Tiger Woods
Kettir eru oft mjög sérstakir karakterar. Þótt kisan okkar sé ekki gömul þá er hún komin með ansi sterk karaktereinkenni. Eins og margir kettir gera, þá er hún farin að bera björg í bú. Sem betur fer er það samt ekki eins og með flesta ketti sem koma inn með mýs og fugla heldur eru laufblöð í mestu uppáhaldi. Hún lætur sér ekki nægja að gera það heldur hefur hún komið inn með kex, snakkpoka, tóman brauðpoka og eitthvað fleira drasl sem ég man ekki í augnablikinu. Síðan eru það rútínurnar og hver morgun er öðrum líkur. Hún bíður eftir að henni er hleypt inn, brýnir klærnar á teppinu við símaborðið, geyspar letilega og fylgir mér svo hvert fótmál. Já manni fer að þykja vænt um þessi helvítis kvikindi. Myndirnar sem ég birti hérna af henni tók Guðrún um daginn. Hún lagði sig í sófanum og þegar hún rumskaði og leit upp, þá lá kisa líka í þessum ægilegu makindum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Kveðja, bJaRnI