Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2015

Ó hve gott á....

Mynd
Fólk heldur ábyggilega að ég sé orðinn brjálaður. En bakvið hverja heppnaða vatnslitamynd hjá mér eru oft annsi margar tilraunir. Maður verður að æfa sig. Þessi átti að vera rosalega dimm og spúgí en svo birti nú yfir henni. Ég held samt að loka útgáfan verði bjartur og heitur sumardagur.

Lindar

Mynd
Þessi er nú eiginlega best af þessum þremur "lindarmyndum" mínum þó það skíni kannski ekki alveg í gegn á þessari mynd. Stafninn á skálanum er nú reyndar ekki góður. Hún er ágæt í real life samt. Hún verður þó aldrei annað en skissa. Á síðustu málverkum sem ég hef gert er kominn einhver ákveðinn blær eða karaktereinkenni sem ég tek meira eftir en áður. Ég veit ekki hvort ég kunni að meta það eða ekki. Ég á erfitt með að útskýra það en það tengist eitthvað mattri áferð og teiknimyndastíl.

Vandræði

Mynd
Þessi var ekki alslæm en svo lenti ég aftur í ógöngum með forgrunninn sem endaði með flippi. Himininn er skemmtilegur

Frá Lindum

Mynd
Datt í einhverjar fjalla-nostalgíu. Skáli í Herðubreiðarlindum. Lenti í darraðadansi með forgrunninn sem varð ekki eins og ég lagði upp með í byrjun. Að öðru leiti náði ég ágætlega fram því sem ég vildi en hugsa að ég noti ekki svona grófan pappír á næstu

af ferðamönnum (ljóð í vinnslu)

heiður himinn sól á lofti logn lítil flugvél suðar í fjarska grænt klístrað birki tíbrá  í skugga bakvið klett leynist hann afskiftur kúkurinn

Grjót og hraun og eitthvað

Mynd
Þessi er ágæt í fjarska. Maður þarf meira að segja ekkert að fara svo langt í burtu

Urban sketching

Mynd
Fór út að hjóla með Brynleifi áðan. Eða réttara sagt, ég sat í garðstól og horfði á hann renna sér upp og niður götuna. Tók með mér skissubókina og gerði eina lauslega skissu af því sem fyrir augu bar.

Eitt en

Mynd

Pæling

Stundum þegar ég er úti að hjóla eða labba slær niður í kollinn á mér einhverri setningu eða heimspekilegri pælingu. Oft er ég alveg viss um að ég hafi verið að leggja grunn að nýrri heimspekikenningu. Jafnvel einhverju sem muni breyta heiminum. Ef svo ólíklega vill til að ég muni þetta svo þegar ég kem heim, og reyni að skrifa þetta niður, kemst ég yfirleitt að því að þetta var í besta falli eitthvað barnalegt bull og í versta falli alveg óskiljanleg og samhengislaus þvæla. Það er svo skrítið að þetta gerist nokkuð oft þegar ég er að hjóla eða ganga, en gerðist eiginlega aldrei þegar ég var að hlaupa. Þegar ég hljóp, þá einhvernveginn yfirgaf ég bara líkamann og setti á autopilot. Hugurinn bara reikaði eitthvað út í loftið, kom svo aftur til mín í smá stund til að fá 0-stillingu- en fór svo bara aftur. Eins og geimfar sem þurfti að komast heim til að fá hleðslu. Það sat aldrei neitt eftir í hausnum eftir hlaupin. Ekki nema vellíðunin auðvitað. Í dag var ég að hjóla hjá Hverfjalli ...

Lagfæringar og stór verk

Mynd
Breytti VB myndinni. Veit ekki hvort það var til góða. Síðan fékk ég 2 stórar úr innrömmun

VB

Mynd
Stundum bara kemur þetta til manns áreynslulítið. Ætlaði að mála hús en hætti svo við. Þessi tók ekki langan tíma enda viðfangsefnið nokkuð kunnulegt. Ég er bara sáttur við þessa aldrei þessu vant

Ein frjálsleg

Mynd

Google StreetView

Mynd
Þarf aðeins að laga þessa til án þess ég fari út í tæknirúnk hér og nú. En street view er áhugavert til listsköpunar

Stór mynd

Mynd
Þessi verður erfið. En ég hef allan mogundaginn til að hugsa hana út

Hjól

Mynd
Frá Námaskarði fyrir nokkrum dögum Ég er algerlega orðlaus yfir þessu hjóli sem ég keypti mér í fyrrahaust. Þar sem flestir slóðar eru ennþá blautir eða undir snjó hefur það gert það að verkum að maður hefur þurft að vera kreatívur við að finna leiðir. Í stuttu máli fer maður bara beint af augum. Það er helst að hraun stoppi mann. Ég er að fara leiðir og gera hluti sem ég hefði aldrei látið mig dreyma um í villtustu draumum fyrir nokkru síðan. Þetta kemur svo skemmtilega á óvart þar sem ég hélt að ég væri að kaupa mér eitthvað verkfæri sem ég hefði ekkert með að gera. Áðan hjólaði ég eftir hitaveitustokknum upp að hesthúsum, þaðan upp í Kringlu og svo beint upp brekkuna þar og upp á topp. Hjólaði svo þvers og kruss út um allt og endaði á því að koma hlíðina fyrir ofan þorpið og fara niður að golfvelli. Snilld
Mynd
Ég held áfram í Brekkumyndunum. Þetta er contour-teikning eftir ljósmyndinni sem ég hef verið að nota fyrir bæjarteikningarnar. Freysteinn lengst til vinstri og Helga gamla honum á vinstri hönd. Áslaug í kjól og Hjálmar horfir á þau. Ólöf systir Helgu og fleira fólk. Gamli Brekkubærinn í baksýn. Það er ekki oft sem ég lendi í því að vita ekki hvort eða hvað ég eigi að gera meira við mynd. Það er eitthvað við þessa. Ég ætla að melta hana aðeins áður en ég geri nokkuð meira.

Krot að morgni dags

Mynd
Frá Rvk

Gamlir tímar

Mynd
Ég er búinn að vera að gera myndir eftir einu ljósmyndinni sem til er svo vitað sé af gamla Vagnbrekkubænum fyrir 1947. Þ.e. frá þeim tíma er suður stafninn var steyptur en vesturhlutinn hlaðinn úr torfi og grjóti. Ljósmyndin er í raun ekki góð og það sést bara hluti af húsinu svo ég hef þurft að beita ímyndunaraflinu. Ég er búinn með 2 myndir sem mætti segja að séu nokkuð hefðbundnar og ég ætla að gefa. Það er bara af bænum sjálfum en ekki af umhverfinu. Síðan gerði ég þessa frjálslegu skissu út í loftið og bætti við bát og vatni. Já og skilti sem var örugglega ekki á þessum tíma.

Túr í vori

Mynd
Tók smá skrens á hjólinu í dag. Reyndar líka í gær og líka í fyrradag. Í gær tók ég smá off-road, upp hjá flugvelli og elti svo hæstu hæðir að þorpinu. Hjólaði Hlíðina yfir þorpinu, niður á golfvöll og svo heim. Í dag fór ég upp á Hverfjall. Þurfti reyndar að teyma hjólið upp mestalla leiðina en hjólaði svo hringinn. Steig aðeins af hjólinu á hæsta punkti og horfði til suðurs. Villingafjallið er alltaf svo virðulegt. Síðan lét maður sig vaða niður alla leið í einum rykk. Það tók ekki langan tíma. Snilld!

T

Mynd
T

Ljóð

lóan er komin að kveða burt snjóinn hún lúrir þarna norðan við búðina hitaveitustokkurinn er hennar kjörlendi tóta þeysist framhjá á rafskutlu nálgast gatnamótin bremsurnar frosnar - stýrið líka rafknúið ökutæki á flugi sinugul víðerni og endalausir hjarnflákar dýrðin dýrðin.....

Ryk

Mynd
Dustaði rykið af gömlum syndum. Þessi er ágæt

Hálfkláruð mynd

Mynd
Sem verður sennilega aldrei neitt

No.2

Mynd
Ég held að mér finnist þessi betri en sú síðasta. Hraunið sem teygir sig niður að vatninu er klárlega betra. Forgrunnurinn sennilega líka. Fjallið er eitthvað að trufla mig en þetta er býsna gott. Það er kyrrlátur dagur.

Golf og myndlist

Að mála er eins og að spila golf. Þú ferð 2 hringi; í annað skiptið voru löngu höggin góð en stutta spilið í rugli. Næst snýst þetta við, maður hittir enga braut en nær oft að redda sér á stutta spilinu. Maður málar 2 myndir af sama mótívi. Önnur er með fallegt fjall en ljótan forgrunn. Hin er með fallegan forgrunn en ljótt fjall. Önnur falleg úr fjarska en hin nálægt.

Undirbúningur fyrir aðra

Mynd
Málaði líka fleiri sem eru af húsi sem má ekki birta

Fjallið

Mynd
Bláfjall frjálslega málað og sumarið komið. Hlakka til að heyra í hávellunni og brúsanum. Líka að ganga í gegnum þykkan sverm af stóru toppflugu. Það er eitthvað svo ótrúlega fjarlægt núna.

Kvölddúttl

Mynd
Tvö verkefni sem ég dundaði mér við í kvöld. Belgur er eftir mynd sem ég tók á símann í vetur þegar ég var að hjóla í Brekku og þvælast út á vatni. Mér tókst svo sem ekki alveg að ná því fram sem ég ætlaði að gera en myndin er svo sem ágæt að mörgu leiti. Ég hefði samt þurft að setja meira blátt í fjallið til að "ýta" því aftar í myndflötinn. Himininn er mjög neutra, kannski of. Hin myndin er ein af þessum óteljandi sem ég er með í vinnslu fyrir ýmis tilefni. Eitthvað sem engin hefur beðið um en mig langað til að mála og færa að gjöf. Það gengur hægt á listann. Ef mér tekst að mála eina stóra fallega mynd ætla ég að gefa slysavarnarfélaginu hana til að hengja upp í nýrri aðstöðu sinni á Múlavegi. Sjáum til hvernig þessi verður eftir að ég hef klínt á hana málningu.

Verklítill

Mynd
Kom ekki miklu í verk í dag

Frábær dagur

Mynd
Frábær dagur að kveldi kominn. Hjólatúr með Brynleifi, samvera með vinum og fjölskyldu og góður kvöldmatur. Fór í hjóltúr í dag og stoppaði í Vogafjósi og fékk mér köku með rjóma og kaffi. Skissaði mynd af Vogar City í leiðinni. Hjólatúrinn var ágætis quality time til að raða hugsunum og díla við sjálfan sig. Vogahraunið var fallegt og rjúpnalegt. Góðar minningar rifjuðust upp af göngutúrum með byssu um öxl.