Hvað getur þú gert?
Dagbjört í verslunarleiðangri með mér í Bónus. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að loftslagsváin verði aldrei leyst nema ofan frá. Þ.e. stjórnvöld verði að taka forystu í málinu og þröngva upp á okkur aðgerðum sem munu breyta lífi okkar meira en við getum ímyndað okkar (og viljum). Því miður. Lengi vel var ég þeirrar skoðunar að það að taka upp hjá sjálfum sér einhverjar hjákátlegar aðgerðir, eins og að flokka rusl eða selja bílinn sinn, væri eins og að öskra á beina útsendingu í fótbolta til að hafa áhrif á niðurstöðu leiksins. Eitthvað sem væri frekar gert af sjálfselsku til að líða betur. "Ég lagði mitt af mörkum, ég flokkaði rusl". Þrátt fyrir þetta hef ég sjálfur verið að feta mig í átt að umhverfisvænni lífsstíl og er það frekar að ágerast. Ég á ekki bíl, ég er farinn að borða meira grænmeti og ég hugsa mig virkilega vel um þegar ég skipulegg ferðalög. Ég keypti mér ekki ný föt í heilt ár, ég flokka rusl og geng með það í grendargám og ég reyni að forðast það að kau...