Allt eða ekkert....
![]() |
Það er eitthvað klárt fyrir Kanarí. |
Stundum þegar ég hef lent í vinnukrísum hef ég misst alla einbeitingu og farið að horfa í kringum mig. Farið að skoða nám, hugsa um að stofna fyrirækti eða bara skoða atvinnuauglýsingar. Mér finnst eins og ég verði að umbylta öllu í einu vettvangi, flýja og hefja nýtt. En ég er orðinn gamall í hettunni og veit að alla skúri styttir upp um síðir.
En það þýðir ekki að maður geti ekki bætt við sig þekkingu og skoðað nýja hluti án þess að segja upp vinnunni og snúa öllu á hvolf. Þessi allt eða ekkert hugsun hefur aftrað mér frá því að læra eitthvað nýtt eða bæta við mig þekkingu í minni skrefum.
Ég hef lengi verið að spá í hvort í að þjálfa fólk og held að ég hafi ýmisslegt fram að færa í þeim efnum. Ég hef hinsvegar verið með einhverja minnimáttarkennd og fundist að ég þurfi að læra eitthvað fyrst. Og svo náttúrulega að fylla upp í skarðið sem Siggi "Bike fit" skildi eftir sig, en á Íslandi er held ég enginn starfandi sérfræðingur í að mæla fólk upp fyrir hjól.
Í vikunni byrjaði ég í Training Peaks University sem er online skóli sem TP forritið bíður upp á. Ég byrja á því að taka ókeypis námskeið sem heitir Training Peaks Essentials og þó ég hafi notað TP lengi þá er ég alveg að læra nýja hluti. Þetta örnámskeið sem ég er á núna er svo hluti af því að ná Training Peaks Level 1 Coach Accreditation og svo í kjölfarið númer 2.
Ég hef lengi verið að spá í hvort í að þjálfa fólk og held að ég hafi ýmisslegt fram að færa í þeim efnum. Ég hef hinsvegar verið með einhverja minnimáttarkennd og fundist að ég þurfi að læra eitthvað fyrst. Og svo náttúrulega að fylla upp í skarðið sem Siggi "Bike fit" skildi eftir sig, en á Íslandi er held ég enginn starfandi sérfræðingur í að mæla fólk upp fyrir hjól.
Í vikunni byrjaði ég í Training Peaks University sem er online skóli sem TP forritið bíður upp á. Ég byrja á því að taka ókeypis námskeið sem heitir Training Peaks Essentials og þó ég hafi notað TP lengi þá er ég alveg að læra nýja hluti. Þetta örnámskeið sem ég er á núna er svo hluti af því að ná Training Peaks Level 1 Coach Accreditation og svo í kjölfarið númer 2.
Síðan hef ég aðeins verið að skoða hvað er í boði varðandi námskeið í hjólamælingum (bike fit) en þá þyrfti ég væntanlega að fara út í allavega 3 daga. Hugsunin er að bæta við sig þekkingum í smáum skömmtum og sjá svo til hvort maður hafi áhuga á að nota hana í framtíðinni, jafnvel með vinnu.
Ummæli