Færslur

Sýnir færslur frá október, 2007

Rjúpur

Jæja elskurnar, er rjúpnabrjálæðið ekki að byrja á morgun? Set hér inn í tilefni af því færslu úr veiði- skruddunni minni. Mikið sé ég eftir að hafa ekki verið duglegri að skrifa síðustu ár í þessa bók mína. Laugardagur 18. okt. 1997 Fyrsta rjúpnaferðin þetta árið. Ég gekk austur með fjallinu og út í Tittlingsbrekku, þaðan í borgirnar n-austanmegin við. Sá slóðir en engar rjúpur. Þó nokkuð af gæsum flugu yfir í oddaflugi, 4 hópar sem töldu ca. 30-40 fugla hver. Veður: 15 cm jafnfallinn snjór. Logn til að byrja með en blés svo aðeins, hiti -2°C. Sunnudagur 19 okt. 1997 Fór með Gísla og Einari í Bóndhólshraun. Vorum einnig N-vestanmegin við fjöllin. Þó nokkuð var af fugli sem var í meðallagi styggur. Ég skaut 10 og Týra hljóp á eftir einni, stökk upp í loft og náði henni. Veður: 15 cm jafnfallinn snjór, frost var c.a -3°C og veður var mjög fallegt. Við flettingar aftar í bókina kemst ég að því að færslurnar hafa sífellt orðið nákvæmari og þar af leiðandi lengri. Í flestum tilfellum sýnis...

Rússar og nærsveitamenn

Hvað er betra en að vakna snemma í sól og blíðu, fá sér vænan bolla af rjúkandi Löfbergs Lila og hlusta á Rás 1. Sólin kyssir akra og breiðir hlýju sína yfir skóga og gömul tréhúsin allt um kring. Hettusöngvari sest á grein í tréinu mínu, fyrir utan gluggan minn og segir "Halló Bjarni, góðan daginn fallegi maður". Gamall maður ber út brúnost í hús og börnin syngja "Dýrð sé drottni í upphæðum og Haraldi konungi vorum". Allir bera Bergans bakpoka fulla af lífsgleði og hamingju til vinnu og skóla. Djöfullinn maður, bara það væri gönguskíðafæri. Í dag ætla ég ekki að vera jafn stressaður og í gær. Í dag ætla ég að drekka minna kaffi en í gær. Í dag ætla ég að loka hurðinni á bílnum mínum þegar ég vík frá honum. Samt ætla ég að áorka meira en ég gerði í gær.
Mynd
Vaknaði óþarflega seint í morgun og var kominn á bömmer áður en ég náði að koma mér í inniskó og hella uppá. Fljótlega fór ég að reka augun í ósamræmi milli klukkna og eftir ítarlegar rannsóknir og langar yfirheyrslur yfir sambýlisfólki mínum fékk ég þetta á hreint. Kóngstytturinn hefur breytt yfir á vetrartíma og þannig gert heiðarlega tilraun til að færa mig nær minni lífræðilegu klukku. Þetta er mjög jákvætt en veðrið sem við fengum með þessu er mjög subbulegt. Finn ekki neitt í símaskránni sem heitir Kongelige klage linen eða eitthvað svoleiðis þannig að maður verður bara að kyngja þessu. Samt svolítið skrítið til þess að hugsa að einhver karl í silkislopp að éta vínarbrauð breyti klukkunni svona bara ef hann er í stuði. Fékk svo tölvupóst í morgun sem ég veit ekki hvernig ég á að túlka. "Nice to meet you HA030752 (netfangið mitt) stop worrying, she will stay if you enlarge your penis" Ég þarf að komast að því hver "she" er því ég vil ekki missa hana sama hvaða ...

Fróðleikur

Ég er búinn að vera mikið að leita mér að vísindagreinum í ritgerð sem ég á að skila fljótlega. Ég rakst á grein sem mér fannst þess virði að staldra við en efast um að ég gefi mér tíma til að lesa hana. Ef ég snara þessu yfir á íslensku heitir greinin: "Áhrif lýsis á lífslíkur, amínósýrurhlutfall í blóði og bólgutengda þætti hjá sykursjúkum rottum með blóðeitrun." Þið haldið kannski að þetta sé grín en svo er ekki. Eftir að hafa fundið þessa grein kom yfir mig einhver þörf að finna svipaðar greinar þar sem ég var orðinn þreyttur á að leita að greinum fyrir þessa blessuðu ritgerð. Ég læt hér fljóta eina en og þetta var virkileg áskorun. "Ákvörðun á innrænum myndefnum í þvagi úr rottum sem þjást af offitu, með þrýstihlöðnum hárpípu og litskiljumæli (rafrænum) og Ethyl Chloraformat afleiðslu." Já blessuð séu vísindin. Ef einhver hefur áhuga á því að lesa þessar greinar get ég gefið upp slóðina en býðst ekki til að þýða meira en bara titilinn.

Ofurmennið

Mynd
Jæja góðan daginn eða kvöldið. Það er merkilegt með þetta blogg hvað maður fær alveg óþarflega löngun til að skrifa inn á þetta. Ekki svo langt síðan mér fannst þetta fráleitt bévítans kjaftæði þetta blogg. Ástæðan gæti verið sú að ég blaðra ekki út í eitt hérna úti eins og heima og er meira bara einn að gaufa. Þessi dagur hefur farið fyrir lítið, dimman dottin á og maður veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ætlaði að klára eina ritgerð en var bara rétt að ofna skjalið núna klukkan rúmlega níu. Maður hefur svo sem ekki alveg setið auðum höndum, þvegið þvott, farið að lyfta, reynt að finna flutning fyrir bílinn heim og étið þorsk. Já og keypt hefti enda verða menn jú að hefta mikið af blöðum hérna úti. Sí heftandi. Ég hef verið að hlusta mikið á Pavarotti í dag og í gær. Stal einhverjum Pavarotti forever diskum á netinu og hef verið að nota þetta yfir lærdómnum. Sorglegt til þess að hugsa að maður eigi aldrei eftir að hafa svona fallegt hár og skegg eins og hann var með karlinn. Svo gat ha...

Merkileg frétt

Mynd
Fann þessa frétt á visir.is og finnst hún merkileg og lögreglan á heiður skilinn fyrir vel unnin störf og kurteisi. Lögregla var kölluð að fjölbýlishúsi í Kópavogi upp úr miðnætti, þar sem kona var út á svölum og öskraði. Hún tjáði lögreglumönnunum að hún birgði svo mikla reiði inni í sér að hún yrði að öskra, hverju sem tautaði og raulaði. Lögreglumennirnir höfðu skilning á því og buðu henni í bíltúr út fyrir bæinn til að klára málilð, sem hún þáði. Eftir að hafa öskrað nokkra stund uppi í Heiðmörk, var hún tilbúin til að fara heim að sofa, og hefur ekki verið kvartað meira undan henni síðan

Ufsi var það heillin

Jæja þá hefur maður gerst svo frægur að éta ufsa. Ég verð víst að játa heimsku mína því þessi ufsi var ekki framreiddur í tómat og kakósósu heldur tómat og kókóssósu. Það fyrra hafði samt verið meira spennandi. Ég ákvað að gera þetta með trompi og setti Sigurrós í botn á meðan ég renndi þessu niður. Indversk sósa, ufsi, baunabelgir, hrísgrjón og Sigurrós. Þetta byrjaði rólega en máltíðin náði miklum hæðum í lokasprettinum í laginu Glósóli og þetta small með miklum bravör. Hvort það var þessi indverska sósa með slatta af hvítlauk, Sigurrós eða bara staðreyndin að ufsi sé fínn til átu veit ég ekki. Ég er allavega saddur núna og get alveg hugsað mér að éta ufsa aftur. Kem hér í lokin með hugmynd af ufsarétt sem ég skora á Ragnar að prófa þar sem hann var alinn upp á ufsa. Ufsi með natrónsmjöri og negulnöglum, borinn fram á radísubeði með rabbabarasultu og hjartarsalti. Með þessu ætti að drekka landa í pepsi max eða jólaglögg.

Réttur dagsins

Nú hef ég ákveðið að kaupa mér ekki aftur í matinn hérna í Noregi. Ekki svo að skilja að ég ætli að hætta að næra mig heldur nenni ég ekki að standa í því að elda heima við. Hér á kampusi er ágætis tería sem býður prýðilega rétti á ágætis verði. Fyrir heita máltíð og meðlæti greiðir maður yfirleitt frá 470 til 520 kr/isl og finnst mér það bara nokkuð vel sloppið. Það er allavega erfitt að fara út í búð og versla góða máltíð fyrir þann pening og fínt að losna við umstangið við eldamennsku í 6 manna eldhúsi. Hingað til hef ég svo sem verið nokkuð sáttur við það sem hefur verið kastað fyrir mig en er ekki frá því að matseðillinn verði furðulegri eftir því sem líður á vikuna. Þannig hefur kokkurinn verið voðalega áhugasamur þegar hann byrjaði að semja matseðilinn og splæsti í elgkarbonara sem ég missti því miður af á mánudaginn. Í gær át ég lax og í dag fékk ég kjúkling. Síðan hefur metnaðurinn farið fyrir lítið eða maðurinn brjálast. Ufsi í tómat og kakósóu með grænmeti og hrísgrjónum. Ég...

Af hinu og þessu

Mynd
Dráttavél dagsins er Zetor. Ekki er nokkur vafi á því að þessar dráttavélar eiga stærstan þátt í hversu blómlegur landbúnaður er á Íslandi. Til að mynda hefur slík vél haldið lífinu í Brekkubændum um langa tíð. Leiðinlegt er til þess að vita að slóvenska eignarhaldsfyrirtækið HTC HOLDING Slovensko hafi sölsað þessu stórveldi vinnuvélanna undir sig. Fyrri myndin er af Zetor 5211 (1989 model) með 3 cylindra Zetor Diesel vél sem skilar 45 hestöflum. Sú seinni er af Zetor Super 1957. Annars var ég að komast að því að Celine Dion er með 16,8 í forgjöf og því nokkuð mikið betri í golfi en ég. Ég hef því sett mér ný markmið en vona að þau stangist ekki mikið á við fyrri markmið um að klára þetta mastersnám. Ef svo er þá bara því miður fyrir mig. Varðandi áhrif fæðubótarefnið sem ég keypti þá hefur það ekki haft slæm áhrif á magann. Ég er bara eins og ég var fyrir, sí prumpandi og þarf að halda mér í húsgögn bara rétt svona svo ég þjóti ekki út um gluggann eða hálsbrotni við að skella í loftið...

Svíþjóð, land sælgætis, lyfja, áfengis og kaffis

Guð sé lof að það sé ekki mikið lengra en 1,5 klst akstur til Svíþjóðar. Gott er að skella sér yfir mæri landa, draga upp seðla og spreða í kaffi og aðrar nýlenduvörur. Var einmitt að koma úr slíkum leiðangri sem skilaði allavega miklum árangri í að losa mig við alla lausafjármuni. En nú á ég nóg brauð og kaffi fyrir rússneskan vetur og get horft björtum augum á framtíðina. Mér hlýtur að líða svipað og þegar Bubbi var með skápana fulla af kóki og öðrum yndislegum fíkniefnum. Ég keypti mér t.d eitthvað fæðubótarefni sem inniheldur m.a Methylxanthine, Vinpocetine, Vincamine, Vinburnine, Glycocyamine, L- Citrulline Malate, L- Citrulline AGK, Magnesium Glycerophosphate og síðast en ekki síst Potassium Glycerophosphate og smá dass af Glycerol Sterati. Nú tel ég það víst að ég fríkki eitthvað við þetta og var einmitt að lesa það að þetta getur valdið kröftugum niðurgangi. Ég ætti því víst að hafa eitthvað að gera. Get lesið næringarfræði fiska á klósettinu.

Það sem er af mér að frétta......

er bara nokkuð gott. Verkefnavinna í skólanum kominn á snúning og nokkrar "dauðalínur" færast nær. Eins og ég gat um í fyrri póstum þá er orðið nokkuð haustlegt um að litast og nokkuð smekklegt bara. Næturfrost farið að ágerast og fallegar stillur á morgnanna með hrími og með því. Álitlegustu morgnar til gæsaveiða, vantar bara gæsir og byssu. Pabbi hringdi í mig í dag og eru hann og Gísli staddir við veiðar í Søderåkra. Komst ekki með í þetta skiptið en reyni að fylgjast með þeim á Google earth og í gegnum miðil. Þeir karlarnir eru orðnir hroðalegir og það sleppur ekkert lifandi frá þessum skepnum. Pabbi búinn að skjóta elg og bock og Gísli búinn að skjót ref síðast þegar ég vissi. Gísli brúkar handfallbyssu í caliberi 9,3x62 og refurinn átti ekki séns á 200 metrum. Fólksflótti er orðinn töluverður frá austurströnd Svíþjóðar enda bara sviðin jörð og brunnir skógar. Út úr reykjamekkinum koma svo villimenn tveir sem hylja loðna búkana með elgskinnum. Á höfði bera þeir villigalt...

Hugmyndaþjófnaður

Ég hef leitað svo lengi af þessu myndbandi en rakst á þetta á blogginu hjá honum Adda. Ég verð að stela hugmyndinni hans og setja þetta hérna inn þar sem þetta er svo dásamlegt alveg hreint sko.

Vikan í hnotskurn

Hápunktur vikunar hjá mér var þegar ég gat stolið svaraheftinu við tölfræðinni á netinu. Þetta vakti mikla kátínu og húllumhæ og nú þarf ég víst ekki að keyra til London um helgina. Út frá þessu getið þið sjálfsagt sagt ykkur það sjálf að ég ætti ekkert að vera að blogga núna þar sem það er bara ekkert að frétta. Nema eitthvað skóladót sem ég efast um að þið viljið heyra. Laufin að detta af trjánum og því allt í drasli út um allt. Reyndar hef ég grun um að Stasí sé að fylgjast með mér en það væri ábyrgðarlaust af mér að tala mikið um það án fleiri sannana. Ég skrifa eitthvað fljótlega, ef mér dettur eitthvað í hug, ef eitthvað hendir sjáiði til.

Maður dagsins

Mynd
Harry Sledge (Charles Napier) spielt sich als Polizist ganz schön auf. Annars ekkert títt nema að mig vantar svarabók í tölfræðinni. Ég er að spá í að keyra til London um helgina og kaupa hana.