri Brekkan hafi verið lögð gulu teppi. Ég hef aldrei verið haustmaður, en það er samt einhver sjarmi yfir þessu.  Ég var búinn að ákveða að vinna í Víkingalottó á miðvikudaginn en það mistókst. Ég vinn bara á laugardaginn í staðinn. Þó mér líði afskaplega vel hérna í Hjallalundinum þá sárvantar mig bílskúr fyrir hjólin mín svo ég geti hugsað betur um þau. Ég sé því fyrir mér að kaupa litla raðhúsíbúð með bílskúr. Ég fór því að undirbúa mig (ég veit að ég mun vinna og ég á það skilið) og kíkti á www.fasteignir.is til að sjá hvað er í boði. Niðurstaðan úr því er sú að það er eiginlega ekkert húsnæði í boði á Akureyri og það sem er í boði er geðsjúklega dýrt. Raðhús með bílskúr, svipað á stærð og Dalsgerðið kostar 60-70 milljónir. Til samanburðar keyptum við Dalsgerðið...

Af hinu og þessu

Mynd
Börnin að fara í strætó. Nú eru börnin farin með strætó til Skagafjarðar og klára haustfríið frá skólanum með mömmu sinni þar. Það var pínu skrítin tilfinning að skilja við þau í strætónum og fara svo bara í vinnuna aftur. En þau sjálf voru pollróleg yfir þessu og fannst þetta bara spennandi. Ég pikka þau svo upp eldsnemma á föstudaginn í Aðalstrætinu og við förum með flugi til Reykjavíkur þar sem við ætlum að sjá Kardimommubæinn og gera okkur glaðan dag.  Lýsandi mynd fyrir hvernig mér hefur gengið að mála. Það var rosalega mikið um að vera hjá okkur um helgina og því varð ekki mikið úr málningavinnu. Ég er þó kominn með eitthvað á blað fyrir þessi 2 verkefni sem ég er með hangandi yfir mér. Í gærkvöldi ætlaði ég að halda áfram en fór í rúmið frá tómu blaði. Í kvöld ætla ég að setjast niður og sleppa fram af mér beislinu; nota grófan blýant, teikna hratt án fyrirmyndar og sletta málningu þar til ég verð doppóttur í framan. Eftir góða rispu í grænmetisáti síðustu misseri fór að síg...

How to workout smarter

Mynd
Upphífingarátak í H3e Stundum rekst maður á eitthvað á netinu sem breytir lífi manns. Í ljósi þess hvað ég er að fara að tala um núna, þá eru þetta kannski svolítið dramatísk orð. En þetta breytti samt lífi mínu. Ætli það séu ekki orðin 3 ár síðan ég rakst á myndbandið How to Workout Smarter sem tekið er úr Joe Rogan podcasti. Í kjölfarið breytti ég eiginlega alveg nálgun minni á æfingar og legg frekar áherslu á magn, minna effort og flæði. Þannig náði ég mér t.d. úr meiðslum þegar ég var að mæta í crossfit. Núna passa ég mig á því að fá aldrei strengi sem koma í veg fyrir að ég geti æft daginn eftir.  Ég ætla ekki að eyða tíma í að fara nákvæmlega yfir hvað þeir kumpánar eru að spjalla um þarna en hvet áhugasama á að kíkja á þetta. En út frá þessu fór ég að setja upp litlar æfingarútínur sem ég er duglegur að gera heima. Þær eru svo stuttar að það er engin afsökun að sleppa þeim. Og svo passa ég að þær séu líka skemmtilegar. Ég reyndar stilli þessu yfirleitt þannig upp að ég er a...

Matur

Mynd
Lóa á leið í sýnatöku á föstudaginn í síðustu viku. Hún stóð sig eins og hetja.  Dóttir mín að lýsa matnum í skólanum: Það var eitthvað svona í matinn, man ekki hvað það heitir, kjöt sem er eins og mold og svo var svona eitthvað langt með sem er eins og núðlur. Það var s.s. hakk og spaghetti.  Þetta er ótrúlega krúttleg setning hjá dóttur minni og er góð og gild sem gullkorn frá litlum spekingi. En hún hafði samt einhver áhrif á mig og kveikti hugrenningatengsl við ósjálfbæra og oft ómannúðlega (ættum kannski frekar að segja ódýrúðlega) matvælaframleiðslu. Hakkaður brúnn kjötgrautur, sem lítur út eins og mold. Namm. 

Afmæli hjá Brynleifi

Mynd
Brynleifur að prufa borvélina sem við Dagbjört gáfum honum. Vikan byrjaði ágætlega hjá okkur, enda 10 ára afmæli Brynleifs í gær. Eins og venjulega byrjaði dagurinn með steiktum lummum og pökkum í bítið. Ég vaknaði kl. 06:30 og hjólaði niður í Aðalstræti. Þegar ég var að koma niður Spítalaveginn tók á móti mér indælis lummulykt og ég vissi að ég var á réttri leið. Eftir það hjólaði ég í gegnum miðbæinn og upp í vinnu. Guð minn almáttugur hvað það er næs að ferðast um á hjóli þegar veðrið er gott og bærinn svona fallegur. Eftir vinnu sótti ég Dagbjörtu Lóu í skólann og við tókum strætó niður í Þórunnarstræti og gengum svo í gegnum Lystigarðinn sem skartar sínu fegursta þessa dagana. Þaðan fórum við niður í Aðalstræti þar sem var smá fjölskylduhittingur og kökur. Í gærkvöldi fékk svo Brynleifur að velja kvöldmat og að sjálfsögðu valdi hann Serrano, sem er í miklu uppáhaldi. Við buðum Dóru frænku með og skemmtum okkur konunglega. Við höfum nú ekki planað mikið í vikunni frekar en venjuleg...

Æfingaplan

Mynd
Æfingaplan vetrarins eins og það lítur út núna. Ég er búinn að vera að velta mikið fyrir mér hvernig ég ætla að byggja upp æfingaplan fyrir veturinn. Eins og ég kom inn á hér um daginn var ég annarsvegar að spá í að borga áskrift af "Adaptive Training" hjá Trainerroad, eða að hafa samband við þjálfara. En miðað við framfarirnar hjá mér síðasta sumar og þá staðreynd að ég er þokkalega læs og skynsamur, þá ákvað ég bara að byggja upp plan sjálfur.  Planið er byggt upp í þremur 3 mánaða blokkum þar sem ákefð og tímar á hjólinu (volume) eykst hægt og rólega. Fyrstu 3 mánuðina er ég að hjóla 4 klst á viku, en verð kominn upp í 7 þegar ég er að fara út í sumarið. Þegar ég get farið að hjóla úti ætla ég bara að að hafa gaman og gera það sama og ég var að gera síðasta sumar. Ég set þetta að sjálfsögðu upp með fyrirvara um að flytja æfingar eitthvað til innan hverrar viku. Ég held að þetta ætti að vera nóg til að ná þeim markmiðum sem ég er búinn að setja mér. En ég ætla að fara aðein...

Sóttkví og smitgát

Mynd
Mamma og Brynleifur koma og færa Dagbjörtu Lóu pakka- skrítnir tímar. Um helgina fengum við skilaboð um að Dagbjört Lóa hafi verið í námunda við smitaðan einstakling á föstudaginn og væri komin í sóttkví. Hún var hjá mér þegar þetta gerðist og því lá beint við að ég myndi fylgja henni í gegnum sóttkví. Systkinin voru aðskilin og Brynleifur fór til mömmu sinnar. Ég náði í vinnutölvuna á mánudaginn og hef verið að reyna að sinna bæði barni og vinnu. Dagbjört hefur tekið þessu býsna vel enda dekrað við hana með kanilsnúðum, Oreo og svo fær hún að vera meira í símanum en venjulega. En hún er líka búin að vera dugleg að pússla og mála vatnslitamyndir. Síðan skreppum við út allavega einu sinni á dag í smá hjólatúr.  En þrátt fyrir að hún beri sig vel finnst henni þetta mjög skrítið og í gærkvöldi brotnaði hún saman þegar hún var að fara að sofa vegna þess að hún saknaði Brynleifs svo mikið. Þá rann upp fyrir mér að þrátt fyrir því að börnin séu vön að vera í burtu frá mér eða mömmu sinni...

Money money money

Mynd
Wahoo hjártsláttamælir. Ég er búinn að vera með hjartað í buxunum fyrir þessi mánaðarmót (tengist ekki hjartsláttamælinum beint). Ofgreidd laun frá Háskólaráði (hef aldrei setið í því) sem ég varð að endurgreiða, óvænt símakaup og annað misskemmtilegt varð til þess að ég var að verða kominn með allt í skrúfuna. Ég þurfti að fá mér yfirdrátt og fá lánaða peninga hjá Þórði og mömmu. Ekki skemmtilegt að vera í þessari stöðu á sama tíma og maður horfir á skuldabréf hækka og reikninga frá Akureyrarbæ sömuleiðis. Eftir að Dagbjört Lóa byrjaði í skólanum hækka greiðslur til bæjarins um hátt í 15 þúsund krónur á mánuði og nú greiði ég ca. 45 þúsund á mánuði. Hússjóðurinn hjá mér er líka kominn upp úr öllu valdi vegna framkvæmda næsta sumar og ég varð að bæta á mig betri tryggingum. Útgjöldin eru að aukast á öllum vígstöðvum. En áðan fékk ég greitt úr Ríkissjóði og endurgreiðsla frá skattinum bjargaði þessum mánaðarmótum. Nú á ég bara eftir að borga mömmu og yfirdrátturinn verður að fá að malla...