Færði mig aftur norður fyrir heiðar og gerði eina skissu frá kunnulegri slóðum. Sólin vermir grund og trjátopparnir í Höfða bærast í sunnan golunni. Helvítis vargurinn fer undir ermarnar og bítur mann í úlnliðina.
Þarna var ég ennþá brosandi en það átti eftir að breytast. Þá er Riftinu lokið, eitt af stóru markmiðum ársins. Ég gerði mér það morgunljóst áður en ég fór inn í þesssa keppni að ég mundi þurfa að grafa djúpt til að klára þetta með stæl en þetta varð í rauninni erfiðara en ég hefði getað ímyndað mér. Ég kláraði þetta en ekki var það með stæl. Brautin Hægt er að finna GPX-file af brautinni á heimasíðu The Rift og skoða betur. Brautin, sem aðeins öðruvísi í ár og er erfiðari, er tæplega 200 km með ca. 2500 metra hækkun og lagt af stað frá Hvolfsvelli. Hún byrjar fyrstu10 km á malbiki en svo er beygt upp á möl með nokkuð stöðugum hækkunum. Fljótlega taka svo við ár, grófir ruddaslóðar, vikur og sandar á víxl. Virkilega krefjandi brekkur bæði upp og niður. Stundum þarf að fara af hjólinu og ýta því upp brekkurnar. Maður hafði heyrt þetta allt áður og þetta kom mér s.s. ekkert á óvart. Annars liggur leiðin um Fjallabaksleið, upp í Landmannalaugar að Heklurótum og ég veit ekki hvað og hvað. ...
Glaðir hjólarar í mótslok. Ég hef lagt það í vana minn að skrifa nokkur orð um öll hjólamótin sem ég tek þátt. Ég held í það minnsta að það hafi aldrei gleymst. Oft byrja ég og ætla að hafa þetta mjög stutt og skorinort, en svo vill oft teygjast úr þessu. Sjáum hvað verður. Undirbúningurinn Það er ekki mikið um undirbúninginn að segja því þetta mót var skyndiákvörðun og bara til gamans gert. Ég var að koma úr nokkuð feitri æfingablokk og að ljúka viku númer tvö þar sem ég hjólaði í 16 klst. Æfingarnar hafa snúist um að undirbúa mig undir langa gravel keppni um næstu helgi (Súlur) og ég ekki verið að taka mikið af sprettum og styttri æfingum eins og yfirleitt fyrir fyrsta mót. En á móti kom þá fannst mér ég ágætlega tilbúinn og ég hef ekki verið líkamlega þreyttur upp á síðkastið. Það er ekki margt um þessa braut að segja. Brautin Brautin í Mývatnshringnum er nokkuð beint áfram eins og þar stendur. Þetta er sama braut og í heilmaraþoninu (42,2 km) og byrjar og endar við Jarðböðin. Leiði...
Það er vorfílingur í mér í dag. Já djöfullinn sjálfur. Ég ætla ekkert að útskýra það neitt frekar eða vera með neinar lýsingar á smábátakörlum og sílamáfum. Svo er okkur boðið í grill í kvöld. Heldurðu það sé ekki splæs? Jens frændi sendi mér alveg hreint magnaðan póst í dag. Þetta er blaðaúrklippa frá 1977, s.s jafn gömul mér. Ég er ekki frá því að ýmislegt hafi breyst síðan þá. Smellið á myndina til að fá þetta í leshæft ástand. Ég nenni ekki að skrifa meira, Bjarni
Ummæli