Miskilningur ævi minnar
Í tölfræðitíma í dag komst ég að því að ég hef lifað í miskilningi allt mitt líf. Við lifum í raun í tvöföldum heimi. Annar er logarythmískur, hinn ekki. Við ráðum í hvorum heiminum við erum í hverju sinni og þannig gat ég snúið gögnunum mínum með log10 og allt varð cool og niðurstöðurnar meik. Síðan þarf maður að snúa aftur til baka í sinn raunverulega heim ef maður ætlar segja einhverjum frá niðurstöðunum. Ég veit ekki hvað hefði gerst eiginlega ef ég hefði gleymt að fara úr log- heimum áður en ég fór úr stofunni. Hefði sennilega orðið eitthvað skrautlegt, Bjössi bolla að renna sér á einhverju línuriti og ég verið 4 sekúndur að labba til Svíþjóðar. Í kvöld fór ég svo í kaffi til Ragnars vinar míns og fór að segja honum frá þessu. Við komumst að því að við erum skoðunarbræður hvað stærðfræði varðar, enda er þetta allt frekar spurning um smekk frekar en staðreyndir. Ragnar er mikill smekkmaður á stærðfræði og kenningar innar hennar. Fyrir okkur er ekkert til sem heitir mínus, allt byrj...