Dagbók

Veður ágætt, eins og alltaf hér um slóðir. Vinnan veldur heilabrotum en er skemmtileg. Bílinn auðveldar lífið en dregur úr hreyfingu. Fór í Nettó og keypti í kjötsúpu.

Klukkan er rétt að detta í sex og maturinn er tilbúinn. Ég er fyrirmyndar nútíma karlmaður sem er búinn að elda kjötsúpu þegar konan kemur heim úr vinnunni og sýni tilfinningar svona yfirleitt. Fyrir utan rjúpnaskytterí og aðra veiði er ég sannkörluð kerling. Kerlingar í dag vilja karlmenn sem eru allt í senn kerlingar og rustar en ég er bara kerling.

Kjötsúpan sem ég er að elda er upp úr uppskriftabók gena minna. Tout suite ala eitthvað í líkingu við írska kjötsúpu. Slatti af hinu og þessu, timjan, hvítlaukur, hvítkál, gulrætur, salt, pipar, lárviðarlauf, einiber. Bara allt nema súpujurtir. Súpujurtir yfirtaka allt og gera allar kjötsúpur eins. Drepa karakterinn. Ég ætla að fara að éta.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði