Þægindi

Pabbi borðar sushi og Dagbjört grjónagraut.

Kvefið hjá mér hefur eitthvað aðeins skánað, allavega ekki vernsað. Kannski ágætt að þetta hitti á hvíldarviku en ég er samt að velta fyrir mér hvort það sé orsök eða afleiðing. Maður gefur líkamanum færi á smá hvíld eftir mikið álag og þá detta niður allar varnir og maður nær sér í einhverja pöddu.

En talandi um hvíld. Ég get ekki annað en viðurkennt að það er búið að vera huggulegt að hafa svona rólega viku. Nóg hefur nú samt verið umleikis og ég hef verið að velta fyrir mér hvernig ég komi 10-13 klst. af hjóli inn í venjulega viku hjá mér yfirleitt.

Stundum hugsa ég hvað það væri þægilegt ef maður væri að leggja áherslu á ræktina og meira nomal lífsstíl í kringum líkamsrækt. Ég er að tala um 3-4 lyftinaæfingar á viku, hjóla í vinnu og kannski skokka smá. Það verður einhvern daginn, ég er ekki búinn með mín markmið á hjólinu. Ef þetta fer að verða þreytt, þá bara bæti ég í og set mér ennþá stærri markmið.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði