Vikuuppgjör IV - vika 3 í Base
Vikuuppgjör úr Strava. Í allan dag er ég búinn að vera að reyna að átta mig á því af hverju ég sé svona súper tættur eitthvað. Ég átti frábæra helgi í rólegheitum í Mývatnssveit, kláraði æfingavikuna með glans og allt lítur bara vel út, meira að segja peningamálin. Svo eru börnin að koma til mín á eftir og því engin ástæða til annars en að vera bara glaður og hress. En samt var ég alveg ómögulegur í vinnunni í allan dag. Með einhvern hnút í maganum og leið eins og ég væri ekki að ná utanum hlutina. Það er reyndar eitt verkefni í vinnunni sem ég er búinn að vera að humma fram af mér og kannski ég prufi bara að hjóla í það strax í fyrramálið. Þetta tengist samskiptum við aðila sem mér finnst yfirleitt erfið og sjálfsagt er ég bara að mikla þetta fyrir mér. En það verður gaman að sjá hvort ég verði ekki kominn aftur á lygnan sjó ef ég klára þetta af. Hér fyrir ofan sést hvernig ég kláraði æfingavikuna með 9:30 klst af æfingum, mest hjól en líka 2x50 mín af lyftingum. Ég er ba...