Tveir dagar í hvíld og svo allt í botn aftur
Ég, Harpa, Brynleifur Rafnar og Dagbjört Lóa. Ég átt yndisleg jól í Vagnbrekku þó ég hafi auðvitað saknað Hörpu og barnanna. En við bættum okkur það upp með okkar eigin jólunum sem við héldum í gær (27. des). Við borðuðum graut í hádeginu og fórum svo út á sleða í Jólasveinabrekkunni. Við klæddum líka Nóa og Billa í peysur og leyfðum þeim að koma með. Síðan átum við fylltar kalkúnabringur um kvöldið og opnuðum pakka. Kirsuberið á kökuna var svo marenge og heimatilbúinn ís sem Harpa gerði. Hún er snillingur í því. Á leið í Jólasveinabrekkuna. Jólin í Brekku voru hinsvegar með hefðbundnu sniði og allar helstu jólahefðir til staðar; laufabrauð, magaáll, heimareykt hangikjöt, Quality Street, aspasúpa, jólaöl og rjúpur. Þetta er svona það helsta sem ég tengi við alvöru jól þó ég sé ekkert allt of stífur á einhverjum hefðum. Ég komst nú létt frá þessu öllu og skammaðist mín hálfpartinn hvað ég lagði mig lítið fram í að græja og gera. Ég reyndar gerði að rjúpunum og skipti mér eitthvað aðeins...