Svifryk
Ótrúlegt að sjá hvaða áhrif nagladekkin virðast hafa á svifryksmengun hérna í bænum. Nú er ekki búið að sandbera neitt ennþá, þannig að maður getur passlega gert ráð fyrir því að sú mengun sem er í loftinu sé að mestu vegna nagladekkja. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 μg meðaltal yfir einn sólahring og því hafa mörkin væntanlega verið rofin allavega tvisvar á einni viku. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er sú að ég hef fundið fyrir þessu í öndunarfærunum síðustu vetur. Svo er líka ofboðslega leiðinlegt að vera að labba úti í frosti og stillu og loftið er mettað af eitri og ógeði. Eins veltir maður fyrir sér hversvegna er verið að setja þessi heilsuverndarmörk ef ekkert gerist þegar farið er yfir þau?