Góður vinnustaður
Ég get birt þessa mynd þar sem ég mun ekki setja hana á sýninguna. Ætti kannski að reyna að mála hana aftur því mér finnst vænt um mótífið. Á Hótel Reynihlíð var gott að vinna. Þó Pétur hótelstjóri hafi ekki verið allra, þá mátti hann eiga það að hann treysti okkur unga fólkinu, allavega mér og mínum vinum. Reyndist okkur prýðilega. Ég var svo heppinn að ná að vinna þarna á þeim tíma sem Reynihlíðarfjölskyldan var mest öll eitthvað involveruð í reksturinn. Þetta var sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Nú er þetta allt komið í eigu stórrar hótelkeðju með höfuðstöðvar í Reykjavík. Mér skilst að þeir eigi flest húsin á hóteltorfunni. Ætli Víðihlíð og fjárhúsin séu ekki það eina sem situr eftir í eigu heimamanna? En þetta er þróunin sem á sér stað í gömlu góðu sveitinni minni. Nýja auðlindin streymir um svæðið og þeir sem eiga eitthvað undir sér (land) reyna að kasta út nótinni og fanga þessa spriklandi túrista. Þetta er skiljanlegt upp að vissu marki en leiðinlegt hvað sumir virð...