Ég held áfram í Brekkumyndunum. Þetta er contour-teikning eftir ljósmyndinni sem ég hef verið að nota fyrir bæjarteikningarnar. Freysteinn lengst til vinstri og Helga gamla honum á vinstri hönd. Áslaug í kjól og Hjálmar horfir á þau. Ólöf systir Helgu og fleira fólk. Gamli Brekkubærinn í baksýn.

Það er ekki oft sem ég lendi í því að vita ekki hvort eða hvað ég eigi að gera meira við mynd. Það er eitthvað við þessa. Ég ætla að melta hana aðeins áður en ég geri nokkuð meira.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði