Haustið kveikti eitthvað í mér

Frá Hamragerði- séð til Norðurs.
Vatnslitir á sléttan pappír
Það var inspirerandi að ganga um bæinn í haustblíðunni í gær. Laufblöð í öllum heimsins helvítis litum og endaulausir skuggar sem láku út um allt í fullkomnu stjórnleysi. Sól og skuggar, karl með hatt og hundur sem kúkar á grein.

Fór í kistuna í morgun og tók upp eitthvað málningadót. Klippti niður ljóta mynd á sléttum pappír og útbjó 2 hóflega stór blöð. Gerði mynd af Brynleifi að ganga niður Þingvallastrætið á aðra þeirra og svo þessa hér að ofan. Hamragerðið er draumagatan mín á Akureyri. Hús í fúnkístíl og útsýnið geggjað.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði