Skussi
Orðinn skussi að skrifa hérna inn. Dettur helst í hug að setja hér inn nótu sem ég sendi þjálfaranum mínum inn á Training Peaks. Það segir svolítið mikið um hvar ég stend núna:
Bara smá aukapælingar með formið á mér- sem er ekki á þeim stað sem ég hefði reiknað með á þessum tímapunkti. Í því sambandi var ég að skoða 3 klst. (3x18mín) TH æfingu frá apríl í fyrra þar sem ég var að skila 3,9 w/kg að meðaltali í settunum. Miðað við þyngd þá ætti ég að halda 267 vöttum núna í 3x18 mín en það er fjarlægur draumur. Ég átta mig á að það er bara febrúar og ég ætla ekki að panikka. Það eru samt smá pælingar sem ég velti fyrir mér.
- Áhrif lyftinga: ég er ennþá að taka þungar lappaæfingar. Gæti þetta verið að spila inn í?
- Tók ég mér aldrei nóg frí eftir season-ið?
- Byggðum við upp of fljótt án þess að taka frí?
- Hef ég tekið of lítið af rólegri z2 æfingum?
Ég ætla fljótlega að skrúfa niður lyftingarnar en halda áfram að teygja, taka upphífingar, maga og armbeygjur. Ég hlakka til að sjá hvort það gerir eitthvað.
Ummæli