Stór æfing í lok hvíldarviku
Síðustu 4 vikur á Strava |
Þá er þessari hvíldarviku lokið með einni feitri þriggja tíma threshold æfingu. Ég hjólaði ekkert á mánudag og þriðjudag (gekk í vinnuna) og föstudagurinn var líka frí af hjólinu (fór í göngutúr). Ég fór tvisvar í ræktina og náði mér í strengi. Laugardagur var 1,5 klst. endurance og svo tók ég risaæfingu í dag.
Samanburðu á þröskuldsæfingu frá nóv 2023 og deginum í dag. |
Æfing dagsins var upphitun, 20 mín rólegt og svo 15 mín á 260w, sem er ca. FTP-ið mitt þessa dagana. Þá koma 40 mín á milli og svo næsta sett (og svo aftur). Ég held að ég hafi ekki tekið svona æfingu síðan í nóvember 2023 og ég ákvað að bera þær saman. Í dag hélt ég örlítið meira afli (náði samt mest 256 í fyrsta setti) en ég er að skila minna í vöttum/kg.
Maður vill auðvitað alltaf vera að bæta sig en þetta á sér kannski eðlilegar skýringar; og hefjast nú afsakanir. Ég er búinn að vera kvefaður þessa vikuna og ekki alveg í mínu besta formi. Og svo er ég náttúrulega að lyfta núna en það gerði ég ekki 2023. Í vikunni tók ég þungar réttstöður og fótapressur og náði mér í sæmilega strengi.
Það er bara febrúar ennþá og ég hef því nægan tíma til að bæta mig. Ég ætla í ræktina í þessari viku og næstu og svo ætla ég að hætta því þó ég haldi áfram að gera upphífingar, maga, teygjur og armbeygjur. Ég er viss um þá fari FTP-ið mitt að hækka aftur og ég verði í fínu standi í fyrsta móti þann 8. júní.
Það er bara febrúar ennþá og ég hef því nægan tíma til að bæta mig. Ég ætla í ræktina í þessari viku og næstu og svo ætla ég að hætta því þó ég haldi áfram að gera upphífingar, maga, teygjur og armbeygjur. Ég er viss um þá fari FTP-ið mitt að hækka aftur og ég verði í fínu standi í fyrsta móti þann 8. júní.
Ummæli