Vikurnar
Síðustu 4 vikur á Strava. |
Það er fínn gangur í æfingum hjá mér en nú kemur þriggja daga vinnutörn fyrir sunnan í næstu viku. Það er eitthvað sem segir mér að ég hafi gott af því að taka smá tíma af hjólinu en manni finnst alltaf eins og maður megi aldrei slaka á og vill ekki sjá CTL-ið detta niður (síðasti pistill). Ég var að spá í að taka með hjólaskó suður og reyna að koma mér í hjólatíma en ég hugsa að ég láti nægja að fara í ræktina á hótelinu.
Æfingar síðustu vikna hafa verið þröskulds og tempo og við því verið í pjúra grunnvinnu. Eitthvað segir mér að nú styttist í VO2 max blokk til að reyna að rífa upp FTP-ið. Þá er gott að hafa lagt góðann grunn og hafa maga klukkutíma að baki til að þola ógeðið sem VO2 max er.
En það sem ég er ánægðastur með er að hafa náð að halda ræktinni inni allan þennan tíma og ekki gefast upp þó ég geti ekki eytt miklum tíma þar. Allt er betra en ekkert. Í gær t.d. þá henti ég mér bara í rúman hálftíma en náði bæði að taka résttstöðu og fótapressu í bland við léttar teygjur og smá efripart.
Ég er búinn að lofa mér að gera smá heimarútinu þegar kortið i ræktinni rennur út til að halda styrknum í maganum og liðleika í fótum og mjöðmum. Ég kem með pælingar um það síðar. En svo er aftur annað mál hvort ég á eftir að gera það eða ekki?
Ummæli