Skriðdreki sem gengur á þorramat!
ERG mode æfing- 2 klst. @ 2,5 w/kg. |
Ég byrjaði á þessum pistli í síðustu viku og setti því þessa mynd inn af 2 klst. endurance æfingu sem ég var eitthvað að fjalla um. Æfingin er alls ekkert merkileg en punkturinn átti að vera hvað maður skilur stundum ekki alveg samhengið í hlutunum. Deginum áður tók ég mjög erfiða æfingu sem ég var búinn að undirbúa mjög vel með hollum mat og nægum svefni. Eftir þá æfingu var ég svo alveg grillaður en tók þá þessa 2 klst. endurance æfingu og leið eins og væri bara í sófanum að slaka. Í hádeginu hafði ég bara étið þorramat sem var alls ekki ideal- hélt ég.
Annars var síðasta vika mjög strembin enda við búnir að hlaða vel í og eiginlega bæta í álagið 10 vikur í röð. Núna kemur ein mjög slök og svo gerum við allt vitlaust í VO2 max ef ég þekki minn mann rétt. En já maður var orðinn frekar lúinn og fín tilbreyting að fá alveg 2 daga í frí og svo koma bara 2 rólegir dagar og aftur 1 dagur í frí. Laugardagurinn er frekar slakur (1,5 endurance) en svo kemur reyndar 3 klst. threshold æfing og ég hlakka mikið til hvort ég stúti henni ekki eftir alla hvíldina.
![]() |
Riu Palace Oasis Maspalomas |
Annar vorum við Harpa að panta okkur ferð til Kanarí núna í mars og ég er gjörsamlega að bilast úr tilhlökkun. Auðvitað er þetta miklu meira bras og dýrara fyrir okkur norðanbúana en það er ekki hægt mygla hérna í kulda og trekk. Harpa verður náttúrulega fimmtug þegar við erum úti og því verður þetta extra special.
Ummæli