Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2022

Bikarmót #2 - Uppgjör

Mynd
Frá Cannondale bikarmótinu í Grindavík. Mynd Ragnar F Valsson (RFV-photos). Þá er annað mót ársins búið og óhætt að segja að innkoma mín í heim keppnishjólreiða sé aðeins erfiðari en ég hafði séð fyrir mér. Brautin í gær átti að henta mér ágætlega en röð mistaka á fyrstu 5,5 km kostaði það að ég missti af hópnum og átti aldrei séns eftir það.  Suðurstrandarvegur- leiðin sem B-flokkur karla fór. Ræsing var í Grindavík og hjólað að snúningspunkti 5 km austan við leiðina upp að Kleifarvatni. Farið upp að Kleifarvatni að snúningspunkti og til baka aftur, samtals 88 km. Það var stífur vindur úr aust- suð austri og ca. 10°C. Hálfskýjað. Hæðarkort af brautinni, Festarfjall er fyrsta alvöru hækkunin. Ég þarf s.s. ekkert að fjölyrða um þetta, en fyrstu mistökin voru að ég kom mér fyrir hægra megin í hópnum í byrjun sem var mjög heimskulegt út af vindinum. Hópurinn var svo þéttur að ég ákvað að reyna að síga aftur úr honum og ætlaði svo að vinna mig upp aftur vinstramegin. Þetta voru dýr og ...

2 dagar í mót.

Mynd
Það dettur inn einn og einn góður dagur- sumarið nálgast. Þessi vika leit ekki vel út á tímabili og ég verð að viðurkenna að ég var hreinlega kominn með líkamleg einkenni af stressi. Ofan á mikið flækjustig við að halda heimilinu á floti og skipuleggja allt í kringum hjólamótið, þá var allt að sigla strand í ákveðnu verkefni í vinnunni. Eftir hitafund í gær og mjög erfiða ákvörðun, þá létti samt aðeins af mér. Svo maður noti klisjulegt líkindamál, þá komum við skipinu tímabundið í var og nú fáum við smá tíma til að ná vopnum okkar aftur og endurskipuleggja.  Þegar ég kom heim í gær var ég í spennufalli og það endaði með að ég lagðist upp í rúm og dottaði í 20-30 mínútur. Eftir það leið mér betur, græjaði svo mat og tók börnin til fyrir ferð í Mývatnssveit. Ég hafði ekki tíma til að byrja að hjóla fyrr en rúmlega átta og þar sem það var skítaveður ákvað ég að setja hjólið á inniriðilinn. Síðan náði ég rúmlega 8 tíma svefni og þetta horfir allt til betri vegar. Ég ætlaði að vera í fr...

Meira fjall⛰

Mynd
Uppi í skíðahóteli í gær. Nú eru fjórir dagar í mót og ég er búinn að reyna að stilla æfingaprógramið af miðað við það. Í gær hjólaði ég þrisvar upp í skíðahótel og er það í fyrsta skipti sem ég fer svo oft í röð. Ég var aðeins farinn að missa dampinn í síðustu umferðinni og hélt ekki alveg sömu vöttum og í fyrri ferðunum. En ég var ánægður með hvað ég var fljótur að jafna mig og var í rauninni ekkert þreyttur eftir þetta. Í dag tók ég klukkutíma rólega endurheimt (25 km) og mér leið bara ótrúlega vel. Á morgun er svo 2 tíma endurance og svo 1,5 klst á fimmtudaginn með nokkrum sprettum til að koma fótunum í gang. Ég held að ég sé að verða kominn í þokkalegt keppnisform en það hefur þó alveg vantað síðustu vikur að ég nái 4-5 klst endurance æfingum. Mér finnst eins og ég hafi verið með meira "punch" í mér í fyrra en ég held að formið sé orðið miklu betra. Ég get hjólað dag eftir dag og næ alltaf að jafna mig á milli. Eins get ég tekið erfiða brekkuspretti en svo haldið áfram a...

Fjallið⛰

Mynd
Threshold og kannski pínuVO2max? Lactate threshold intervals (mjólkursýruþröskulds-æfingar) eru skv. Trainingpeaks (TP) 91-105% af FTP. Lýsing á æfingunum er: Effort sufficiently high that sustained exercise at this level is mentally very taxing – therefore typically performed in training as multiple ‘repeats’, ‘modules’, or ‘blocks’ of 10-30 min duration. Consecutive days of training at level 4 possible, but such workouts generally only performed when sufficiently rested/recovered from prior training so as to be able to maintain intensity. En til að gera þessar æfingar rétt, þá þarf maður að vera með rétt FTP gildi (Functional Threshold Power) og það sama á við um hjartsláttar zone-in. Flestir ef ekki allir hjólarar upplifa það að skila hærri vöttum úti miðað við inni. Ein ástæða þess er að þá er ekki hjólið fast og maður á auðveldara með velta því til hliðanna og nota líkamann. Eftir að ég fór að hjóla úti fann ég strax að ég var að skila mun meiri vöttum og hækkaði FTP gildið mitt h...

Góð vika að baki

Mynd
Góð vika að baki. Hæðartalan er 2500 metrum of há. Nú er bara ein heil æfingavika eftir fram að næsta móti og mun hún líta út svipað og þessi vika. Ég er ánægður með vikuna, sérstaklega að hafa bara þurft að taka 1 æfingu inni. Stóra myndin í vikunni er slatti af endurance og 2 erfiðari æfingar. Sú fyrri var rúntur með Hörpu sem endaði sem threshold æfing og svo Tabata-æfing sem ég tók inni.  Í morgun fórum við Harpa í samhjól og miðað við að þetta var dagur númer 5 í röð þá var ég bara ferskur. Ég var góður í fótunum en fann samt í brekkunum að það vanti smá snerpu. Það er líklega merki um að gott sé að hvíla á morgun.  Annars var helgin bara frábær. Við Harpa áttum yndislegan laugardag þangað til hún fór að vinna. Við fórum að kjósa, út að borða og kíktum í Útisport að skoða hjól og kaupa eitthvað smotterí. Í gærkvöldi kíkti ég aðeins með Þórði út og svo horfðum við Harpa aðeins á kosningasjónarvarpið. Eftir samhjólið í dag fór þurfti ég reyndar að fara í vinnuna og undirbúa...

Endurance í hríð

Mynd
Að græja mig upp í vetrarhjólreiðar. Það var búið að spá skítadrulluveðri alla vikuna og maður reiknaði því ekki með að fara út að hjóla þessa vikuna. En við Harpa skelltum okkur á mánudaginn og svo fór ég vel áleiðis út á Grenivík í gær, samtals 60 km- það var skárra en ég bjóst við. Í dag er ég að spá í að taka klukkutíma recovery og hugsa að ég fari þá bara einn þó Harpa fari sennilega líka út. Of margar æfingar hjá mér hafa farið úr skorðum upp á síðkastið þegar ég er að hjóla með einhverjum öðrum sem eru að gera eitthvað allt annað en ég á að vera að gera. Þó það sé ekki spennandi að hjóla úti þessa síðustu daga þá finnst mér það eiginlega skárra heldur en að fara inn aftur. Í gær var þurrt á mér og það bjargaði miklu. En þegar ég kom heim eftir rúma 2 tíma var ég reyndar orðinn svolítið kaldur á tánum. En þetta snýst um að búa sig vel.Vetrarhjólabuxur, síðerma bolur, góður hjólajakki, vettlingar, buff um hálsinn, buff yfir eyrun og passa sig á að hafa nóg með að borða. Ég finn ót...

Sígur á seinni hlutann á fínni helgi.

Mynd
Samhjól HFA - 08.05.2022. Ég hef verið að reyna að gleyma vinnunni um helgina og það hefur gengið svona upp og niður. Harpa er búin að vera að vinna á milli kl. 15:00 og 23:00 en við höfum nú alveg náð að bralla eitthvað. Við skelltum okkur út að hjóla í gær og kíktum svo í bakarí og búðir. Skarphéðinn er í bænum og ég bauð honum í grill í gærkvöldi og við náðum mjög góðu spjalli Ég og Harpa með hópnum. Í dag var samhjól hjá HFA og við Harpa skelltum okkur að sjálfsögðu í það. Harpa þurfti svo að halda áfram og klára sína æfingu en ég kíkti með góðu fólki á Bláu könnuna þar sem við skipulögðum ævintýri sumarsins og ræddum daginn og veginn. Annars var túrinn fínn og þegar hraðinn var keyrður upp á leiðinni heim þá lét ég mig bara dragast aftur úr fremsta hópi. Það er hvíldarvika hjá mér og ég á erfiða æfingu á þriðjudaginn og ég ákvað að láta egóið ekki rugla í plönunum hjá mér. Hópurinn sameinaðist aftur í Hrafnagili og þaðan héldum við þægilegum hraða í bæinn. Nú er ég kominn heim, bú...

Skin og skúrir

Mynd
Svona er veðrið um kvöldmat hér á Akureyri. Það var búið að spá ágætis veðri hérna á Akureyri í dag og það gekk svona nokkurnveginn eftir. Ég fór út og tók æfingu eftir vinnu og þegar ég var kominn langleiðina upp í skíðahótel þá var orðið þungbúið og mér fannst ég sjá eina hvíta flyksu. Þetta slapp allt til en núna er farið að mokhríða og spáin fyrir morgundaginn ekkert spes. En ég var allavega feginn að hafa klárað æfinguna í tæka tíð. Power file úr Trainingpeaks. Ég kalla æfinguna sem ég var að taka Trevor's 5x5 eftir Trevor Connor hjá Fast Talk Laboratories. Þetta er æfing sem miðar að því að láta mann vera á threshold (FTP) í 5 mínútur og fá bara eina mínútu í hvíld á milli. Þetta er reyndar meiri "base season" æfing en ég hef tekið hana stundum og finnst hún góð. Ég reyni svo líka að taka lengri threshold æfingar líka, t.d. 2x20 og 3x16- sem er ca. 2,5x upp í skíðahótel. Þar sem ég hef ekki mikið vit á því sem ég er að gera í þessum æfingum þá reyni ég bara að fókus...

Örstutt skeyti úr snænum.

Mynd
Hjalteyri á sunnudaginn. Það fór að snjóa hjá okkur hérna fyrir norðan aftur og fyndið hvað fólk verður alltaf hissa. Stundum mætti halda að fólk gleymi því hvar við búum. Ég hafði rétt fyrir mér með það að við fengum klassískan sumar-apríl kafla en það má alltaf bóka allavega eitt gott hret í maí. Spáin er reyndar ágæt fyrir morgundaginn og það stefnir því í að maður geti kíkt út að hjóla á morgun. Og svo hugsa ég líka að maður hjóli úti á laugardaginn en annars er bara hvíld þessa viku. Annars er ég búinn að vera mjög druslulegur eftir helgina. Á sunnudaginn fórum við í samhjól sem átti að vera rólegt en endaði í tómu bulli eins og venjulega. Mánudagurinn var s.s. allt í lagi en í gær tók ég 2 tíma æfingu inni. Ég var frekar þreyttur í gærkvöldi og er búinn að vera í frekar slæmu formi í dag. Mér finnst þetta bæði vera andlegt og líkamlegt og ég næ ekki að greina hvort þetta er út af æfingum eða hvort þetta tengist stressi í vinnunni? Hvort þetta er of mikið kaffi og of lítið vatn? H...

Uppgjör úr bikarmóti #1

Mynd
Við Harpa búin að gúffa í okkur pasta og að taka því rólega á Hótel Marina fyrir mót. Jæja þá er fyrsta bikarmót ársins búið (Reykjanesmótið) og ég komst heill út úr því (það gerðu ekki allir). Ég er ánægður með frammistöðuna á heildina litið en þetta var líka ágætt til að ná manni niður á jörðina. Ég bara hreinlega hélt að ég væri sterkari á svellinu- en undir lokin á keppninni átti ég erfitt uppdráttar á þessari flötu braut, meira um það síðar. Búin að græja treyjurnar. Á föstudaginn þá pikkaði Harpa mig upp eftir vinnu á Reykjavíkurflugvelli og við fórum í Peloton að ná í keppnisgögnin. Þaðan héldum við í Sandgerði og skoðuðum brautina sem var 19 km hringur. Harpa átti að taka 3 hringi í B flokki kvk og ég átti að taka 5 hringi með B flokki kk. Það róaði mann aðeins að fá hugmynd um hvernig brautin lá, hvar maður átti að beygja o.s.fv. Eftir það brunuðum við í bæinn, stoppuðum í Pastagerðinni og tókum með okkur mat niður á hótel. Síðan fengum við okkur að borða, græjuðum hjólin,...