Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2007

Skyr

Sit hér og bíð eftir hringingu frá pabba og Hafrúnu. Þau eru væntanleg fljótlega og ég ætla að renna niður á lestarstöð og ná í þau. Það er því ekki ólíklegt að maður fái eitthvað gott að éta í kvöld. Ekki það að maður sé búinn að svelta. Skutlaði Stebba á lestarstöðina í gær og hef tekið því rólega síðan. Skrapp aðeins á æfingasvæðið, sló garðinn og er búinn að laga til í kofanum. Ætli maður verði ekki hér næstu 2 daga og fari svo að huga að því að keyra upp til Gautaborgar. Pabbi, Hafrún og Hildur ætla að kíkja á Stones tónleika þann 3. og ég keyri ábyggilega uppeftir í samfloti með þeim til að hitta Hildi. Ætli ég reyni svo ekki að hitta á Þolla og fjölskyldu í Lysesil rétt utan við Gautaborg og vera þar 1-2 daga. Þarf svo að vera mættur mánudaginn 6. ágúst í skólann og fæ þá íbúð og sit einhverja nýnemaviku. Skólinn byrjar svo 13. og bockaveiðitímabilið fimmtudaginn 16. Það er mjög mikilvægt að þessir Norsarar muni skilja hvernig maður forgangsraðar hlutum þegar veiðar eru annars v...

Halló

Jæja þá er þessi dagur að kveldi kominn og það liggur við að maður ætti ekki að vera skrifa neitt. Ástæðan er að hér er hver dagur búinn að vera öðrum líkur. Vöknuðum í morgun, átum og fórum í golf. Fengum einhverja rosalegustu rigningu sem við höfum lent í og þurftum að leita skjóls undir tré í nokkrar mínútur. Vorum svo að éta alveg indælis dádýrabollur og einhvern djúsí jarðarberjadesert. Stebbi fer rétt eftir hádegi á morgun og við höfum því ekki mikinn tíma aflögu til skemmtilegheita. Komumst aldrei í bæinn í gær að kíkja á dömur þar sem bíllinn var að verða bensínlaus og við áttum hvorki pening fyrir eldsneyti né kaffi. Þannig að mamma þarf ekkert að spá í hvernig dömunum leist á okkur. Kveðja, Bjarni og Stefán

Allt við það sama

Eru engar fréttir ekki betri en slæmar fréttir? Það er allavega ekkert að frétta af okkur félögunum. Við erum við sama heygarðshornið, að spila golf, éta og skíta. Fórum að spila á stað sem heitir Bosjökloster í dag og toppaði það sennilega allt sem við höfum séð í þessari ferð. Völlurinn liggur á nesi við stórt vatn, umlukinn skógi og þar er einnig að finna gamalt klaustur og kastala. Fórum 18 holur í glimrandi sól og blíðu og rétt sluppum við rigningu. Átum svo besta borgara sem við höfum smakkað í klúbbhúsinu á eftir. Vorum að enda við að éta einhverja gæsaafganga frá því í gær og erum að spá í að kíkja á dömurnar hérna í bænum á eftir. Stebbi fer svo heim á mánudag kl.14 og ég dunda mér sjálfsagt við að þrífa kofann áður en pabbi og Hafrún koma heim á þriðjudag. Kveðja, S&B

Höfum það gott

Mynd
Vöknuðum kl. 07 í morgun og gerðum okkur sæta og fengum okkur morgunmat. Skelltum okkur síðan á völlinn og spiluð hring með einhverjum snillingi sem heitir Kjell og var hann álíka lélegur og við í golfi, sem var fínt. Ekkert markvert gerðist svo sem nema að ég skaut næstum niður vallarstarfsmann sem var að vinna við næstu holu á einni brautinni. Erum annars búnir að fara og versla og grilla Svenna pulsur. Svenni sem er íslenskur býr hér við hliðina á pabba og Hafrúnu og býr til bestu pulsur í Svíþjóð. Svo liggja gæsabringu í mareneringu og dádýrahakk verður fljótlega tekið út. Það ættu því allir að sjá að við höfum það fínt. Reyndar er leiðinda spá og lítur jafnvel út fyrir rigningu 2 næstu daga. Við finnum okkur eflaust eitthvað til dundurs en getum alveg ábyggilega alls ekki komið okkur saman um hvað það á að vera. Var búinn að lofa að setja inn myndir og hér koma 2. Ég set ekki inn fleiri þar sem það tekur bæði ótrúlega langan tíma og stundum vill bloggið ekki taka við þeim. Svíar k...

Golfið byrjað

Jæja þá erum við kumpánar búnir að taka skrens á einum vellinum hérna rétt hjá. Hann var eiginlega bara ólýsanlega flottur og langt ofan við það sem maður þekkir að heiman. Spiluðum með einhverjum sænskum hjónum og ég var svo stressaður í byrjun að ég lamdi stanslaust bara beint í jörðina og dreif varla fram úr kvennateigunum. Þetta var nú að koma aðeins í restina og verður vonandi betra á morgun. Ég á enn alveg eftir að gefa mér tíma í að finna snúru fyrir myndavélina og henda inn myndum. Við erum nefnilega huggulegri heldur við höfum nokkurntíman verið og verðum eiginlega bara að leyfa einhverjum að njóta þess með okkur. Ætlum að vakna í bítið og því best að fara að leggja sig. Kveðja, Stefán og Bjarni

Lundur

Stutt nuna thar sem eg kann ekki ad breyta thessum stofum i tolvunni hans pabba. Er i Lundi kom seint og morg aevintyri ad baki. Reyni ad komast til botns i thessum stofum a morgun en er threyttur thar sem eg kom kl 3 eftir 12 tima akstur og thar af 6 til 8 tima var eg og vid villtir. Stebbi thurfti ad vera i kaupmannahofn i nott en kemur snemma i fyrramalid og vid aetlum ad golfa. kvedja, bj

Aalborg

Jæja jæja þá erum við kappar mættir í borg dauðanns, Álaborg. Ekki höfum við enn rekist á ákavítisverksmiðjuna enda mættum við seint. Stigum út úr lestinni kl. 21 að staðartíma og vissum ekki hvað sneri upp eða niður í þessari borg. Fundum stelpur sem sögðu okkur leiðina á sjúkrahúsið þegar við spurðum um hótel eða svefnpokapláss. Þar sem við erum flottræflar dauðanns erum við nú staddir á Hotel Phönix og höfum það gott. Reyndar var allt uppbókað á farfuglaheimilinu. Átum einhverjar óþverra pylsur og skelltum okkur á dimma hverfiskrá. Þar inni var ekta danskur lýður, vel drukkinn og allir rauðir í framan. Ekki amalegt með Kim Larsen og Abba í botni maður á mánudagskvöldi frá helvíti. Einn gaurinn var meira að segja farinn að berja spilakassa. Annars gekk ferðin ljómandi vel og við leggjum af stað til Hanstholm að sækja bílinn kl 08.00 í fyrramálið. Förum síðan aftur til Álaborgar og ætlum að taka 18 holur. Keyrum svo niður úr seinnipartinn á morgun og gistum sennilega í Óðinsvéum, Kaup...

Keflavík vs. Akureyri

Hvað er öðruvísi við að fljúga beint frá Akureyri til útlanda samanborið við Keflavík? Nú sit ég á Akureyrarvelli og var að velta þessu fyrir mér. Feitur sköllóttur kall í stuttbuxum (það er rigning og kalt) segir að tollararnir séu bölvaðir aumingjar út af því að vopnaleitin opnar 15 mínútum of seint. Steini P sem elti mann á röndum í gamla daga á 1929, Dropanum og Torginu og spurði um skírteini er að vinna í vopnaleitinni. Baldvin H labbar í gegnum vopnaleitina athugasemdalaust með fullan poka af frosnu soðbrauði, í kjölfarið fylgir einhver kona með kassa af lakkrískonfekti fyrir fríhöfnina. Maður er látinn standa með útréttar hendur og þuklað á manni til að finna vopn sem voru ekki til staðar í þessu tilviki. Sverrir frændi er að afgreiða bjór og veitingar. Fríhöfnin er 2,3m2 og selur 5 tegundir af tóbaki, 5 af nammi og 7 af víni og unaðsolíu. Ég skil töskuna og tölvuna eftir á borðinu hjá einhverju fólki sem ég þekki ekki neitt og fer á klósettið og í frífhöfnina. Ég fæ mér skyr o...

Ferð til Seyðisfjarðar

Þá er maður búinn að koma bílnum sínum í dallinn á Seyðisfirði. Það er alveg ótrúlega róandi að fara til Seyðisfjarðar og eyða þar smá tíma og ég hefði alveg getað bætt við 2 aukadögum. Skemmtilega blanda af fjöllum, sjó og gömlum misgáfulegum húsum og fólki. Toppur ferðarinnar var skötuselsmáltíð hjá Andra og Svövu í gærkvöldi og í kjölfarið ferð á Zodiak- slöngubát út fyrir Skálanes. Fórum undir bjargið um miðnætti á spegilsléttum sjó og það var ágætt að minna sjálfan sig á hvað maður er lítill og ógeðslegur. Á bakaleiðinni var drukkið kaffi með listamaönnum (alvöru) frá Shettlandseyjum í gamla húsinu á Skálanesi. Þeir voru þar staddir að mála vatnslitamyndir af fuglum og náttúru. Þvílíkur staður og maður er í rusli að hafa ekki haft myndavélina með. Nú er bara opna breska frá 8 til 18 um helgina, vinna á kvöldin og út með Stebba á mánudaginn.

Fjörður

Adios nigros

Kaffi

Mynd
Tvisvar hef ég misst símann minn ofan í kaffibolla. Ég veit ekki hvort það tengist því eitthvað að ég drekki heldur mikið kaffi?

Hetjur sem riðið hafa um héröð á Ási

Mynd
Ég var að lesa mér aðeins til um Ás í Noregi, þar sem ég mun dveljast. Á wikipedia eru nú ekki miklar upplýsingar að hafa um þetta sveitarfélag, utan við að þetta sé mikið landbúnaðarhérað. Þó er gaman að sjá að staðurinn hefur alið af sér margan snillinginn á ýmsum sviðum. Eins og stendur orðrétt "Ås has also raised widely known people as" og síðan hefst upptalningin. Þar má nefna Vibekke Lokkeberg (engar upplýsingar um hana), Solveig Kringlebotn sem er sópransöngkona, Christian Magnus Falsen (1782–1830) sem var m.a dómari og lagahöfundur, Simon Agdestein grandmaster í skák og fyrrum fótboltamaður og síðan en ekki síst snillingurinn Knud Hjeltnes sem er margfaldur Noregsmeistari í kringlukasti. Hann náði þó aldrei að vinna til verðlauna á heims eða ólympiuleikum. Myndin er af Knud.

7

Mynd
Mér finnst það skylda mín og það er mér ljúft að tilkynna lesendum mínum að Callaway sjöan mín (sem Þórður braut) er komin frá útlandinu með nýtt skapt. Ég hef ákveðið að skýra hana í höfuðið á kylfusatistanum hennar og mun hún bera nafnið Þórður. Ég hugsa ég muni samt bara kalla hana Tobba eða kylfa nr. 7. Fyrir þetta þarf Þórður nú ekki borga nema 2500 kr. sem er vel sloppið. Þórður lét sér ekki nægja að ráðast á mín áhugamál heldur steig hann ofan á flugustöngina sína í vikunni sem leið og braut á henni toppinn. Gerði þar með næstum út um feril sinn sem stangveiðimaður. Ég samhryggist honum og vona hann láti af því fljótlega að eyðileggja frístundabúnað fjölskyldunnar ellegar fer hann á hausinn.

Veitingahúsagagnrýni #1

Indian Curry Hut Staðsetning: Göngugatan á Akureyri Á boðstólnum: Indverskir réttir til að grípa með Þjónusta: Kurteis lágvaxinn Indverji með yfirvaraskegg í hvítri og lillablárri skyrtu fór afskaplega vel við innréttingarnar og carry-gula veggina. Kona var falin á bakvið og sá um eldamennskuna, ég skyldi ekki hvað þeim fór á milli. Ekki hægt að éta á staðnum Matseðill: Nokkrir indverskir réttir, lax, lambaket, kjúklingur, sallöt og fleira Verð: Matseðill dagsins kostar 1090 kr. og aðrir réttir 1400- 1600 kr. Þetta er því frekar dýrt ef tekið er mið af því að þetta er take away staður. Étið var: Ég lagði mér til munns einn af réttum dagsins sem var einhver kjúklingakássa með hrísgrjónum, nan brauði (sem var reyndar skorið við nögl) og sallati sem var agúrkur og paprika. Vel eldað, vel útilátið, bragðgott en ég hefði viljað hafa þetta mun kryddaðra. Stjörnur 2,5 (af 5). Ég ætla að mæla með að fólk prófi þennan stað enda skemmtilega nýbreytni í steindauða veitingahúsaflóru Akureyrar

Drulla

Undarleg er vor rulla í þessu jarðlífi. Annaðhvort er það drulla eða harðlífi Ég man ekki hver samdi þetta en þetta er satt