Slen

Ég er búinn að vera kvefaður og það hefur farið versnandi eftir því sem ég hef verið lengur á skrifstofunni á Borgum, en þangað snérum við aftur eftir að hafa misst skrifstofuhúsnæðið okkar niðri í bæ. Ég hélt fyrst að þetta væri tilviljun en það eru fleir sem finna fyrir einkennum, mismikið þó. Um hádegi í dag var ég orðinn frekar slæmur og kláraði því daginn heima og ég held að ég sé að koma til. Ég ætla að vinna heima á morgun og sjá hvernig ég verð eftir helgi. Ef ég fer að versna þegar ég mæti í næstu viku þá segi ég þetta gott og mæti ekki aftur í Borgir fyrr en búið verður að taka þetta almennilega í gegn.

Ég fór í ræktina í gær og tók þungar fótapressur. Ég er hellaður af strengjum, enda orðnar tvær vikur síðan ég tók þunga lappaæfingu. Ég hjólaði rólega í klukkutíma í gær og í dag líka (það er hvíldarvika hjá mér). Standið á mér er svona la la en það er alveg venjulegt að líða ekkert allt of vel þegar maður kemur úr miklu álagi og fer að hvíla sig. Þá minnka náttúrulegu verkjalyfin í líkamanum og maður verður hálf slappur. Þetta er líka oft tíminn sem fólk nær sér í pest en ég er nú að vona að ég sleppi við það.

Á morgun (föstudag) er alveg frí hjá mér en á laugardaginn tek ég 1,5 klst. endurance + ræktin og svo epíska 3 klst. threshold æfingu á sunnudaginn. Áfram ég

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði