Stundum þegar ég er úti að hjóla eða labba slær niður í kollinn á mér einhverri setningu eða heimspekilegri pælingu. Oft er ég alveg viss um að ég hafi verið að leggja grunn að nýrri heimspekikenningu. Jafnvel einhverju sem muni breyta heiminum. Ef svo ólíklega vill til að ég muni þetta svo þegar ég kem heim, og reyni að skrifa þetta niður, kemst ég yfirleitt að því að þetta var í besta falli eitthvað barnalegt bull og í versta falli alveg óskiljanleg og samhengislaus þvæla. Það er svo skrítið að þetta gerist nokkuð oft þegar ég er að hjóla eða ganga, en gerðist eiginlega aldrei þegar ég var að hlaupa. Þegar ég hljóp, þá einhvernveginn yfirgaf ég bara líkamann og setti á autopilot. Hugurinn bara reikaði eitthvað út í loftið, kom svo aftur til mín í smá stund til að fá 0-stillingu- en fór svo bara aftur. Eins og geimfar sem þurfti að komast heim til að fá hleðslu. Það sat aldrei neitt eftir í hausnum eftir hlaupin. Ekki nema vellíðunin auðvitað. Í dag var ég að hjóla hjá Hverfjalli ...