Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2018

Góður vinnustaður

Mynd
Ég get birt þessa mynd þar sem ég mun ekki setja hana á sýninguna. Ætti kannski að reyna að mála hana aftur því mér finnst vænt um mótífið. Á Hótel Reynihlíð var gott að vinna. Þó Pétur hótelstjóri hafi ekki verið allra, þá mátti hann eiga það að hann treysti okkur unga fólkinu, allavega mér og mínum vinum. Reyndist okkur prýðilega. Ég var svo heppinn að ná að vinna þarna á þeim tíma sem Reynihlíðarfjölskyldan var mest öll eitthvað involveruð í reksturinn. Þetta var sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Nú er þetta allt komið í eigu stórrar hótelkeðju með höfuðstöðvar í Reykjavík. Mér skilst að þeir eigi flest húsin á hóteltorfunni. Ætli Víðihlíð og fjárhúsin séu ekki það eina sem situr eftir í eigu heimamanna? En þetta er þróunin sem á sér stað í gömlu góðu sveitinni minni. Nýja auðlindin streymir um svæðið og þeir sem eiga eitthvað undir sér (land) reyna að kasta út nótinni og fanga þessa spriklandi túrista. Þetta er skiljanlegt upp að vissu marki en leiðinlegt hvað sumir virð...

Skurðir

Mynd
Ég ætlaði að skrifa dramatískan ástarprósa en nenni því ekki...... Hér kemur því jákvæða frétt dagsins. Bjarni

Róleg helgi að baki

Fórum í sveitina til mömmu og áttum notalega stund um helgina. Dvöldum mest við át og útaflegu en ég fór reyndar í ræktina á laugardaginn. Guðrún þurfti svo að vinna allan sunnudaginn en ég gerði ekki neitt af mér á meðan. Lá bara í sófanum í hálgerðu rússi. Lét mömmu og Helgu Guðrúnu um börnin og starði út um gluggann og dottaði til skiptist. Ég var búinn að ætla að mála einhver reiðinnar býsn um helgina en það fór nú öðruvísi. Þetta urðu 3 myndir í allt, ein af Vogum, ein úr Námaskarðinu og svo ein af kind með 2 lömb- Bláfjall í baksýn. Kindamyndin vakti nú einvherja lukku hjá þeim sem sáu hana en ég held að Vogamyndin og Námaskarðið verði ekkert til sýnis. Ætla helst að setjast niður í kvöld og mála allavega eina í viðbót. Maður verður að halda sér að verki ætli maður að ná upp í þessa sýningu.

Föstudagur

Afmæli í gær og ég saddur og sæll. Veður í dag ágætt, logn eins og alltaf. Snjór í fjöllum en autt á láglendi. Blautt malmik, dimmt yfir og maður er farinn að kveikja á lampanum á skirfborðinu þegar maður kemur í vinnuna, slökkva á honum eftir hádegið og kveikja svo aftur um þrjúleitið. Svo koma jólin. Var að fara yfir nýmálaðar myndir í gær og reiknast til að ég sé kominn með 3 myndir sem ég er alveg sáttur við og 5-6 sem eru til vara. Þegar ég verð kominn með 10 sem ég verð ánægður með (og þá kannski 30 í heildina) fæ ég einhvern utan að komandi til að fara yfir þetta með mér. Stefnum á að fara heim í sveit í seinnipartinn. Börnin hlakkar óskaplega til að komast til ömmu og afa. Ég ætla að taka með mér málningadótið og reyna að ná 2-3 góðum myndum um helgina. Fara svo í ræktina og kannski jarðböðin. Þetta verður fínt.

Teaser

Mynd
Held áfram að mála og mála og er í raun kominn með 6 myndir sem koma til greina á sýningu. Þessi hér að ofan sú síðasta. Hún var ekki að virka en svo bleytti ég upp vatnið og gerði speglanir sem tókust vel. Það er gott að vera byrjaður að mála aftur.

Veikindi

Brynleifur kvartaði undan magapínu í morgun en ég rak hann að sjálfsögðu lóðbeint í skólann. Sagði við hann "ég hef ekki efni á að vera heima núna, það lagast hvort sem er þegar þú ert kominn í skólann!". Þvílík skilaboð til barns, mikið getur maður verið ljótur. Ég endaði líka á því að þurfa að fara í skólann og sækja hann kl. 10.30 og við röltum saman heim. Hann getur reyndar étið en er eitthvað voðalega ólíkur sjálfum sér. Þessi drengur sem alltaf er svo kátur og hress er hálf sloj og líflaus. Kannski er hann kominn með Snjallsímaphilus Influenzae. Ég reyni sjálfur að bera mig karlmannlega (þó ég eigi mikið bátt og konan líka í Reykjavík) og búinn að setja Juliette Gréco á fóninn og ætla að reyna að mála eitthvað víst ég er kominn í haglabyssufæri við málningardótið. Fyrst á dagsrká er vetrarmynd af Vindbelgjarfjalli séð frá Vogum. Annars langar mig að lokum að deila þessari stórkostlegu grein um "Mógilsárdeiluna". Það eru ekki margir blaðamenn sem skrifa ...

Tvær af 10 komnar

Settist niður í kvöld og málaði mynd. Byrjaði á því að gera misheppnaða mynd af Búrfelli með Reykjahlíð í forgrunni. Skipulagði þetta ekki nægilega vel og endaði í tómu tjóni. Tók þá gamalt klassískt mótíf af Bláfjalli og Sellandafjalli með Kráká í forgrunni. Allt málað með stórum flötum pensli og ekkert teiknað á undan- myndin er því frekar hrá og laus í sér en það gefur einhvern skemmtilegan blæ. Að sjálfsögðu náði ég ekki að hemja mig í litunum og hún er því nokkuð ólík síðustu mynd. Samfellan sem ég hafði séð fyrir mér í myndunum fyrir sýninguna er því strax að fara fyrir lítið og ósennilegt að ég geti leyft mér að hafa þær allar í eins römmum. En mér er alveg sama. Myndin er fín. Annars sit ég og hlusta á Je Suis Comme Je Suis með Juliette Gréco og ferðast um Monte Martre í huganum. Nú er að verða ár síðan Guðrún bauð mér til Parisar og mig langar til baka. Heimsóknin hafði mikil áhrif á mig og ég lærði að elska borgina. Þetta hellist yfir mann þegar maður fer að mála aftur. V...

Morgunstund

Búinn að eiga yndislega morgunstund með konunni og dóttur (Brynleifur gisti hjá vini sínum). Steikti mér beikon og egg sem ég át með avocado (já ég hangi en í þessu keto). Svo er það bara hefðbundin kaffidrykkja og fréttalestur. Náði líka loksins að laga tölvuna sem er búin að vera höktandi síðan ég uppfærði stýrikerfið í henni. Henti út Office 2011 og keyrði einhverjar uppfærslur og nú gengur allt smurt. Núna ætla ég að skella mér í ræktina og svo kíkir mamma við um hádegið. Stefni líka að því að klára eina mynd á sýninguna í dag....

Undirbúningur undir sýningu

Mynd
Er búinn að ganga með sýningu í maganum upp á síðkastið. Langar að gera 10 litlar myndir úr Mývatnssveit og sýna þær þar um slóðir. Myndirnar eiga að vera 14x19cm án ramma og 27x30cm tilbúnar á sýninguna og til sölu. Ég er að spá í að hafa einhverja samfellu í þessu og hafa myndirnar allar í svipuðum dúr, helst draumkenndum og mjúkum. Ég veit ekki afhverju, kannski er ég að fjarlægjast sveitina og hún að verða móðukenndari. Ég er samt alltaf eitthvað að mála hana blessaða. Til að ná þessu betur fram er ég líka að spá í að takmarka litanotkunina, eins og á myndinni hér að ofan, í hana notaði ég eiginlega bara 4 liti. Það er hægt að gera ótrúlega mikið með fáum litum, þetta snýst meira um litastyrk (value) og hvar þú raðar heitum vs. köldum litum (kaldir í fjarska og heitir nær). Myndin hér að ofan, sem ég var alls ekki ánægður með en er að venjast, er dæmi um hvernig maður skapar fjarlægð með mismunandi litastyrk. Fjallið þokukennt í fjarska, eyrin í sterkari lit og loks hraunb...

Dagbók

Veður ágætt, eins og alltaf hér um slóðir. Vinnan veldur heilabrotum en er skemmtileg. Bílinn auðveldar lífið en dregur úr hreyfingu. Fór í Nettó og keypti í kjötsúpu. Klukkan er rétt að detta í sex og maturinn er tilbúinn. Ég er fyrirmyndar nútíma karlmaður sem er búinn að elda kjötsúpu þegar konan kemur heim úr vinnunni og sýni tilfinningar svona yfirleitt. Fyrir utan rjúpnaskytterí og aðra veiði er ég sannkörluð kerling. Kerlingar í dag vilja karlmenn sem eru allt í senn kerlingar og rustar en ég er bara kerling. Kjötsúpan sem ég er að elda er upp úr uppskriftabók gena minna. Tout suite ala eitthvað í líkingu við írska kjötsúpu. Slatti af hinu og þessu, timjan, hvítlaukur, hvítkál, gulrætur, salt, pipar, lárviðarlauf, einiber. Bara allt nema súpujurtir. Súpujurtir yfirtaka allt og gera allar kjötsúpur eins. Drepa karakterinn. Ég ætla að fara að éta.

Rjúpa og rauður bíll.

Mynd
Að sjálfsögðu skellti maður í eina rándýra sjálfu eins og sannur áhrifavaldur Fór í rjúpu um helgina og gekk bara helvíti vel. Föstudagurinn gaf ágætlega en ég tapaði því miður 2-3 fuglum, það finnst mér alltaf afskaplega sárt. Á laugardagsmorgun fór svo allt á fullt um kl. 09.00 og mikið líf í móunum og maður komst í góð færi. Var kominn með 5 á flugi í 5 skotum og svo 6 í 7 skotum. Ég ákvað svo að hætta kl. 11.15 ef ég ætti að geta réttlætt það fyrir mér að fara aftur á þessu tímabili. Síðan ætlaði ég ekkert að fara á sunnudaginn en tengdapabbi (sem er svo mikill verkmaður) rak mig á dyr og ég labbaði smá hring og fékk aðeins meira blóð á puttana. Eftir tæplega eitt og hálft ár af bílleysi erum við aftir komin á bíl. Tókum Suzuki Swift 4x4 á leigu í 6 mánuði hjá Sverri frænda á AVIS. Leigan er 45 þúsund á mánuði og allt innifalið. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta sé fínn díll þó varla sé pláss fyrir hamstur afturí. Við verðum reyndar að passa okkur á að fa...