Við höfum haft það gott um jólin, alveg þangað til í gær þegar maður vaknaði með brjóstsviða og liðverki af helvítis ofáti. Ég vorkenndi mér mikið en Guðrún hefur takmarkaðan skilning á vanlíðan minni. Um kvöldið át ég meira laufabrauð og sykraðar möndlur og dagurinn í dag hefur verið lítt skárri. Nú verður breyttur lífstíll í upphafi nýs árs. Ekkert ýkt, bara beisikk lífstílsbreyting. Japanskar súpur, möntrur, ferskur fiskur, salvía og drekalauf, mynd af Tolla í stofuna og reykelsi. Fara allra ferða sinna gangandi og verða að lokum svo taoískur að maður rennur niður um niðurfallið með baðvatninu rétt í þann mund sem maður er að fyrirgefa Vigdísi Hauksdóttur fyrir að vera svona heimsk. Ég er farinn að huga að næstu myndlistarsýningu. Þetta málarastúss kemur mér sífellt á óvart og ég virðist ekki svo auðveldlega fá leið á þessu. Leið og eitt verkefni klárast langar mig að byrja á því næsta. Maður lifandi hvað mig langar til að lifa bara og hrærast í þessu. Ég er að hugsa um að set...