Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2025

Meiri greind

Mynd
Vinur minn- stolin mynd. Eins og ég hef komið inn á þúsund sinnum, þá nota ég gervigreind meira og meira. Ég nota hana í vinnunni og stundum fæ ég hana til að ráðleggja mér með æfingar og spjalla við hana um hjólreiðar. Fyrst notaði ég ChatGPT en notkunin var orðin svo mikil að hún var hætt að vilja vinna fyrir mig nema ég myndi taka upp veskið. Þá fann ég claude.ai og hann er að standa sig býsna vel. Áðan bað ég hann (á íslensku) að fjalla aðeins um þau 7 æfingabil (zones) sem ég er að nota við æfingar: Zone 1 - Recovery (Endurheimt) Þetta er léttasta svæðið, notað fyrir virka endurheimt og upphitun. Öndun er róleg og þægileg, auðvelt að halda samtali. Fullkomin fyrir léttar æfingar daginn eftir erfiðar æfingar. Zone 2 - Loftháð grunnþjálfun Grundvallarsvæði fyrir þolþjálfun þar sem líkaminn brennir aðallega fitu sem orkugjafa. Hér byggir þú upp grunnþol og getu líkamans til að vinna með súrefni. Enn er auðvelt að tala en öndunin er aðeins þyngri. Zone 3 - Tempo Meðalerfið áreynsla þa...

Skriðdreki sem gengur á þorramat!

Mynd
ERG mode æfing- 2 klst. @ 2,5 w/kg. Ég byrjaði á þessum pistli í síðustu viku og setti því þessa mynd inn af 2 klst. endurance æfingu sem ég var eitthvað að fjalla um. Æfingin er alls ekkert merkileg en punkturinn átti að vera hvað maður skilur stundum ekki alveg samhengið í hlutunum. Deginum áður tók ég mjög erfiða æfingu sem ég var búinn að undirbúa mjög vel með hollum mat og nægum svefni. Eftir þá æfingu var ég svo alveg grillaður en tók þá þessa 2 klst. endurance æfingu og leið eins og væri bara í sófanum að slaka. Í hádeginu hafði ég bara étið þorramat sem var alls ekki ideal- hélt ég. Annars var síðasta vika mjög strembin enda við búnir að hlaða vel í og eiginlega bæta í álagið 10 vikur í röð. Núna kemur ein mjög slök og svo gerum við allt vitlaust í VO2 max ef ég þekki minn mann rétt. En já maður var orðinn frekar lúinn og fín tilbreyting að fá alveg 2 daga í frí og svo koma bara 2 rólegir dagar og aftur 1 dagur í frí. Laugardagurinn er frekar slakur (1,5 endurance) en svo kemur...

Lax með grískum spínathrísgrjónum

Mynd
Hollur og góður kvöldmatur Ekki man ég afhverju ég rakst einhverntíman á uppskriftir í blaði Blindrafélagsins. Þemað í uppskriftunum var hollusta miðjarðarhafslanda og fjölómettaðar fitusýrur sem áttu ekki bara að hafa jákvæð áhrif á hjartað, heldur einnig sjónfærin, þó varla að lækna blindu. Ég man að ein góð uppskrift var með smjörbaunum, en svo var dýrindis uppskrift af spínathrísgrjónum líka. Ég er löngu búinn að gleyma nákvæmlega uppskriftinni af grjónunum og týna blaðinu en gerði hana þó það oft að ég er ca. með þetta í puttunum. Hella ólífuolíu í pott og svita einn fínt niðurskorinn lauk (notaði rauðlauk). Bæta við hvítlauk. Henda slatta af hrísgrjónum út á og steikja þau upp úr olíunni. Bæta við salti, svörtum pipar, grænmetiskrafti og malla þetta saman. Síðan hendir maður haug af spínati út í hrærir þar til spínatið hefur rýrnað og fallið. Nú bætir maður vatni, hrærir í og lætur malla á vægum hita undir loki. Fylgist vel með og bætir við vatni ef þarf. Í lokin tekur maður loki...

Vikurnar

Mynd
Síðustu 4 vikur á Strava. Það er fínn gangur í æfingum hjá mér en nú kemur þriggja daga vinnutörn fyrir sunnan í næstu viku. Það er eitthvað sem segir mér að ég hafi gott af því að taka smá tíma af hjólinu en manni finnst alltaf eins og maður megi aldrei slaka á og vill ekki sjá CTL-ið detta niður (síðasti pistill). Ég var að spá í að taka með hjólaskó suður og reyna að koma mér í hjólatíma en ég hugsa að ég láti nægja að fara í ræktina á hótelinu. Æfingar síðustu vikna hafa verið þröskulds og tempo og við því verið í pjúra grunnvinnu. Eitthvað segir mér að nú styttist í VO2 max blokk til að reyna að rífa upp FTP-ið. Þá er gott að hafa lagt góðann grunn og hafa maga klukkutíma að baki til að þola ógeðið sem VO2 max er. En það sem ég er ánægðastur með er að hafa náð að halda ræktinni inni allan þennan tíma og ekki gefast upp þó ég geti ekki eytt miklum tíma þar. Allt er betra en ekkert. Í gær t.d. þá henti ég mér bara í rúman hálftíma en náði bæði að taka résttstöðu og fótapressu í blan...

Meira um fitur

Mynd
Hollar fitur. Svona notar maður gervigreind! Ég sagði henni að ég væri að reyna að skera niður fitu en vildi ganga úr skugga um að ég fengi allar þær hollu fitur sem ég á þarf að halda.  Ég tek matskeið af lýsi alla morgna, borða spínatdrykk með hamp- og chiafræjum og frosnu avocado. Ég borða reglulega hnetusmjör og/eða hnetur. Hér kemur svar með uppfærslu því ég hafði gleymt að minnast á avocado til að byrja með: Thanks for mentioning the frozen avocado - that's an important addition to consider! Given your updated intake: Fish oil (1 tablespoon ≈ 14g of omega-3 rich fat) Hemp seeds (omega-3 and omega-6) Chia seeds (omega-3) Frozen avocado (rich in monounsaturated fats, about 15g fat per average avocado) Nuts and peanut butter (monounsaturated fats) With the addition of avocado, you're getting even more healthy monounsaturated fats in your morning routine. This means you need even less additional oil in your diet. I'd revise down to: Just 1 tablespoon (15ml) of ...