Bikarmót #2 - Uppgjör
Frá Cannondale bikarmótinu í Grindavík. Mynd Ragnar F Valsson (RFV-photos). Þá er annað mót ársins búið og óhætt að segja að innkoma mín í heim keppnishjólreiða sé aðeins erfiðari en ég hafði séð fyrir mér. Brautin í gær átti að henta mér ágætlega en röð mistaka á fyrstu 5,5 km kostaði það að ég missti af hópnum og átti aldrei séns eftir það. Suðurstrandarvegur- leiðin sem B-flokkur karla fór. Ræsing var í Grindavík og hjólað að snúningspunkti 5 km austan við leiðina upp að Kleifarvatni. Farið upp að Kleifarvatni að snúningspunkti og til baka aftur, samtals 88 km. Það var stífur vindur úr aust- suð austri og ca. 10°C. Hálfskýjað. Hæðarkort af brautinni, Festarfjall er fyrsta alvöru hækkunin. Ég þarf s.s. ekkert að fjölyrða um þetta, en fyrstu mistökin voru að ég kom mér fyrir hægra megin í hópnum í byrjun sem var mjög heimskulegt út af vindinum. Hópurinn var svo þéttur að ég ákvað að reyna að síga aftur úr honum og ætlaði svo að vinna mig upp aftur vinstramegin. Þetta voru dýr og ...