Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2025

Allt eða ekkert....

Mynd
Það er eitthvað klárt fyrir Kanarí. Stundum þegar ég hef lent í vinnukrísum hef ég misst alla einbeitingu og farið að horfa í kringum mig. Farið að skoða nám, hugsa um að stofna fyrirækti eða bara skoða atvinnuauglýsingar. Mér finnst eins og ég verði að umbylta öllu í einu vettvangi, flýja og hefja nýtt. En ég er orðinn gamall í hettunni og veit að alla skúri styttir upp um síðir.  En það þýðir ekki að maður geti ekki bætt við sig þekkingu og skoðað nýja hluti án þess að segja upp vinnunni og snúa öllu á hvolf. Þessi allt eða ekkert hugsun hefur aftrað mér frá því að læra eitthvað nýtt eða bæta við mig þekkingu í minni skrefum.  Ég hef lengi verið að spá í hvort í að þjálfa fólk og held að ég hafi ýmisslegt fram að færa í þeim efnum. Ég hef hinsvegar verið með einhverja minnimáttarkennd og fundist að ég þurfi að læra eitthvað fyrst. Og svo náttúrulega að fylla upp í skarðið sem Siggi "Bike fit" skildi eftir sig, en á Íslandi er held ég enginn starfandi sérfræðingur í að mæla ...

Skussi

Orðinn skussi að skrifa hérna inn. Dettur helst í hug að setja hér inn nótu sem ég sendi þjálfaranum mínum inn á Training Peaks. Það segir svolítið mikið um hvar ég stend núna: Bara smá aukapælingar með formið á mér- sem er ekki á þeim stað sem ég hefði reiknað með á þessum tímapunkti. Í því sambandi var ég að skoða 3 klst. (3x18mín) TH æfingu frá apríl í fyrra þar sem ég var að skila 3,9 w/kg að meðaltali í settunum. Miðað við þyngd þá ætti ég að halda 267 vöttum núna í 3x18 mín en það er fjarlægur draumur. Ég átta mig á að það er bara febrúar og ég ætla ekki að panikka. Það eru samt smá pælingar sem ég velti fyrir mér. Áhrif lyftinga: ég er ennþá að taka þungar lappaæfingar. Gæti þetta verið að spila inn í? Tók ég mér aldrei nóg frí eftir season-ið? Byggðum við upp of fljótt án þess að taka frí? Hef ég tekið of lítið af rólegri z2 æfingum? Ég ætla fljótlega að skrúfa niður lyftingarnar en halda áfram að teygja, taka upphífingar, maga og armbeygjur. Ég hlakka til að sjá hvort það geri...

Stór æfing í lok hvíldarviku

Mynd
Síðustu 4 vikur á Strava Þá er þessari hvíldarviku lokið með einni feitri þriggja tíma threshold æfingu. Ég hjólaði ekkert á mánudag og þriðjudag (gekk í vinnuna) og föstudagurinn var líka frí af hjólinu (fór í göngutúr). Ég fór tvisvar í ræktina og náði mér í strengi. Laugardagur var 1,5 klst. endurance og svo tók ég risaæfingu í dag. Samanburðu á þröskuldsæfingu frá nóv 2023 og deginum í dag. Æfing dagsins var upphitun, 20 mín rólegt og svo 15 mín á 260w, sem er ca. FTP-ið mitt þessa dagana. Þá koma 40 mín á milli og svo næsta sett (og svo aftur). Ég held að ég hafi ekki tekið svona æfingu síðan í nóvember 2023 og  ég ákvað að bera þær saman. Í dag hélt ég örlítið meira afli (náði samt mest 256 í fyrsta setti) en ég er að skila minna í vöttum/kg.  Maður vill auðvitað alltaf vera að bæta sig en þetta á sér kannski eðlilegar skýringar; og hefjast nú afsakanir. Ég er búinn að vera kvefaður þessa vikuna og ekki alveg í mínu besta formi. Og svo er ég náttúrulega að lyfta núna en ...

Þægindi

Mynd
Pabbi borðar sushi og Dagbjört grjónagraut. Kvefið hjá mér hefur eitthvað aðeins skánað, allavega ekki vernsað. Kannski ágætt að þetta hitti á hvíldarviku en ég er samt að velta fyrir mér hvort það sé orsök eða afleiðing. Maður gefur líkamanum færi á smá hvíld eftir mikið álag og þá detta niður allar varnir og maður nær sér í einhverja pöddu. En talandi um hvíld. Ég get ekki annað en viðurkennt að það er búið að vera huggulegt að hafa svona rólega viku. Nóg hefur nú samt verið umleikis og ég hef verið að velta fyrir mér hvernig ég komi 10-13 klst. af hjóli inn í venjulega viku hjá mér yfirleitt. Stundum hugsa ég hvað það væri þægilegt ef maður væri að leggja áherslu á ræktina og meira nomal lífsstíl í kringum líkamsrækt. Ég er að tala um 3-4 lyftinaæfingar á viku, hjóla í vinnu og kannski skokka smá. Það verður einhvern daginn, ég er ekki búinn með mín markmið á hjólinu. Ef þetta fer að verða þreytt, þá bara bæti ég í og set mér ennþá stærri markmið.

Slen

Ég er búinn að vera kvefaður og það hefur farið versnandi eftir því sem ég hef verið lengur á skrifstofunni á Borgum, en þangað snérum við aftur eftir að hafa misst skrifstofuhúsnæðið okkar niðri í bæ. Ég hélt fyrst að þetta væri tilviljun en það eru fleir sem finna fyrir einkennum, mismikið þó. Um hádegi í dag var ég orðinn frekar slæmur og kláraði því daginn heima og ég held að ég sé að koma til. Ég ætla að vinna heima á morgun og sjá hvernig ég verð eftir helgi. Ef ég fer að versna þegar ég mæti í næstu viku þá segi ég þetta gott og mæti ekki aftur í Borgir fyrr en búið verður að taka þetta almennilega í gegn. Ég fór í ræktina í gær og tók þungar fótapressur. Ég er hellaður af strengjum, enda orðnar tvær vikur síðan ég tók þunga lappaæfingu. Ég hjólaði rólega í klukkutíma í gær og í dag líka (það er hvíldarvika hjá mér). Standið á mér er svona la la en það er alveg venjulegt að líða ekkert allt of vel þegar maður kemur úr miklu álagi og fer að hvíla sig. Þá minnka náttúrulegu verkja...

Meiri greind

Mynd
Vinur minn- stolin mynd. Eins og ég hef komið inn á þúsund sinnum, þá nota ég gervigreind meira og meira. Ég nota hana í vinnunni og stundum fæ ég hana til að ráðleggja mér með æfingar og spjalla við hana um hjólreiðar. Fyrst notaði ég ChatGPT en notkunin var orðin svo mikil að hún var hætt að vilja vinna fyrir mig nema ég myndi taka upp veskið. Þá fann ég claude.ai og hann er að standa sig býsna vel. Áðan bað ég hann (á íslensku) að fjalla aðeins um þau 7 æfingabil (zones) sem ég er að nota við æfingar: Zone 1 - Recovery (Endurheimt) Þetta er léttasta svæðið, notað fyrir virka endurheimt og upphitun. Öndun er róleg og þægileg, auðvelt að halda samtali. Fullkomin fyrir léttar æfingar daginn eftir erfiðar æfingar. Zone 2 - Loftháð grunnþjálfun Grundvallarsvæði fyrir þolþjálfun þar sem líkaminn brennir aðallega fitu sem orkugjafa. Hér byggir þú upp grunnþol og getu líkamans til að vinna með súrefni. Enn er auðvelt að tala en öndunin er aðeins þyngri. Zone 3 - Tempo Meðalerfið áreynsla þa...

Skriðdreki sem gengur á þorramat!

Mynd
ERG mode æfing- 2 klst. @ 2,5 w/kg. Ég byrjaði á þessum pistli í síðustu viku og setti því þessa mynd inn af 2 klst. endurance æfingu sem ég var eitthvað að fjalla um. Æfingin er alls ekkert merkileg en punkturinn átti að vera hvað maður skilur stundum ekki alveg samhengið í hlutunum. Deginum áður tók ég mjög erfiða æfingu sem ég var búinn að undirbúa mjög vel með hollum mat og nægum svefni. Eftir þá æfingu var ég svo alveg grillaður en tók þá þessa 2 klst. endurance æfingu og leið eins og væri bara í sófanum að slaka. Í hádeginu hafði ég bara étið þorramat sem var alls ekki ideal- hélt ég. Annars var síðasta vika mjög strembin enda við búnir að hlaða vel í og eiginlega bæta í álagið 10 vikur í röð. Núna kemur ein mjög slök og svo gerum við allt vitlaust í VO2 max ef ég þekki minn mann rétt. En já maður var orðinn frekar lúinn og fín tilbreyting að fá alveg 2 daga í frí og svo koma bara 2 rólegir dagar og aftur 1 dagur í frí. Laugardagurinn er frekar slakur (1,5 endurance) en svo kemur...

Lax með grískum spínathrísgrjónum

Mynd
Hollur og góður kvöldmatur Ekki man ég afhverju ég rakst einhverntíman á uppskriftir í blaði Blindrafélagsins. Þemað í uppskriftunum var hollusta miðjarðarhafslanda og fjölómettaðar fitusýrur sem áttu ekki bara að hafa jákvæð áhrif á hjartað, heldur einnig sjónfærin, þó varla að lækna blindu. Ég man að ein góð uppskrift var með smjörbaunum, en svo var dýrindis uppskrift af spínathrísgrjónum líka. Ég er löngu búinn að gleyma nákvæmlega uppskriftinni af grjónunum og týna blaðinu en gerði hana þó það oft að ég er ca. með þetta í puttunum. Hella ólífuolíu í pott og svita einn fínt niðurskorinn lauk (notaði rauðlauk). Bæta við hvítlauk. Henda slatta af hrísgrjónum út á og steikja þau upp úr olíunni. Bæta við salti, svörtum pipar, grænmetiskrafti og malla þetta saman. Síðan hendir maður haug af spínati út í hrærir þar til spínatið hefur rýrnað og fallið. Nú bætir maður vatni, hrærir í og lætur malla á vægum hita undir loki. Fylgist vel með og bætir við vatni ef þarf. Í lokin tekur maður loki...

Vikurnar

Mynd
Síðustu 4 vikur á Strava. Það er fínn gangur í æfingum hjá mér en nú kemur þriggja daga vinnutörn fyrir sunnan í næstu viku. Það er eitthvað sem segir mér að ég hafi gott af því að taka smá tíma af hjólinu en manni finnst alltaf eins og maður megi aldrei slaka á og vill ekki sjá CTL-ið detta niður (síðasti pistill). Ég var að spá í að taka með hjólaskó suður og reyna að koma mér í hjólatíma en ég hugsa að ég láti nægja að fara í ræktina á hótelinu. Æfingar síðustu vikna hafa verið þröskulds og tempo og við því verið í pjúra grunnvinnu. Eitthvað segir mér að nú styttist í VO2 max blokk til að reyna að rífa upp FTP-ið. Þá er gott að hafa lagt góðann grunn og hafa maga klukkutíma að baki til að þola ógeðið sem VO2 max er. En það sem ég er ánægðastur með er að hafa náð að halda ræktinni inni allan þennan tíma og ekki gefast upp þó ég geti ekki eytt miklum tíma þar. Allt er betra en ekkert. Í gær t.d. þá henti ég mér bara í rúman hálftíma en náði bæði að taka résttstöðu og fótapressu í blan...

Meira um fitur

Mynd
Hollar fitur. Svona notar maður gervigreind! Ég sagði henni að ég væri að reyna að skera niður fitu en vildi ganga úr skugga um að ég fengi allar þær hollu fitur sem ég á þarf að halda.  Ég tek matskeið af lýsi alla morgna, borða spínatdrykk með hamp- og chiafræjum og frosnu avocado. Ég borða reglulega hnetusmjör og/eða hnetur. Hér kemur svar með uppfærslu því ég hafði gleymt að minnast á avocado til að byrja með: Thanks for mentioning the frozen avocado - that's an important addition to consider! Given your updated intake: Fish oil (1 tablespoon ≈ 14g of omega-3 rich fat) Hemp seeds (omega-3 and omega-6) Chia seeds (omega-3) Frozen avocado (rich in monounsaturated fats, about 15g fat per average avocado) Nuts and peanut butter (monounsaturated fats) With the addition of avocado, you're getting even more healthy monounsaturated fats in your morning routine. This means you need even less additional oil in your diet. I'd revise down to: Just 1 tablespoon (15ml) of ...