Easy bake oven
Jæja nú erum við skötuhjú ein í kofanum. Ingibjörg kom og sótti drengina í gær þar sem var frí í skólanum hjá þeim í dag. Við höfum átt ófáar rólegar helgarnar tvö ein saman en nú er spurning hvort þeim sé ekki að fækka? Ég get samt ekki sagt að það sé neitt sem ég óttast. Átum pizzu áðan og ætlum svo að koma okkur fyrir í bælinu og horfa á rómó mynd, hvað annað. Hvað haldiði að ég hafi gert í gær? Ég fór og synti sjálfviljugur og það skriðsund. Þetta var erfitt, ég saug hálfa sundlaugina upp í nefið í mislukkaðri tilraun við að taka snúning og svo í lokin tók hálf ellidautt gamalmenni í baksundi framúr mér þegar ég tók af mér froskalappirnar og var við það að sökkva. Þetta er hluti af aðeins stærra plani sem ég segi betur frá seinna.Strengir í kálfum. Tók góða æfingu áðan. Lét Guðrúnu keyra mig að Útvík (þar sem bjórinn Gæðingur er framleiddur) og hljóp heim. Stífur sunnanvindur í bakið og því var þetta frekar hratt hlaup. Var 39mín að skrattast þessa 8km og það án þess að taka m...