Hetjur sem riðið hafa um héröð á Ási


Ég var að lesa mér aðeins til um Ás í Noregi, þar sem ég mun dveljast. Á wikipedia eru nú ekki miklar upplýsingar að hafa um þetta sveitarfélag, utan við að þetta sé mikið landbúnaðarhérað. Þó er gaman að sjá að staðurinn hefur alið af sér margan snillinginn á ýmsum sviðum. Eins og stendur orðrétt "Ås has also raised widely known people as" og síðan hefst upptalningin.



Þar má nefna Vibekke Lokkeberg (engar upplýsingar um hana), Solveig Kringlebotn sem er sópransöngkona, Christian Magnus Falsen (1782–1830) sem var m.a dómari og lagahöfundur, Simon Agdestein grandmaster í skák og fyrrum fótboltamaður og síðan en ekki síst snillingurinn Knud Hjeltnes sem er margfaldur Noregsmeistari í kringlukasti. Hann náði þó aldrei að vinna til verðlauna á heims eða ólympiuleikum. Myndin er af Knud.




Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap