Lax með grískum spínathrísgrjónum
![]() |
Hollur og góður kvöldmatur |
Ég er löngu búinn að gleyma nákvæmlega uppskriftinni af grjónunum og týna blaðinu en gerði hana þó það oft að ég er ca. með þetta í puttunum.
Hella ólífuolíu í pott og svita einn fínt niðurskorinn lauk (notaði rauðlauk). Bæta við hvítlauk. Henda slatta af hrísgrjónum út á og steikja þau upp úr olíunni. Bæta við salti, svörtum pipar, grænmetiskrafti og malla þetta saman. Síðan hendir maður haug af spínati út í hrærir þar til spínatið hefur rýrnað og fallið. Nú bætir maður vatni, hrærir í og lætur malla á vægum hita undir loki. Fylgist vel með og bætir við vatni ef þarf. Í lokin tekur maður lokið af, slekkur undir og lætur vatnið gufa upp. Lokatvistið er að kreista sítrónu út í og hræra.
Í kvöld át ég þetta með ofnbökuðum laxi og smá fersku grænmeti. Þetta er einnig fínt með kjöti og kjúklingi.
Ég átti að fljúga suður í fyrramálið og vera þar við vinnu í 3 daga en svo var því öllu slegið á frest vegna þess að veðurspáin er ógeðsleg fyrir vikuna. Ingvar var búinn að setja upp fyrir mig æfingaplan miðað við þessa dvöl í Reykjavík og þegar ég lét hann vita að ég yrði heima þá vildi hann að við tækjum enn eina feita grunnvikuna. Og ég er kominn með 13,5 klst. af hjóli fyrir þessa viku og ætla að lyfta tvisvar.
Þetta er s.s. ástæðan fyrir því að lax og grísk grjón voru á matseðlinum í kvöld. Ég verð að éta eins og kóngur alla þessa viku ef ég ætla að standa vel undir þessu öllu.
Ummæli